bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 og bakvísandi bílstóll
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52287
Page 1 of 1

Author:  Einarsss [ Wed 03. Aug 2011 17:48 ]
Post subject:  E46 og bakvísandi bílstóll

Er að leita mér að öðrum BMW þessa dagana og er að velta fyrir mér hvernig plássið er fyrir farþega í framsæti þegar verið er að nota bakvísandi bílstól?


Býst ekki við að það sé neinn munur á touring og 4 dyra?

Author:  Zed III [ Wed 03. Aug 2011 20:34 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

það er fínt pláss fyrir farþega í framsæti fyrir framan bakvísandi bílstól. Ég get leyft þér að skoða ef þú vilt.

Author:  ValliFudd [ Wed 03. Aug 2011 21:54 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Það á alveg að sleppa, minnir þetta hafa verið í fínan í diesel hjá pabba

Author:  Einarsss [ Wed 03. Aug 2011 22:08 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Ok, takk fyrir þetta. :)

Author:  ValliFudd [ Wed 03. Aug 2011 22:13 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Þú getur allavega mátað í sedan hjá mér ef þú vilt :)

Author:  Einarsss [ Wed 03. Aug 2011 22:19 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Flott að vita, en sýnist á öllu að e46 henti því miður ekki eins vel og ég var að vonast til :)

Author:  srr [ Wed 03. Aug 2011 22:49 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Það var allavega nóg pláss í e32 hjá mér með bakvísandi stól :thup:

Author:  ValliFudd [ Wed 03. Aug 2011 23:03 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Og finnst við erum komnir út í það.. þá er e38 geðveikur fjölskyldubíll 8)
Í skottið fór barnavagn, kerra, hústjald, 2 ferðatöskur og fl. :lol:
Sakna SH113 ekkert smá!

Author:  JonHrafn [ Thu 04. Aug 2011 18:35 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Get nú ekki mælt með e46 og barnastóla comboi :þ Er með hnéin í mælaborðinu ef bakvísandi stóllinn var fyrir aftan mig, hvort sem það var farþega eða bílstjóra megin. Chrysler town&country kominn í hlaðið núna, þar erum við að tala um pláss :thup:

Author:  Dóri- [ Thu 04. Aug 2011 18:54 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

jebb e46 er nefnilega ekkert svo barnastólavænn

Author:  Einarsss [ Thu 04. Aug 2011 19:17 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

JonHrafn wrote:
Get nú ekki mælt með e46 og barnastóla comboi :þ Er með hnéin í mælaborðinu ef bakvísandi stóllinn var fyrir aftan mig, hvort sem það var farþega eða bílstjóra megin. Chrysler town&country kominn í hlaðið núna, þar erum við að tala um pláss :thup:



Get svo innilega sagt að mig langi ekki í svoleiðis bíl.. það verður vonandi BMW sem kemur í hlaðið núna sem fjölskyldubíll

Author:  HAMAR [ Sun 07. Aug 2011 21:10 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Er ekki bara X5 málið ? :wink:

Author:  Einarsss [ Sun 07. Aug 2011 22:48 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Ef maður ætti þannig pening á milli handanna þá væri það klárlega málið.. tók hinsvegar e39 520ia touring í staðinn sem er að gera fína hluti :)

Author:  Thrullerinn [ Mon 08. Aug 2011 08:06 ]
Post subject:  Re: E46 og bakvísandi bílstóll

Það þarf náttúrulega að vera hægt að aftengja loftpúðann blessaðar, það er ekki alltaf inni í myndinni!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/