bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

bmw rokkar feitt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=514
Page 1 of 1

Author:  oskard [ Fri 03. Jan 2003 16:56 ]
Post subject:  bmw rokkar feitt

æi ég er hættur þessu rugli og keypti mér ww bjöllu... og mig hefur í langan tima langað til að segja þetta f**k you bmw........ go go bjalla.....

** innskot umsjónarmanna

Author:  Svezel [ Fri 03. Jan 2003 17:27 ]
Post subject: 

Það er reyndar ritað VW(VolksWagen) en það skiptir kannski ekki öllu.

Þú um þínar skoðanir og ég um mínar en ég seldi minn VW fyrir BMW. Það besta sem ég hef gert :D

Author:  iar [ Fri 03. Jan 2003 18:30 ]
Post subject:  Re: bmw sukkar feitt

oskard wrote:
æi ég er hættur þessu rugli og keypti mér ww bjöllu...


Ég hefði nú frekar haldið mig við Cabrio þrist eins og þú varst að leita að um daginn. Það hefur semsagt ekkert gengið?

En... hver hefur sinn smekk, ég ætla ekki að dissa smekk annarra. :-)

Er þetta nýja eða gamla Bjallan?

Author:  Bjarki [ Fri 03. Jan 2003 19:35 ]
Post subject: 

BMW og BMW er bara ekki það sama þegar verið er að tala um gamla bíla!! Það er dýrt að halda þessum bílum við og þegar þeir sem eiga minna af peningum eignast bílana þá er oft byrjað að fúska í þeim sem oftar en ekki veldur ótímabærum bilinum síðar meir. Þess vegna verður maður að taka sér góðan tíma í að kaupa sér gamlan BMW ætli maður sér að eignast góðan bíl.
Maður hefur oft séð alveg sorglega hluti þegar maður er að skoða svona gamla bíla.

Author:  bebecar [ Fri 03. Jan 2003 19:42 ]
Post subject: 

BMW eða bjalla? Það er nú ekki beint hægt að bera þetta saman, annar er annálaður akstursbíll en hinn er aðallega "for show".

Mér finnst áherslumunurinn koma dálítið vel fram í því að í VW bjöllunni er BLÓMAVASI, það er ekkert slíkt í BMW bílum :wink:

Author:  hlynurst [ Fri 03. Jan 2003 19:43 ]
Post subject: 

Bara að spá... afhverju í anskotanum ertu að skrifa þetta hér! Hverjum er ekki sama hvaða bíl þú keyptir þér?

Author:  iar [ Fri 03. Jan 2003 19:51 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Mér finnst áherslumunurinn koma dálítið vel fram í því að í VW bjöllunni er BLÓMAVASI, það er ekkert slíkt í BMW bílum :wink:


Blómavasi?! Jahérna! Og ekki finnur maður glasabakka í BMW heldur. BMWinn er til að keyra hann, ekki éta og drekka í honum, hvað þá dást að blómum. ;-)

Author:  Bjarki [ Fri 03. Jan 2003 20:13 ]
Post subject: 

Glasabakki er valbúnaður í BMW! Það er stefna hjá BMW að allir bílar séu framleiddir sérstaklega fyrir hvern og einn viðskiptavin með þeim búnaði sem hann velur, ef maður vill glasabakka þá bara velur maður það og það kostar eitthvað smá. Mér finnst það vera mjög góð stefna.

Author:  bebecar [ Fri 03. Jan 2003 20:15 ]
Post subject: 

Vonandi sést þetta hér. Þetta er sosem ekki slæm hugmynd, en þetta er ekki eitthvað sem mér finnst skipta máli í bíl :D

http://www.bugcessories.com/interior/landspeed/NBFlowerVase.JPG

Author:  Bjarki [ Fri 03. Jan 2003 20:37 ]
Post subject: 

Eitthvað hálf pimpalegt!!

Author:  Haffi [ Sat 04. Jan 2003 03:49 ]
Post subject: 

hey hvað er þetta maður það er glasahaldari frammí og afturí í mínum bíl ORIGINAL :)

Ekki dissa glasahaldara :D

Author:  sh4rk [ Sat 04. Jan 2003 05:12 ]
Post subject: 

Hvað er málið með fólk getur það ekki verið með leiðindi einhversstaðar annastaðar og haldið því útaf fyrir sig hvort því líki við BMW eða ekki :evil:

Shark
E23 732i
E23 735i
E23 745i

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/