Ég man að það var þráður hérna um daginn, einhver sem var brjálaður útí lögguna fyrir að hafa sektað sig... ákvað að gera bara nýjan þráð...
Málið er það að ég er búinn að vera með próf í tæp 3 ár... og áður keyrði ég alltaf eins og bavíani, fékk sektir og punkta hægri vinstri og missti prófið vegna hraðaksturs o.s.frv.
En ég ákvað að snúa við blaðinu og haga mér eins og maður í umferðinni, þó ég keyri greitt í dag þá hætti ég glannaskapnum...
Ég er búinn að vera sektalaus í eitt ár og þá þarf allt að gerast...
Ég var að keyra heim úr vinnunni um daginn, var í 50 götu, var þreyttur og hlakkaði til að komast heim og var óvart á 89 km/h niður eina brekku, jú þá mætti ég löggunni...
Sekt: 30.000 og 3 punktar
Svo var það í sömu vikunni að ég var á leiðinni til keflavíkur, er á reykjanesbreutinni á þægilegum ferðahraða, er svo farinn að auka hraðann smátt og smátt og mæti þá löggunni í keflavík á 131 km/h...
Sekt: 30.000 og 2 punktar
20 mínútum seinna mæti ég annarri löggu frá keflavík á 115 km/h...
Sekt: 20.000 og 1 punktur
Mér tókst í einni viku að fá 80.000 króna sekt og 6 punkta á skírteinið:
Ómetanlegt (hljómar eins og Eurocard auglýsing

)... obbobbobb ég held að ég ferðist um núna eins og ég sé í ökukennslu
'Eg er með radarvara en hann er GREINILEGA ekki að gera gagn, honum VERÐUR hent
Ég var aldrei brjálaður við löggurnar, heldur vissi uppá mig sökina og spjallaði bara við löggurnar eins og menn, þó að þetta sé nú ekki það skemmtilegasta sem ég hef fengið...
_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE