bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

318is E30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=503
Page 1 of 2

Author:  Birkir [ Sun 29. Dec 2002 23:13 ]
Post subject:  318is E30

Getur einhver sagt mér hvort það séu til einhverjir 318is E30 bílar hér á landi ?

Mig minnir að ég hafi einu sinni séð auglýsingu fyrir þannig bíl en ég er ekki alveg viss.

Author:  gstuning [ Sun 29. Dec 2002 23:16 ]
Post subject: 

Það var einn til sölu í Toyota Salnum í keflavík, ég prófaði hann og dempararnir voru búnir en samt gaman að keyra hann, vann alltílagi,

Ég held að það séu tveir svoleiðis



Gunni

Author:  Djofullinn [ Mon 30. Dec 2002 00:26 ]
Post subject: 

Kunningi minn átti einn rauðan svoleiðis, 90 eða 91 módel

Author:  hlynurst [ Mon 30. Dec 2002 12:02 ]
Post subject: 

Ég man eftir þessum rauða... var helvíti spenntur fyrir honum en það var fyrir 4 árum held ég. Síðan prufaði ég einn hvítann. Það var einhver gaur sem var nýfluttur heim frá Þýskalandi sem var að reyna að selja hann. Mjög skemmtilegur bíll eða það fannst mér allavega þá. :)

Author:  Stefan325i [ Mon 30. Dec 2002 12:46 ]
Post subject: 

rauður sem var í keflavík skráður tjónabíll eftir aftaná keyrslu. svo man ég eftir einum hvítum og einum svötrum 90eða 91 model ameriku típa
eg prufaði þann bíl '96ég held að hann hafi verið nýkomin til landsins þá hann var ekin 19þ míur og var rosalega gott og gaman að keira hann.
numerið á honum var og jafnvel er PI 019 mig minnir eða þessi stafir allavega en ég sá hann á sölu i rvk ekki fyrir svo löngu hjá bsí þar sem 2 bílsölur eru hlið við hlið man ekki hvað þær heita. Bílnum vantaði ást og umhyggju.

Author:  hlynurst [ Mon 30. Dec 2002 15:59 ]
Post subject: 

Já... alveg rétt. Það var líka einn grár hjá Heklu fyrir nokkrum árum. Það var einmitt ameríkutýpa. Var með Airbag og alles...

Author:  Guest [ Sun 05. Jan 2003 21:35 ]
Post subject: 

þessi svarti varlögum fyrir utan skúr úti hafnafyrði alltafeitthvað vesen með rafkerfið i honum

síðan varhann kelessu oghvarf svo
sem er ekki gott
eins og eitthvermundi seigja :twisted:

Author:  Alpina [ Tue 07. Jan 2003 20:28 ]
Post subject: 

E-30 318is var með M-40 136 hö~~ nm???
E-36 318is var með M-42 sama afl

Þessir bílar voru með flækjur orginal. og er þetta sami mótor og var í
E-30 M3 nema 1.8 í staðin fyrir 2.3 og 2.5

í Suður-Evrópu var til 320is (t.d. í Portugal og 'Italía) 190 hö
og í 4dyra útfærslu,, mjög sprækur og snaggaralegur bíll á þeim tíma

Góðar stundir

Author:  gstuning [ Tue 07. Jan 2003 20:43 ]
Post subject: 

M40-M44 er ekki sami mótor og M3 S14B20-25 sem er í raun bara M10 variant, þ.e M10 með 16valve heddi,

M40 er með vökvaundirlyftur og fleira modern dót á móts við S14 vélina

http://www.e30-2.de/test/320is/320is.htm
320is var 2000lítra útgáfa af M3 vélinni til að geta keppt í 1990cc flokkum þeirra tíma, 320is er oft nemdur sneggsti E30 bíllinn, margir svoleiðis eru algjörlega all time sigurvegarar þar sem að þeir eru notaðir,

320is vélin gaf mest hö/líter frá bmw á þeim tíma 96,5
þjappan er 10.8

Author:  bebecar [ Tue 07. Jan 2003 20:58 ]
Post subject: 

Gjörðu svo vel http://www.mobile.de/cgi-bin/search.pl?CountOff=38&DataNr=5&DisplayDetail=11111111115399723&DoSearch=1&FormCategory=0&FormColor=%2e%2e%2ebeliebig&FormDate=0&FormDurchmesser=0&FormEZ=%2d&FormKilometer=%2d&FormLand=%2e&FormMake=5&FormModel=320is&FormPLZ=&FormPower=%2d&FormPrice=%2d&FormSort=0&Page=0&SearchCat=bereich%3dpkw%26sprache%3d1&bereich=pkw&sprache=1&x=0&y=0

Author:  oskard [ Wed 08. Jan 2003 00:27 ]
Post subject: 

enda er 320is með sömu vél og e30 m3 (s14) ekki satt ?

Author:  bebecar [ Wed 08. Jan 2003 09:03 ]
Post subject: 

Bara skrítið að hann sé ekki með M3 boddíið sem er svo glæsilegt.

Author:  flamatron [ Wed 08. Jan 2003 09:12 ]
Post subject: 

Quote:
oskard Posted: Wed Jan 08, 2003 12:27 am Post subject:

--------------------------------------------------------------------------------

enda er 320is með sömu vél og e30 m3 (s14) ekki satt ?

Ég held að það sé ekki alveg rétt :?

Author:  Gunni [ Wed 08. Jan 2003 10:45 ]
Post subject: 

þetta er sama vélin, en þessi 320is er einhver ítalíutýpa. Bróðir minn sem býr á ítalíu sagði að þetta hafi verið gert útaf einhverju tollaveseni þar á bæ. sel það svosem ekki dýrara en ég keypti það :lol:

Author:  Alpina [ Wed 08. Jan 2003 17:23 ]
Post subject: 

Þetta er hárrétt hjá Gunna
Þessir bílar urðu einmitt til vegna þessara leiðinlegu 2.0 lítra reglu í ýmsum Evrópulöndum td P... og Í...


Sv.H.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/