Hef ekki prófað þetta "Laun control" sjálfur - en þetta ku vera mikil snilld. Þetta er reyndar ekki bara í CSL, heldur öllum SMG-II útbúnum M3.
Tvær mismunandi útgáfur eru í gangi af þessu, Norður-Ameríku og Evrópu. Í Evrópu er þetta innbyggð og opinber stilling, en vegna allskonar lagavitleysu og baráttu um ábyrgðarmál er þetta óopinbert og töluvert lamaðri útgáfa hér í Ameríku.
Evrópu útgáfan af LC (Launch Control, allsenda óskylt ákveðnum bílaklúbbi

) fer í tæpa 4þús. snún. í lausagangi, svo er þrumað í fyrsta gír.
Ameríku útgáfan fer í heila 1800 snúninga í lausagangi áður en farið er í fyrsta gír
Annars virðist eins og fyrstu tvö framleiðsluár af E46M3 hafi átt við næg vandamál að stríða án þess að menn fengu innbygða auto-spyrnu-græju, fyrsta árið fóru vélarnar í þessu vinstri og hægri...
Hef reyndar heyrt að evrópskum eigendum sé hótað að mikil notkun á LC rýri ábyrgð á bílnum - en enginn hefur fengið á hreint nákvæmlega hversu oft megi spyrna með LC áður en ábyrgð á skiptingu/kúplingu/drifi fellur úr gildi.
En hvað varðar páskaeggin - þá man ég að hægt var að láta alla mæla og mælaborðsljós í E46 snúast/lýsast upp - nett trikk
(En aldrei hef ég spilað meira en FlightSim í Excel, ég þarf að fara að leita að Doom...

)