bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
hvernig er x5 að koma út https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=52133 |
Page 1 of 1 |
Author: | Dorivett [ Fri 22. Jul 2011 15:36 ] |
Post subject: | hvernig er x5 að koma út |
þá er ég að tala um eyðslu og rekstrarkostnað og þess háttar, er ekki að spá neinni sérstakri vélarstærð, langar bara að vita reynslusögur frá mönnum sem hafa verið með þessa bíla, og væri ekki verra að fá að vita hvernig þessir bílar eru með miðlungsstærð af fellihýsi aftan í (9,5 feta hús hjá mér). og hvaða vélarstærð mæla menn með að taka. ? |
Author: | SteiniDJ [ Fri 22. Jul 2011 17:28 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
E53 eða E70? Well, 3.0i E70 á heimilinu og vorum með 4.4i E53 einusinni. Góðir bílar, 3.0 er að eyða um 15.0 innanbæjar, sem er 0.4l/100 meira en 530xi Touring. 4.4i var að eyða ~1 - 2 lítrum meir en það. Finnur ekkert fyrir því sem þú ert að draga. |
Author: | HAMAR [ Sat 23. Jul 2011 01:22 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
X5 er búinn að reynast mér mjög vel, eyðslan innanbæjar er á V8 4.4 er ca.15-16 l/100 km. dettur í ca.10 l/100km. utanbæjar. hef reyndar aldrei dregið neitt en þeir ættu fara létt með öll normal hljólhýsi. ![]() ![]() Airstream Trailer *2002 (May 2001 build) 31 foot Classic Limited *GVWR (gross vehicle weight rating) 8,300# (have loaded it to 8,900+#) *Tongue weight 750 to 1,000 pounds (weight distributed) *Miles towed by X5 = 20,706 http://www.xoutpost.com/bmw-sav-forums/ ... tream.html |
Author: | Axel Jóhann [ Sun 24. Jul 2011 02:27 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
E53 3.0 2002 usa á 3 árum ekinn 140k alternator, vatnsdæla og cam sensor pakki uppá tæpan 100kall. Læt það alveg vera á 3 árum. Plús hann stingur patrol örugglega af! ![]() |
Author: | Dorivett [ Sun 24. Jul 2011 12:46 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
axel það er eitthvað gruggugt ef að hann stingi ekki lampann (patrol) minn af, ![]() |
Author: | HAMAR [ Mon 25. Jul 2011 15:28 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
Einu vélarnar sem maður ætti að spá í eru 4.4 og 3.0d. Ég skil ekki alveg tilganginn með 3.0 bensínvélinni, eyðir jafn miklu og 4.4 vélin (2004 og yngri). Rekstrarkostnaðurin hjá mér hefur verið ásættanlegur á þessum tæpu 3 árum sem ég hef átt minn bíl, eingöngu verið bensín og smurolía fyrir utan að ég þurfti að skipta út loftpúðafjöðrun að framan (sem var dýrt). Það eina sem get fundið að mínum bíl er að mér finnst fjöðrunin full stíf fyrir normal innanbæjarakstur. |
Author: | raxions [ Mon 22. Aug 2011 17:43 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
HAMAR wrote: Einu vélarnar sem maður ætti að spá í eru 4.4 og 3.0d. Ég skil ekki alveg tilganginn með 3.0 bensínvélinni, eyðir jafn miklu og 4.4 vélin (2004 og yngri). Rekstrarkostnaðurin hjá mér hefur verið ásættanlegur á þessum tæpu 3 árum sem ég hef átt minn bíl, eingöngu verið bensín og smurolía fyrir utan að ég þurfti að skipta út loftpúðafjöðrun að framan (sem var dýrt). Það eina sem get fundið að mínum bíl er að mér finnst fjöðrunin full stíf fyrir normal innanbæjarakstur. Hvað er 3.0d að eyða innanbæjar? |
Author: | ppp [ Mon 22. Aug 2011 18:09 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
raxions wrote: HAMAR wrote: Einu vélarnar sem maður ætti að spá í eru 4.4 og 3.0d. Ég skil ekki alveg tilganginn með 3.0 bensínvélinni, eyðir jafn miklu og 4.4 vélin (2004 og yngri). Rekstrarkostnaðurin hjá mér hefur verið ásættanlegur á þessum tæpu 3 árum sem ég hef átt minn bíl, eingöngu verið bensín og smurolía fyrir utan að ég þurfti að skipta út loftpúðafjöðrun að framan (sem var dýrt). Það eina sem get fundið að mínum bíl er að mér finnst fjöðrunin full stíf fyrir normal innanbæjarakstur. Hvað er 3.0d að eyða innanbæjar? Engu. |
Author: | HAMAR [ Mon 22. Aug 2011 19:49 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
ca.13l/100 hef ég heyrt frá 3.0d eiganda. |
Author: | ÁgústBMW [ Mon 22. Aug 2011 20:43 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
raxions wrote: HAMAR wrote: Einu vélarnar sem maður ætti að spá í eru 4.4 og 3.0d. Ég skil ekki alveg tilganginn með 3.0 bensínvélinni, eyðir jafn miklu og 4.4 vélin (2004 og yngri). Rekstrarkostnaðurin hjá mér hefur verið ásættanlegur á þessum tæpu 3 árum sem ég hef átt minn bíl, eingöngu verið bensín og smurolía fyrir utan að ég þurfti að skipta út loftpúðafjöðrun að framan (sem var dýrt). Það eina sem get fundið að mínum bíl er að mér finnst fjöðrunin full stíf fyrir normal innanbæjarakstur. Hvað er 3.0d að eyða innanbæjar? Pabba bíll er í 10 núna |
Author: | ///MR HUNG [ Mon 22. Aug 2011 20:50 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
HAMAR wrote: ca.13l/100 hef ég heyrt frá 3.0d eiganda. Það finnst mér vera grunsamlega mikil eyðsla fyrir 3.0d vél. |
Author: | Saxi [ Mon 22. Aug 2011 22:18 ] |
Post subject: | Re: hvernig er x5 að koma út |
5 ára reynsla af 3.0d á foreldranna heimili. hann stendur í 270 þús km núna. Eyðsla er að meðaltali 10 lítrar en í innanbæjarsnatti er hann í um 12. Eins og aksturstalan gefur til kynna hefur þessi bíll ekki fengið löng frí en viðhaldi sinnt mjög samviskusamlega. Mér finnst helst brenna við einhverjar smábilanir. Hurðaopnarar eru til dæmis mjög viðkvæmir fyrir frosti og það má búast við að skipta um nokkra sleða fyrir rúður. Eins er búið að skipta tvisvar um takkann til að opna skottlokið. Undirvagn er líka frekur á viðhald. Hef ekki tölu á öllum þeim fóðringum og stífum sem hafa farið í hann. Geri mér grein fyrir því að aksturinn er mikill en það eru tveir aðrir bílar í svipaðri brúkun á heimilinu og ekki nánda nærri eins mikið viðhald á þeim undirvögnum. Þeir eru reyndar ekki með eins fágaða fjöðrun. Vélin er ótrúlega áreiðanleg og hefur ekki slegið feilpúst alla þessa kílómetra, bara eðlilegt viðhald. Hins vegar gerðu þeir hjá Bmw þann feil að setja skiptingu í þessa bíla sem á að höndla 380nm þegar vélin er gefin upp 410nm. Síðasta vetur fór skiptingin og einhver rúm hálf milljón með. Sérfræðingarnir á Ljónsstöðum höfðu séð marga svona bíla og vildu meina að dráttur væri ekki fyrir þá. Eftir þetta hefur annar bíll á heimilinu séð um allan hestakerrudrátt. Einhvernveginn er það samt þannig að þessum bíl fyrirgefst nánast allt því engan bíl hafa þau gömlu átt sem er betri akstursbíll eða þægilegri ![]() kv. *edit Það er í honum sport fjöðrun sem er í hastari kantinum, myndi frekar taka venjulega ef ég hefði valið. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |