bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Akkuru.................. sóta bremsuklossar svona mikið?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52512
Page 1 of 1

Author:  andvaka [ Sat 20. Aug 2011 15:34 ]
Post subject:  Akkuru.................. sóta bremsuklossar svona mikið?

................ Sóta bremsuklossarnir hjá mér svona mikið ? Felgurnar eru orðnan haugskítugar tveimur dögum eftir bón og ég er ekki að stunda hraðakstur.


Er einhver með infó um betri klossa ?

Takk fyrirfram

Geiri

Author:  gardara [ Sat 20. Aug 2011 15:38 ]
Post subject:  Re: Akkuru..................

Úti eru menn að tala um að Hawk HPS klossarnir skilji eftir sig hvað minnst ryk...

http://understeer.com/onlinestore-brakes.shtml

Veit ekki hvort einhver selji þá hér heima

Author:  JOGA [ Sat 20. Aug 2011 15:40 ]
Post subject:  Re: Akkuru..................

Klossar sóta mis mikið. Fer svolítið eftir hveru harðir þeir eru. Ódýrir klossar sóta sumir svolítið.
Það eru til klossar sem minnka sót. T.d. Green Stuff frá EBC.
http://www.ebcbrakes.com/automotive/greenstuff_brake_pads/index.shtml

Þyrftir að panta það að utan.
Athugar samt að harðir klossar sem sóta minna eru líklegri til að láta heyra í sér.

Í BMW hef ég góða reynslu af orginal klossunum frá Textar. Fást í ABvarahlutum.
Þeir sóta en ekkert stórkostlega og maður finnur mun á bremsunum frá ódýrari tegundum.

Author:  andvaka [ Sat 20. Aug 2011 15:43 ]
Post subject:  Re: Akkuru..................

Ég átti einusinni í denn honda vtech. Hún sótaði ekkert á stock klossunum. Keypti svo klossa í stillingu og þá var friðurinn úti. Ég get ekki ímyndað mér að það sé annað en orginal í bimmanum hjá mér þar sem hann er 2008 árg og ekki ekinn nema 30 þús km.

Author:  saemi [ Sat 20. Aug 2011 18:54 ]
Post subject:  Re: Akkuru..................

Akkurrru.... setja menn ekki betri fyrirsagnir þegar þeir skrifa hér inn fyrirsagnir....

Ég bætti aðeins úr þessu fyrir þig :wink:

Author:  Maggi B [ Sat 20. Aug 2011 21:29 ]
Post subject:  Re: Akkuru.................. sóta bremsuklossar svona mikið?

Green stuff klossar sóta sama sem ekki neitt, en ískra vel í staðin.

leyfi mér að giska á að þú sért með nipparts klossa sem sóta hrikalega mikið. er með Bosch í brembo dælunum hjá mér og þeir sóta frekar lítið miðað við svona bremsur en það er lítið hjá því að komast með svona stóra klossa

hef heyrt góða hluti með klossana sem poulsen selja, en þeir ískra víst líka frekar leiðinlega

Author:  slapi [ Sat 20. Aug 2011 22:40 ]
Post subject:  Re: Akkuru.................. sóta bremsuklossar svona mikið?

Var að setja undir 525d E39 hjá mér Textar ( sama og orginal) Ceramic Fusion http://textarpro.com/ þar sem ég þoldi ekki bremsurykið sem var að koma og verð að segja að þetta er algjör snilld þar sem bíllinn er keyrður oft mjög mikið ( 400-800 km á viku) þá getur maður ekki alltaf verið að standa í að þrífa þetta. En það sót sem kemur er mjög lítið og skolast af bara með smá bunu af vatni , mæli algjörlega með þessu

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/