Ég lennti ílla í því fyrir nokkru...
Ég er að ganga fyrir framan Fálkann á Suðurlandsbrautinni og eins og vanalega þá lýt ég nú alltaf vel í kringum mig, nema hvað að ég sé svona líka glæsilega bimma (tvo) splunkunýjann silfraðann 745i og síðan mjög fallegan Coupé bíl E46 sem ég hafði ekki séð áður.
Ég náttúrulega glápi og glápi og svo finn ég bara þar sem ég ÞRUMA fætinum í hjólreiðagrind fyrir framan Fálkann og ég rétt næ að halda jafnvægi yfir hjólagrindina og slepp því við að detta á nefið og stórslasa mig.
Ég var ílla haltur eftir þetta atvik og bölvaði Fálkanum fyrir að hafa helv. grindina þarna úti á miðri gangstétt.
Ég fékk ansi slæmt mar úr þessu og var í sirka viku að jafna mig í fætinum.
Þetta eru einu vandræðinn sem ég hef lennt í með BMW og mun ég passa mig á þessu næst - ég var reyndar næstum búin að lenda í þessu aftur á sama stað þegar ég sá nýja Range Roverinn!!!
