bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Logosamkeppni
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=5093
Page 1 of 2

Author:  Gunni [ Sun 21. Mar 2004 04:07 ]
Post subject:  Logosamkeppni

BMWKraft vantar logo til að setja nafn sitt við. Nú gefst ykkur tækifæri á að hafa áhrif á útlit þess eða jafnvel fullhanna það.

Hugmyndum má skila í textaformi eða í mynd, og skal hún þá vera minnst í 300 punkta upplausn. Orðið BMWKraftur skal koma fyrir. Mælst er til þess að BMW litirnir séu allsráðandi, en þó má endilega koma með aðrar hugmyndir. Logoið má ekki að innihalda original BMW logoið!

Hver einstaklingur má skila eins mörgum hugmyndum og hann/hún vill. Hugmyndum skal skilað á netfangið admins@bmwkraftur.is

Stjórn BMWKrafts áskilur sér rétt til að nota allar eða engar þær hugmyndir sem koma fram. Einnig gæti hluti af einni eða mörgum hugmyndum verið notaðir.

Sá sem kemur með bestu hugmyndina hlýtur nafnbótina logomeistari BMWKrafts.

Author:  Aron [ Wed 24. Mar 2004 15:16 ]
Post subject: 

<admins@bmwkraftur.com>: unknown user: "admins@bmwkraftur.com"


er það kanski admins@bmwkraftur.is ??????

Author:  oskard [ Wed 24. Mar 2004 15:27 ]
Post subject: 

Jebb það er admins@bmwkraftur.is :)

Author:  Gunni [ Wed 24. Mar 2004 15:33 ]
Post subject: 

Úpps :oops: Ég biðst velvirðingar.

Author:  bebecar [ Wed 24. Mar 2004 16:18 ]
Post subject: 

Þetta finnst mér frábær hugmynd - ps, smá punktur. Mjög hefðbundið er að nota mynd af landinu í bakgrunn.

Author:  jens [ Wed 24. Mar 2004 16:50 ]
Post subject: 

eða skjaldarmerkið í bakgrunn, mjög svalt.

Author:  finnsson [ Fri 26. Mar 2004 11:51 ]
Post subject:  Varð að prófa

Til að byrja með held ég að þetta sé alveg kol-ólöglegt, bæði hvað snertir skjaldamerkið, og sjálfsagt ekki síður BMW logið, en ég varð nú bara að prófa þetta ;)

Svo væntanlega eruð þið að meina útlínað merki sem má setja á boli, skera út í filmur og eitthvað þess háttar til að troða á bíla eða hvað ?

Image

Author:  bebecar [ Fri 26. Mar 2004 12:28 ]
Post subject: 

Hehe - þetta væri svalt en vitanlega kol ólöglegt á ALLA kanta!

Author:  Gunni [ Fri 26. Mar 2004 12:31 ]
Post subject:  Re: Varð að prófa

finnsson wrote:
Til að byrja með held ég að þetta sé alveg kol-ólöglegt, bæði hvað snertir skjaldamerkið, og sjálfsagt ekki síður BMW logið, en ég varð nú bara að prófa þetta ;)

Svo væntanlega eruð þið að meina útlínað merki sem má setja á boli, skera út í filmur og eitthvað þess háttar til að troða á bíla eða hvað ?

Image


Hehe þetta er flott, en ég er ekki viss um að allir yrðu sáttir ;)

Já þetta þarf auðvitað að vera fjölnaotalogo, sem er hægt að setja á límmiða og boli og húfur og allskonar dótarí.

Author:  BMW_Owner [ Tue 30. Mar 2004 12:24 ]
Post subject: 

hey gunni? ég sendi bara logoið til þín því ég fattaði ekki hvað var að þegar þetta mail admin dót virkaði ekki(mitt logo er hrillingur miðað við þau sem hafa komið hingað:)

kv.BMW_Owner :burn:

Author:  Gunni [ Tue 30. Mar 2004 12:38 ]
Post subject: 

Já þú getur gert það. Annars virkar fínt að senda á admins@bmwkraftur.is

kv. Gunni

Author:  Aron [ Tue 30. Mar 2004 21:31 ]
Post subject: 

Edit: úbbsssss

Author:  Bjarkih [ Tue 30. Mar 2004 21:47 ]
Post subject: 

Fín hugmynd Aron en það er einn stór galli, Akureyri er ekki á kortinu :wink:

Author:  oskard [ Tue 30. Mar 2004 22:38 ]
Post subject: 

senda á emailið admins@bmwkraftur.is ekki posta á spjallið :!:

Author:  Thrullerinn [ Wed 31. Mar 2004 01:26 ]
Post subject: 

Þetta logo er tær snilld !! Spurning hversu "official" það gæti orðið??

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/