bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52789
Page 1 of 1

Author:  Aron M5 [ Tue 06. Sep 2011 12:24 ]
Post subject:  Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Var að pæla hver reynsla manna væri af X3 bæði Disel og Bensin

Author:  Zed III [ Tue 06. Sep 2011 13:31 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Ég hef reynslu af því að sjá þá í umferðinni og ég held þetta séu ljótasta boddy sem hefur komið úr verksmiðju BMW.

Mekaníkin er örugglega svipuð og í X5 sem er solid.

Author:  xdriver [ Tue 06. Sep 2011 14:35 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Ég er búinn að eiga X3 3.0i í 6 ár og hefur hann reynst mér mjög vel. Frábær sportlegur jepplingur að mínu mati þótt menn séu ekki á einu máli um útlitið.
Bensín bílarnir eru nokkuð þyrstir í innanbæjarakstri en dísel bílarnir hagkvæmari kostur - eða væru það amk ef verðlagningin á þeim væri raunhæfari.

Author:  ///MR HUNG [ Tue 06. Sep 2011 14:43 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Hef átt tvo diesel og þetta eru frábærir bílar í alla staði!

Að pre facelift X5 eigandi skuli segja þá ljóta er :lol:

Author:  Zed III [ Tue 06. Sep 2011 14:51 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

///MR HUNG wrote:
Hef átt tvo diesel og þetta eru frábærir bílar í alla staði!

Að pre facelift X5 eigandi skuli segja þá ljóta er :lol:


:D

Ég er alveg að fíla pre-facelift x5.

Finnst nýi X5 einnig ekki flottur.

Author:  ///MR HUNG [ Tue 06. Sep 2011 15:09 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Zed III wrote:
///MR HUNG wrote:
Hef átt tvo diesel og þetta eru frábærir bílar í alla staði!

Að pre facelift X5 eigandi skuli segja þá ljóta er :lol:


:D

Ég er alveg að fíla pre-facelift x5.

Finnst nýi X5 einnig ekki flottur.

Nei hættu nú alveg Benni minn :shock:

Héðan í frá tek ég ekki mark á neinu frá þér :|

Author:  Zed III [ Tue 06. Sep 2011 15:12 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

///MR HUNG wrote:
Zed III wrote:
///MR HUNG wrote:
Hef átt tvo diesel og þetta eru frábærir bílar í alla staði!

Að pre facelift X5 eigandi skuli segja þá ljóta er :lol:


:D

Ég er alveg að fíla pre-facelift x5.

Finnst nýi X5 einnig ekki flottur.

Nei hættu nú alveg Benni minn :shock:

Héðan í frá tek ég ekki mark á neinu frá þér :|


Ég er amk enn að reyna að venjast honum. Sennilega er þetta bara love your own baby syndrome, þ.e. að ég sé að fíla prefacelift e53 X5 betur en þennan nýja.

Hefur þú annars nokkurntíman tekið mark á mér :lol:

Author:  Aron M5 [ Tue 06. Sep 2011 15:19 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Hvað er Disel að eyða og hvað er Bensin bilinn að eyða sirka?

Author:  Gunnar Þór [ Wed 07. Sep 2011 10:41 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Zed III wrote:
///MR HUNG wrote:
Zed III wrote:
///MR HUNG wrote:
Hef átt tvo diesel og þetta eru frábærir bílar í alla staði!

Að pre facelift X5 eigandi skuli segja þá ljóta er :lol:


:D

Ég er alveg að fíla pre-facelift x5.

Finnst nýi X5 einnig ekki flottur.

Nei hættu nú alveg Benni minn :shock:

Héðan í frá tek ég ekki mark á neinu frá þér :|


Ég er amk enn að reyna að venjast honum. Sennilega er þetta bara love your own baby syndrome, þ.e. að ég sé að fíla prefacelift e53 X5 betur en þennan nýja.

Hefur þú annars nokkurntíman tekið mark á mér :lol:


Ekki það að pre-facelift E53 sé neitt sérstaklega ljótur bíll, þá er facelift E53 maaaaargfalt flottari !!! (svo ég tali nú ekki um E70)

Author:  xdriver [ Wed 07. Sep 2011 14:08 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Aron M5 wrote:
Hvað er Disel að eyða og hvað er Bensin bilinn að eyða sirka?


Minn 3.0i (M54) er í 11 lítrum í þjóðvegaakstri og oftast 16-18 í hreinum innanbæjarakstri. 2.5i (M54) er eitthvað aðeins sparneytnari, en munar litlu.

Author:  x5power [ Thu 08. Sep 2011 00:22 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

svona eins og í top gear sagði, þann dag sem þú vaknar og heldur að þú sért tómatur, þá ferðu og kaupir x3!!!!

Author:  Davíð [ Thu 08. Sep 2011 13:05 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

xdriver wrote:
Aron M5 wrote:
Hvað er Disel að eyða og hvað er Bensin bilinn að eyða sirka?


Minn 3.0i (M54) er í 11 lítrum í þjóðvegaakstri og oftast 16-18 í hreinum innanbæjarakstri. 2.5i (M54) er eitthvað aðeins sparneytnari, en munar litlu.


Já sæll, það er nú meira en ég hefði búist við. Minn X5 E53 4.4 V8 er að eyða ca 10 utanbæjar en 14-15 innanbæjar og keyri ég nú ekkert einsog kerling.

Author:  HAMAR [ Thu 08. Sep 2011 18:25 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Ég hef sömu eyðslu tölur á mínum X5 4.4 ca. 10 lítrar utanbæjar og ca.15 lítrar innanbæjar.

Author:  BMW X3 [ Sat 10. Sep 2011 21:25 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

Sæll Aron.
Ég á X3 2,0 diesel 2008. Alger snilldar bíll. BMW uppfærðu hann í ágúst 2007. Nýtt lúkk og margt fleira. Þar á meðal vélina. 177 hp og 350 Nm 1750 - 3000 rpm. Og buðu hann sjálfskiptan með 2ja lítra díeselnum. Lét remappa tölvuna í honum. 202 Hp og 415 Nm. Vinnur allveg ótrúlega. Togar endalaust. Og eyðslan. Eyðslan innanbæjar (l/100 km) 8.2, utanbæjar (l/100 km) 5.5 og í blönduðum (l/100 km) 6.5. Sem er náttúrulega bara grín fyrir 2ja tonna 4x4 jeppling. Getur sent mér mail ef þú vilt vita meira.
X3.

Author:  Aron M5 [ Wed 14. Sep 2011 15:21 ]
Post subject:  Re: Hefur einhver hérna reynslu af BMW X3???

BMW X3 wrote:
Sæll Aron.
Ég á X3 2,0 diesel 2008. Alger snilldar bíll. BMW uppfærðu hann í ágúst 2007. Nýtt lúkk og margt fleira. Þar á meðal vélina. 177 hp og 350 Nm 1750 - 3000 rpm. Og buðu hann sjálfskiptan með 2ja lítra díeselnum. Lét remappa tölvuna í honum. 202 Hp og 415 Nm. Vinnur allveg ótrúlega. Togar endalaust. Og eyðslan. Eyðslan innanbæjar (l/100 km) 8.2, utanbæjar (l/100 km) 5.5 og í blönduðum (l/100 km) 6.5. Sem er náttúrulega bara grín fyrir 2ja tonna 4x4 jeppling. Getur sent mér mail ef þú vilt vita meira.
X3.



Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar :thup:

þesar tölur eru hrikalega góðar :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/