bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52170
Page 1 of 4

Author:  ppp [ Mon 25. Jul 2011 16:13 ]
Post subject:  Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Þeir á Khoalty eru nú komnir með bæði fram og aftur mtech2 stuðara á dúndur prís, eða $175 fyrir fram og $245 fyrir aftur -- algjört prump verð miðað við það sem ég hef séð þessa polypropylene stuðara fara á annarstaðar. Ég hef svona verið að gæla við að nenna panta bæði frá þeim og jafnvel láta eitthvað smátterí fljóta með, og veit um amk einn annan sem að er einnig að spá í að fá sér stuðara, þannig að spurningin er hvort það séu einhverjir fleiri sem vilja?

Allavegana, ég er þegar búinn að senda þeim póst og jújú þeir eru tilbúnir til þess að pakka þessu saman til þess að við spörum á shipping. Við þurfum bara að vita hversu mikið við pöntum, þannig að... látið í ykkur heyra ef þið viljið.

P.s. Það er bæði til fyrir coupe og sedan, og þeir passa líka og looka vel á pre-facelift.

Image

Image

Author:  GunniClaessen [ Mon 25. Jul 2011 18:02 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Eins og ég sagði þá er ég til í framstuðara, það er bara spurning hversu mikið leggst á þessa $175.

1. ppp
2. GunniClaessen

Author:  rockstone [ Tue 26. Jul 2011 00:09 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

hvað er sendingarkostnaður á svona til landsins?

Author:  ppp [ Tue 26. Jul 2011 01:02 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Shipping á stökum stuðara hjá þeim er $100 innan USA. Þú getur slegið það inn í t.d. ShopUSA reiknivélina og fengið verð á þessu til Íslands, þannig að shippingið er stór partur af verðinu, en einnig þar sem við getum sparað með því að kaupa nokkra í einu.


Þeir vildu fá að vita hversu margir yrðu pantaðir svo þeir vissu hvernig þeir gætu pakkað þessu saman, þannig að ég get ekki sagt nákvæmlega um hópkaupsverðið fyrr en við vitum það.

Author:  Gunnar Þór [ Tue 26. Jul 2011 09:07 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Ég væri meira en til í að skoða þetta - framstuðara.

1. ppp
2. GunniClaessen
3. Gunnar Þór

Author:  RebekkaB [ Tue 26. Jul 2011 15:21 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Ég er líka alveg til í að skoða þetta:) þá framstuðara:)

Author:  ppp [ Tue 26. Jul 2011 18:51 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

þá eru komnin hugsanlega fimm stykki. Fjórir fram og einn afturstuðari. Ég e-maila þá á morgun um hversu mikið það myndi kosta að fá þetta sent annaðhvort til:


A) Virgina Beach (ShopUSA)
eða
B) Bara beint til Íslands

...og ber saman.

Author:  Zed III [ Tue 26. Jul 2011 19:18 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Ég gæti bæst við ef verðið er mjög hagstætt.

Author:  ppp [ Tue 26. Jul 2011 20:13 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Takið fram ef þið eruð að kaupa á coupe. Ég er að reikna með að þið séuð öll á sedan/touring, en bara svo það sé 100% enginn misskilingur.

Author:  GunniClaessen [ Wed 27. Jul 2011 01:56 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Fylgja kastarar?

Author:  Jónas Helgi [ Wed 27. Jul 2011 02:30 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Væri ekki vitlaust að skoða https://bongous.com/ sem sendarann frá USA.

Hef verið að verzla tölvuíhluti og smá varahluti og notað þessa og þeir taka nánast enga þóknun fyrir sinn part, alldrei lent í veseni eða leiðindum.

Hef afturámóti sveið í rasskinnarnar eftir einni sendingu frá ShopUSA og beðið í 3 mánuði eftir sendingu sem hékk í vöruhúsi hjá ShopUSA í BNA vegna óvenjulegrar stærðar á kassa...
er það til? Ég hef alldrei séð leiðavísir með æskilegum eða réttum stærðum á kössum... en þetta var súr afsökun.

Ef það er hægt að kaupa eithvað annað en stuðara og hent með í sendingu væri ég ekkert á móti því að kaupa framljósasett (DEPO xENON)

-Jónas

Author:  IceDev [ Wed 27. Jul 2011 08:55 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Nota frekar þetta http://www.viaddress.com/

Ódýrasta package forwarding fyrirtæki sem ég hef séð, plús að þeir bjóða upp á allskonar fítusa sem að hinir bjóða ekki.

Author:  ppp [ Wed 27. Jul 2011 11:01 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Hm það þarf að skoða þetta jú.

Ég er sammála því að ShopUSA er orðið ansi aumt og dýrt apparat núorðið.

p.s. Já það fylgja kastarar með þessum $175 framstuðara. Annars er líka hægt að kaupa öðruvísi kastara þarna sem þér finnst kannski flottari. Skoðaðu það á síðunni. Ekki það mikið af vörum þarna, auðvelt að finna.


edit:

hérna eru þeir: http://www.khoalty.com/bmw-e46/lights/e ... ights.html

og svona eru eðlilegu: http://www.khoalty.com/bmw-e46/lights/e ... ights.html

Author:  ppp [ Mon 01. Aug 2011 15:42 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Ég sendi þeim póst núna til að reyna fá úr þeim dimensional- og gross shipping weight tölur á þessum fimm samanpökkuðu stuðurum. Þegar við höfum það þá getum við reiknað kostnaðinn betur.

Varðandi það að láta Depo framljós fljóta með þá er það örugglega hægt jú, bara spurning hvernig við viljum deila því á shipping kostnaðinn.

Author:  Andri Fannar [ Mon 01. Aug 2011 21:15 ]
Post subject:  Re: Langar þig í E46 m-tech2 fram eða aftur á góða verðinu?

Ég borgaði ShopUSA 45 þúsund fyrir að koma með minn svona framstuðara heim.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/