bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Svindl fyrir M3 CSL!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4982
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Sun 14. Mar 2004 21:07 ]
Post subject:  Svindl fyrir M3 CSL!

Er einhver hér á CSL :lol:
Image
Quote:
For lucky drivers of this hot car, here's how: Switch off the stability system and select shift program six. Switch the engine to sport mode. With the hand shifter in drive, hold it in the downshift position and press the gas pedal. The engine will rev to the preprogrammed rpm and hold. Now release the shifter. The car will launch forward violently and the engine's revs will climb quickly, so be prepared to upshift.

http://www.popsci.com/popsci/auto/article/0,12543,358540,00.html

Author:  Svezel [ Sun 14. Mar 2004 21:25 ]
Post subject: 

Verð að prufa þetta þegar ég kíki næst á rúntinn á mínum CSL :lol:

Þetta er samt helvíti snjallt, gott að vita að þeir hjá ///M eru ekki orðnar algerar pí*ur

Author:  bebecar [ Sun 14. Mar 2004 21:27 ]
Post subject: 

Líka fyndið að þetta skuli vera falið eins og í PS2 leikjunum - enda er þetta orðið ansi mikið tölvuvætt í dag!

Author:  Svezel [ Sun 14. Mar 2004 21:28 ]
Post subject: 

Eru ekki alltaf einhver svona "Easter-eggs" í öllum bimmum, a.m.k. þessum nýlegri?

Author:  iar [ Sun 14. Mar 2004 21:33 ]
Post subject: 

Er ekki í flestum eitthvað mælaborðstrick til að fá meira info?

Og svo er þetta ekki bara eitthvað PS2 trick heldur hefur verið til í tölvum, leikjum og forritum líklega frá upphafi. Hver hefur t.d. ekki spilað "doom" í Excel og hamrað á 10-12 takka í Sinclair Spectrum til að fá endalaus líf í einhverjum leiknum. ;-)

Author:  bebecar [ Sun 14. Mar 2004 21:34 ]
Post subject: 

Ég tók bara svona sem dæmi :wink:

Author:  jth [ Mon 15. Mar 2004 03:07 ]
Post subject: 

Hef ekki prófað þetta "Laun control" sjálfur - en þetta ku vera mikil snilld. Þetta er reyndar ekki bara í CSL, heldur öllum SMG-II útbúnum M3.

Tvær mismunandi útgáfur eru í gangi af þessu, Norður-Ameríku og Evrópu. Í Evrópu er þetta innbyggð og opinber stilling, en vegna allskonar lagavitleysu og baráttu um ábyrgðarmál er þetta óopinbert og töluvert lamaðri útgáfa hér í Ameríku.

Evrópu útgáfan af LC (Launch Control, allsenda óskylt ákveðnum bílaklúbbi :wink: ) fer í tæpa 4þús. snún. í lausagangi, svo er þrumað í fyrsta gír.
Ameríku útgáfan fer í heila 1800 snúninga í lausagangi áður en farið er í fyrsta gír :lol:
Annars virðist eins og fyrstu tvö framleiðsluár af E46M3 hafi átt við næg vandamál að stríða án þess að menn fengu innbygða auto-spyrnu-græju, fyrsta árið fóru vélarnar í þessu vinstri og hægri...


Hef reyndar heyrt að evrópskum eigendum sé hótað að mikil notkun á LC rýri ábyrgð á bílnum - en enginn hefur fengið á hreint nákvæmlega hversu oft megi spyrna með LC áður en ábyrgð á skiptingu/kúplingu/drifi fellur úr gildi.

En hvað varðar páskaeggin - þá man ég að hægt var að láta alla mæla og mælaborðsljós í E46 snúast/lýsast upp - nett trikk :)
(En aldrei hef ég spilað meira en FlightSim í Excel, ég þarf að fara að leita að Doom... :wink: )

Author:  Jss [ Mon 15. Mar 2004 16:23 ]
Post subject: 

Þetta er snilld, ábyggilega bara gaman að gera þetta á svona bíl. :D

Author:  gdawg [ Thu 18. Mar 2004 16:24 ]
Post subject: 

Hérna í UK eru það 9 skipti sem má nota LC áður en að ábyrgð fellur úr gildi. En það er hins vegar hægt að núllstilla talningarbúnaðinn í tölvunni :twisted:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/