bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fjólublár Z3 á bílasölu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=50345
Page 1 of 1

Author:  Hreiðar [ Sun 03. Apr 2011 14:49 ]
Post subject:  Fjólublár Z3 á bílasölu

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Einhver sem þekkir söguna hjá þessum?

kveðja.

Author:  BjarkiHS [ Sun 03. Apr 2011 20:09 ]
Post subject:  Re: Fjólublár Z3 á bílasölu

Ég er ekki viss um hvort það sé akkúrat þessi bíll,
en ég prufaði allavega alveg eins bíl sumarið 2009 og verð að viðurkenna að ég ég hef aldrei verið jafn svekktur eftir prufuakstur.

Ég hef ekki prufað Z3 með stærri vélunum, en þessi 18/1900 er alveg leiðinlega máttlaus og myndi ég aldrei versla svoleiðis nema þá til að swappa stærra í hann.

Author:  IceDev [ Mon 04. Apr 2011 00:12 ]
Post subject:  Re: Fjólublár Z3 á bílasölu

Þrátt fyrir að 1800-1900 vélarnar eru ekkert spennandi þá veit ég að eigandinn af þessum bíl er búinn að hugsa um hann eins og barnið sitt.

Án efa ekki mest spennandi Z3 en hann er ansi solid....miðað við Z3.

Það líður ekki dagur sem að ég hugsa ekki "UuUuuUUuuuuggghhhrr! Af hverju seldi ég Z4!"

Author:  A.H. [ Sat 09. Apr 2011 19:18 ]
Post subject:  Re: Fjólublár Z3 á bílasölu

Það eru tveir svona fjólubláir bílar á Íslandi og báðir á eins felgum. Annar er AP-xxx. Þetta er hinn bíllinn.

Ég hef reynslu af svona bílum.

Margir halda að blæjubílar séu svo litlir og nettir að þeir þurfi ekki stóra vél til að komast almennilega úr sporunum. Vandinn er sá að þegar þakið er fjarlægt þá þarf að styrkja neðri part bílsins verulega. Það bætir töluverðri þyngd við bílinn.

Þú kaupir þennan bíl ekki til að spyrna. Eins og menn hafa bent á þá eru þetta ekki sérlega kraftmiklir bílar, a.m.k. ekki þeir sem eru með 1800 vélum.

Ef að menn hafa hins vegar gaman af því að taka niður blæjuna á sólríkum degi og krúsa um bæinn þá eru þetta afar skemmtilegir bílar. Mig minnir að það sé tímakeðja í 1800 bílunum og þeir eyða ekki miklu bensíni. Tek það fram að ég þekki ekki til þessa tiltekna einstaks. Samkvæmt upplýsingum á vef bílasölunnar er hann með 1900 vélina. Ég hef ekki reynslu af henni.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/