bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 M5 VS Benz E500
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=526
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Sun 05. Jan 2003 18:08 ]
Post subject:  E34 M5 VS Benz E500

Var að dánlóda þessu myndbandi á Kazaa.

Nokkuð forvitnilegt, M5 nær miklu betra starti en það er augljóst að Benzinn hefði samt aldrei náð honum þar sem bimminn eykur bilið alla leiðina.

Kemur sér vel að vita þetta ;)

Ef einhver kemur með leiðbeiningar þá get ég reynt að setja þetta inn á víeóin.

Author:  Raggi M5 [ Sun 05. Jan 2003 18:14 ]
Post subject: 

Mig langar að sjá þetta. Endilega að reyna henda þessu inn á síðuna.

Author:  Haffi [ Sun 05. Jan 2003 18:44 ]
Post subject: 

þetta er inná síðunni :) ég náði í öll myndböndin á síðunni .. einhver 7gb og það er þarna einhverstaðar :)

Author:  Guest [ Sun 05. Jan 2003 19:57 ]
Post subject:  Re: E34 M5 VS Benz E500

bebecar wrote:
Kemur sér vel að vita þetta ;)


Image

Þú verður náttúrulega að reyna þig við E500 sjálfur :twisted:

Author:  Svezel [ Sun 05. Jan 2003 19:59 ]
Post subject: 

Þetta er flott myndband og það er helvíti flott þegar M5inn skiptir í 2. gír og byrjar að spóla á fullu. Rudda power 8)

Author:  bebecar [ Sun 05. Jan 2003 20:05 ]
Post subject: 

Hann getur spólað vel þegar maður skiptir í annan, en ég er nú samt einn af þeim sem er ekki mikið fyrir "harðar" skiptingar og spól. Allavega ekki á þessum bíl....

Author:  Kull [ Sun 05. Jan 2003 20:40 ]
Post subject: 

Hann er bara ekki á nógu góðum dekkjum ef hann er að missa bílinn í spól í öðrum. Fá sér bara almennileg 265/35/18 og þá er það ekkert vandamál :)

Það er eitt svona myndband í hlutanum hjá mér: http://bmwkraftur.pjus.is/kull/BMW/M5vs500E.mpeg

Author:  GHR [ Sun 05. Jan 2003 21:54 ]
Post subject: 

En hvað, eru M5 ekki læstir (LSD)?
Maður myndi nú halda að alvöru sportbílar væru læstir og þú færð ekki mikið meiri sportbíl en M5 (nema eitthvað alveg fáranlega dýrt)

Eru þeir bara með 25% læsingu eða ???

Author:  bebecar [ Mon 06. Jan 2003 08:42 ]
Post subject: 

:eir eru með 25% læsingu já.... og þetta veltur mjög mikið á dekkjunum - það er líka eflaust mikill munur á því hvort maður spólar þegar maður skiptir í annan eftir því hvort maður er á 17" eins og minn eða 18" eins og Kull :lol: Það munar nefnilega talsverðu á breiddinni.

Author:  Raggi M5 [ Tue 07. Jan 2003 09:40 ]
Post subject: 

Kull hvað ertu með breitt að aftan? Framan?

Author:  Kull [ Tue 07. Jan 2003 11:42 ]
Post subject: 

Ég er með 265/35 að aftan og 235/40 að framan. Þetta er vinsæl stærð hjá þeim sem eru með 18" dekk undir M5.

Author:  íbbi [ Tue 07. Jan 2003 12:53 ]
Post subject: 

hver er tilgangurinn með því að hafa hærri prófíl að framan?

Author:  bebecar [ Tue 07. Jan 2003 12:57 ]
Post subject: 

Ég held að hann sé ekki hærri... þessi tala er að ég held prósenta af breiddinni og því er hæðin væntanlega sú sama þarna.

Author:  Djofullinn [ Tue 07. Jan 2003 12:58 ]
Post subject: 

Ha eru þetta ekki bara millimetrar?

Author:  bebecar [ Tue 07. Jan 2003 13:01 ]
Post subject: 

Nei, ég held ekki (er alls ekki viss).

En þetta er það sama hjá mér, dekkin virðast vera alveg jafn há.

Ég held að þetta sé prósenta af breiddinni, það hlýtur einhver að geta svarað þessu.

Ég skal gá að þessu.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/