demaNtur wrote:
BMW_Owner wrote:
demaNtur wrote:
Var að keyra áðan og ég vissi að krossliðurinn á drifskaftinu væri mjög lélegur, síðan tek ég af stað í fyrsta og gef aðeins inn, skipti í annan og þá fer allt í fokk, eins og ég hafi brotið eitthvað, leiðindarbank í drifskaftinu og gírstöngin er laus, get hent henni útum allt.. Er algjör nýgræðingur í bmw málum og veit ekkert hvað er brotið/ónýtt, hvað haldið þið?

kassinn? skipti armarnir?, kíktu bara undir hann og skoðaðu hvað er í gangi ég veðja á að skipti armarnir hafi losnað

Þetta er ekki kassinn haha

kaupi nýja girkassapúða, nýja skifti fóðringu, upphengju á drifskaftið og guibo ætti að duga samkvæmt vini mínum

skiptu bara um afturdekk og læsinguna í skottinu í leiðinni.. þú getur verið búinn að kaupa aukahluti í hálfan bílinn áður en þú lendir á réttum hlutum ef þú ferð ekki undir bílinn og skoðar hvað er skemmt eða ekki og hvað fór úrskeiðis, ef upphengjan hefur farið ætti skiptistöngin ekki að breytast neitt, ef fóðringarnar væru slitnar hefði stöngin átt að vera búinn að vera laus mjög lengi en samt " virka" annars getur splittið hafa losnað sem heldur stönginni með hnúanum á og tengist við skiptiarminn á kassanum en ef þetta hefði farið þá ættu samt ekki að heyrast nein brothljóð í einu né neinu, en skiptu bara um það sem þér dettur í hug og kannski lendirðu á réttum hlut og kannski ekki. Bílar eru samansettir úr eitthvað um 1000hlutum þannig það er 1 á móti þúsund að þú kaupir þann rétta

gangi þér vel...