bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nagað leður á handbremsu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52516
Page 1 of 1

Author:  Frikki [ Sat 20. Aug 2011 20:00 ]
Post subject:  Nagað leður á handbremsu

Sælir félagar.

Varð fyrir því óláni að hundurinn minn nagaði handbremsuhandfangið sem er úr leðri, það er smá tætt eftir hann.

Vitið þið hvar ég get látið gera við þetta eða þarf ég að panta nýtt?

Þetta er fyrir E90, skal senda inn mynd ef það hjálpar.

Author:  Einarsss [ Sat 20. Aug 2011 20:08 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

auðun bólstrari getur eflaust leðrað þetta uppá nýtt, spurning hvort það sé ódýrara en að kaupa nýtt samt

Author:  maverick70 [ Sat 20. Aug 2011 20:26 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

tékkaðu á Auðuni, 897-6537

Author:  SteiniDJ [ Sat 20. Aug 2011 20:26 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Getur líka skoðað svona. Flott og ekki dýrt. OEM í þokkabót.

Author:  Frikki [ Sat 20. Aug 2011 21:01 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Takk fyrir svörin !

Ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að kaupa M handfang eða handföng stök.

Vitið þið hvort það sé mikið mál að skipta um þetta sbr. ef ég myndi kaupa þetta M handfang?

Author:  Frikki [ Sat 20. Aug 2011 21:11 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Fann þennan þráð hér:

http://www.e90post.com/forums/showthread.php?t=14855

Talað um að það sé bara nóg að kippa í handfangið og það losni, sumir eru þó með efasemdir ef það er leður, að það geti verið límt við. Er samt ekki alveg að skilja þessa umræðu nógu vel.

Öll aðstoð vel þegin !

Author:  ValliFudd [ Sat 20. Aug 2011 21:22 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Hvernig haldiði að hundaleður kæmi út á handbremsunni? :alien:

Author:  Frikki [ Sun 21. Aug 2011 12:20 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Hahaha BRUTAL!! :lol:

Author:  Mazi! [ Sun 21. Aug 2011 13:02 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

:rofl:

Author:  Frikki [ Sun 21. Aug 2011 17:58 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

En allavega, back to topic..

Vitiði hvort það sé mikið mál að skipta um þetta?

Author:  Grétar G. [ Sun 21. Aug 2011 20:50 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Samkvæmt þræðinum sem þú póstar er þetta 5 mín easy verk ;)

Bara kippa og troða !

Author:  iar [ Sun 21. Aug 2011 22:45 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Frikki wrote:
Fann þennan þráð hér:

http://www.e90post.com/forums/showthread.php?t=14855

Talað um að það sé bara nóg að kippa í handfangið og það losni, sumir eru þó með efasemdir ef það er leður, að það geti verið límt við. Er samt ekki alveg að skilja þessa umræðu nógu vel.

Öll aðstoð vel þegin !


Sá sem var að tala um límið fattaði svo aðeins neðar í þræðinum að það er járn eða plast hringur efst í pokanum sem á að smellast í þetta bil sem hann talaði fyrst um. Semsagt ekkert lím.

Quote:
Shadye90, Thanks! After carefully feeling around the upper portion of the sleeve, I could feel a metal or plastic band which I worked into the groove of the handle! My problem was, I was doing this whlie the brake was off (down position) when I pulled it up I had plenty of slack to work the ring on to the handle!!
All is well!
Thanks Again!

Author:  Frikki [ Mon 22. Aug 2011 15:11 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

iar wrote:
Frikki wrote:
Fann þennan þráð hér:

http://www.e90post.com/forums/showthread.php?t=14855

Talað um að það sé bara nóg að kippa í handfangið og það losni, sumir eru þó með efasemdir ef það er leður, að það geti verið límt við. Er samt ekki alveg að skilja þessa umræðu nógu vel.

Öll aðstoð vel þegin !


Sá sem var að tala um límið fattaði svo aðeins neðar í þræðinum að það er járn eða plast hringur efst í pokanum sem á að smellast í þetta bil sem hann talaði fyrst um. Semsagt ekkert lím.

Quote:
Shadye90, Thanks! After carefully feeling around the upper portion of the sleeve, I could feel a metal or plastic band which I worked into the groove of the handle! My problem was, I was doing this whlie the brake was off (down position) when I pulled it up I had plenty of slack to work the ring on to the handle!!
All is well!
Thanks Again!


Ahh.. snilld !

Takk fyrir kærlega.

Author:  Frikki [ Fri 02. Sep 2011 17:29 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Fékk handfangið uppí umboði áðan, tók mig 3 mín að skipta um, ekki neitt mál. Þurfti eitt skrúfjárn til að smella gamla af.

Author:  iar [ Fri 02. Sep 2011 22:54 ]
Post subject:  Re: Nagað leður á handbremsu

Snilld! :-)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/