Jæja, nú get ég bara ekki orða bundist. Hvað er eiginlega málið með varahlutaverð í BMW hérna heima? Nú þarf ég til dæmis að skipta um NOx sensor í bílnum og þessi nauðaómerkilegi gripur kostar 120 þús. frá umboðinu + vinnu. Meistararnir í Eðalbílum redduðu honum reyndar aðeins ódýrari en tölurnar eru samt nett glórulausar.
Ég lenti nú einmitt í að þurfa að skipta um svona sensor í Avensis í vor og hann kostaði um kr. 30 þús. Hvernig getur meikað sense að þetta sé fjórfalt dýrara í BMW en Toyota? Ég get alveg sætt mig við að greiða hærra verð fyrir varahlutina í BMW en Toyota, en fjórfaldur munur er bara fáránlegur. Ég átti E46 2005 árgerð fyrir nokkrum árum og mér fannst varahlutaverðið þá alls ekkert út úr kortinu miðað við aðra bíla - en þróunin síðan þá virðist vera sú að hækka þetta alveg í botn.
Finnst þetta ótrúlega mikil skammsýni hjá umboðinu, því þó svo að þetta gangi upp til skemmri tíma gagnvart þeim sem hafa þegar hafa keypt bílana, þá fælir þetta fólk frá því að fjárfesta í öðru slíku eintaki.
ARG - ok, búinn að röfla í bili.
