bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Varahlutir https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=50688 |
Page 1 of 1 |
Author: | Hansuman [ Fri 22. Apr 2011 13:02 ] |
Post subject: | Varahlutir |
Sæl öllsömul Fyrir nokkru varð ég í fyrsta sinn á ævinni BMW eigandi, það var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera því ég hélt að þetta væru bara bilana skrjóðir. Annað er nú á teningnum því þetta er bara hin besta sjálfrennireið og ég er bara ánægður með þetta allt. Ryð: Fyrri eigandi var ekki flinkur í höndunum og gat ekki með góðu móti stoppað ryðið í frambrettunum, þau eru ónýt og hann benti mér á gaur (partasölu/verkstæði) í Hafnarfyrði sem væri lang ótýrastur með varahluti í BMW. Að sjálfsögðu týndi ég þessum upplýsingum frá honum og fynn engar vísbendingar með einfaldri leit á vefnum... Er einhver hér sem hefur hugmynd um hvaða verskstæði/partasala/verslun whatever þetta getur verið...? Bestu þakkir og gleðilega hátíð - Hansuman |
Author: | JOGA [ Fri 22. Apr 2011 13:19 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
Mín reynsla er reyndar sú að þessi ágæta síða okkar hér er eitt besta "source" á varahluti í hina ýmsu bíla. Mæli með því að þú skoðir til sölu hérna vel og jafnvel óskir eftir því sem þig vantar. Annars er Tækniþjónusta bifreiða í Hafnarfirði með eitthvað af nýjum hlutum. Bílapartasalan ÁS er með eitthvað líka, hann hefur auglýst hér inni líka (HK Racing). |
Author: | Hansuman [ Fri 22. Apr 2011 15:17 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
Alright! - takk fyrir þetta maður, tékka á þessu. Hansuaman |
Author: | Axel Jóhann [ Fri 22. Apr 2011 17:45 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
hvernig bifreið er þetta? 3 lína eða 5 lína og hvaða árgerð? |
Author: | Hansuman [ Fri 22. Apr 2011 22:13 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
Þetta er árg ´96 af 318i ...ertu með eitthvað? Kv. |
Author: | Axel Jóhann [ Wed 27. Apr 2011 02:39 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
Mæli með því að þú setjir inn auglýsingu í VIL KAUPA VARAHLUTI, þetta boddý sem þú ert með heitir E36 og er væntanlega 4 dyra, það hlýtur einhver að eiga til bretti handa þér. |
Author: | Hansuman [ Sat 30. Apr 2011 14:34 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
Takk fyrir þetta ![]() |
Author: | Hansuman [ Thu 01. Dec 2011 20:28 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
Og það má eyða þessu. - takk fyrir mig ![]() |
Author: | birkire [ Fri 02. Dec 2011 13:07 ] |
Post subject: | Re: Varahlutir |
skammastu þín fyrir gömlu þræðina þína ? haha það er engu eytt hérna |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |