bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Steinolía https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52153 |
Page 1 of 3 |
Author: | Hrannar E. [ Sun 24. Jul 2011 16:03 ] |
Post subject: | Steinolía |
Langaði að forvitnast aðeins um það er allt í lagi að keyra diesel bíl á steinolíu ? Er það bara ekkert öðruvísi en dísel olían eða hvað ? Hef ekkert vit á þessu og langaði að fá þetta á hreint ![]() |
Author: | crashed [ Sun 24. Jul 2011 18:57 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
að keyra díselbíl á hreyni steinolíu þurkar upp olíukerfið, en ef þú blandar 1 lítier af tvígengisolíu útí hverja 200 lítra þá ertu komin með smurkerfið, og ef þú ert bara með hreyna seinolíu í tanknum að þá misiru smá hluta af afli bílsins, þannig að ég mæli með að keyra hann á 50 prósent dísel og steinolíu, |
Author: | Hrannar E. [ Sun 24. Jul 2011 20:11 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
Þannig ég ætti að vera save ef ég blanda 50/50 á e90 eða hvað ? |
Author: | sh4rk [ Sun 24. Jul 2011 20:12 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
Eldri Diesel bílar þola steinoliuna blandaða með tvígengisolíu, en ég held að nýrri diesel bílanir þá sé þetta ekkert sniðugt að setja steinolíu á þá |
Author: | Dorivett [ Sun 24. Jul 2011 20:13 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
það fer bara algjörlega eftir bílnum, hef heyrt talað um að bílar með common rail vélar séu viðkvæmari fyrir henni. og það er ekkert sérstaklega ódýrt ef að olíuverkið í common rail fer, þá ertu að tala um lágmark hálfa milljón í viðgerðarkostnað ef þú færð notað verk. hvernig bíl ertu annars með?? og er eyðslan það mikil á honum að það borgi sig að keyra á steinolíu og taka sénsinn. ?? |
Author: | sh4rk [ Sun 24. Jul 2011 20:15 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
Hann var að segja það E90 |
Author: | sh4rk [ Sun 24. Jul 2011 20:16 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
En já commonrail kerfin þola held ég ekki steinolíuna vegna þess að það sé svo mikill brennisteinn í henni, en gömlu rað og stjörnuolíuverkin eru allveg ideal fyrir seinolíuna með tvígengisolíu |
Author: | Dorivett [ Sun 24. Jul 2011 20:24 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
ég get ekki ímyndað mér það að það borgi sig að keyra E90 bíl á steinolíu, hvað er þessi bíll að eyða innanbæjar6-8 L á 100km ?? ég átti nýjan avensis dísel og tók ekki sénsinn að keyra á steinolíu. segjum að þú náir ári á steinolíu og sparnaðurinn er kannski 100-200þús í peningum, svo fer olíuverkið hjá þér þá er það margfaldur kostnaður á við sparnaðinn, ég myndi aldrei taka sénsinn á steinolíu á þessum bíl. ég er meira segja efins á að keyra minn á steinolíu og er það hálfgerður traktor patrol 2000 árg 3.0L og ætti hann að vera nokkuð grófsnittaður. |
Author: | sh4rk [ Sun 24. Jul 2011 20:28 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
já einmitt ég myndi ekki vera nota steinolíu á bíla yngri en svona 98 módel |
Author: | Lindemann [ Sun 24. Jul 2011 20:48 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
eldri bílaru eru ekkert skárri með það að gera en nýrri bílar. Ég veit dæmi þess að dísur í eldri bílum hafi rifið sig á stuttum tíma á steinolíu. En það sem skiptir líka máli er að cetan talan er önnur í steinolíu og þar af leiðandi verða sumir bílar alveg hundleiðinlegir á henni. Það er frekar að common rail bílar geti höndlað steinolíu en bílar með olíuverk og það er meiri þörf á því að blanda smurefni saman við á bíl með olíuverk en common rail. En svona þegar á heildina er litið get ég ekki séð stóran ávinning í því að keyra á steinolíu. Þeir sem gera það halda því oft fram að þeir græði mikið á því en ég þekki nokkra sem hafa verið að prófa sig áfram með þetta og hætt því eftir að hafa orðið varir við gangtruflanir, aukna eyðslu og í sumum tilfellum ónýta spíssa(mekaníska spíssa). Þannig ég myndi bara sleppa þessu. |
Author: | sh4rk [ Sun 24. Jul 2011 21:06 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
ég gerði þetta alltaf á Land Rovernum sem ég á að blanda 50/50 á veturna og þá skitpi það engu máli þannig lagað því að þá kostaði nú líterinn að diesel olíu 37 kr minnir mig og var kominn uppí 50 kr þegar ég hætti að nota hann, en það voru engar gangtruflanir í honum eða þetta hafði ekkert að segja með endingu á draslinu þetta bara gekk og gekk |
Author: | Hrannar E. [ Sun 24. Jul 2011 21:47 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
Þá held ég að ég fari ekkert að taka sénsinn ![]() |
Author: | Dóri- [ Sun 24. Jul 2011 22:28 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
ég prófaði þetta á passat tdi og mér finnst ekki taka þessu, eyðslan fór upp og vinnslan niður um svona 30% og miiikill reykur |
Author: | Jökull [ Mon 25. Jul 2011 01:04 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
Ég prófaði þetta á Land cruiser 90 2000 árg. setti í vetur 50/50 og hann var leeeeengi í gang reykti mikið og var aflminni prófaði hinsvegar aftur í sumar 50/50 og fann ég engan mun á honum, var að fara útá land þannig að þetta var fínt til að spara smá pening. þetta með smureiginleikana þá á víst steinolían hjá N1 að vera betri hún heitir Jet a-1 og á að smyrja betur einnig er talað um að blanda 2% með biodiesel þá er maður kominn með sömu eiginleika og diesel. myndi samt ekki nota þetta á E90 eða bíla með Common rail !!! |
Author: | joipalli [ Mon 25. Jul 2011 15:04 ] |
Post subject: | Re: Steinolía |
Jökull wrote: blanda 2% með biodiesel þá er maður kominn með sömu eiginleika og diesel Réttast væri að segja að þú sért kominn með sömu smureiginleika (HFRR gildi) Athugaðu að N1 er að selja B5 sem er 5% biodiesel og 95% gasolíu (Diesel) Greinin sem þú ert að vitna í finnst hér: http://www.biodiesel.org/pdf_files/fuel ... ricity.PDF |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |