bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bón???? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=498 |
Page 1 of 1 |
Author: | Raggi M5 [ Sat 28. Dec 2002 18:48 ] |
Post subject: | Bón???? |
Ég var svona pæla hvaða bón ykkur fynnst best að nota? Hvað er þægilegast? Hvað virkar best? Langar bara ganni að fá álit hérna ![]() |
Author: | gstuning [ Sat 28. Dec 2002 18:50 ] |
Post subject: | |
Heimsins besta bón heitir Zymol fæst ekki á Íslandi, en á íslandi er Meguiars eða Autoglym best, Sonax er aðeins og gróft til að nota í hvert skipti Gunni |
Author: | Raggi M5 [ Sat 28. Dec 2002 18:52 ] |
Post subject: | |
Já ég var að prófa Meguiars (örugglega skrifað öðruvísi ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Sun 29. Dec 2002 05:53 ] |
Post subject: | |
AUTO-GLYM vörurnar eru bara... bestar. En áður en ég nota AUTO-GLYM þá ber ég "Consept New Horizon" pro lakkhreinsir á, helst með púða (spez bón svampur festur framan á borvél). Extra Gloss Protection frá AUTO-GLYM veitir bestu vörnina ,finnst mér. |
Author: | Svezel [ Sun 29. Dec 2002 18:40 ] |
Post subject: | |
Ég var að prófa Sonax Xtreme3 bónið og líst bara vel á það, bimminn gljáir eins og spegill ![]() Annars nota ég alltaf Pyrmo Hardwax úr Fálkanum, aðeins þyngra að bóna en Sonax hardwax en endist alveg svo mánuðum skiptir. Bóna bílinn hans pabba tvisvar á ári og það er alltaf húð á honum og þó er þetta bíll sem stendur niður við sjó allt árið. Hef þó á tilfinningunni að það geti mattað lakkið með tímanum ![]() |
Author: | GHR [ Sun 29. Dec 2002 22:18 ] |
Post subject: | |
En hvað um massa? Hver er besti massinn (verður að vera mjög fínn) Ætli ég þurfi ekki að massa gripinn þegar það verður búið að sprauta hann, svo hann verði ekki mislita. Er hægt að gera þetta með höndunum eða verður maður að nota svona vél??? Kannski er bara sniðugra að fara á bónstöð og láta þá gera þetta, nema ég treysti þeim ekki nógu vel - 16 ára pollar látnir oft að sjá um þetta p.s. project strákar, það er verið að selja túrbínu úr SAAB og millikæli ef eitthver vill fara losa og skrúfa ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Sun 29. Dec 2002 23:04 ] |
Post subject: | |
Eins og ég minntist á í fyrra posti, prófaðu "Consept New Horizon" massa, hann er mother... og reindu að redda þér alvuru bónklúta eins og Tork 909 eða eitthvað svoleiðis. Þetta er erfitt en bara gaman (ef þú hefur skúr). Consept vörurnar fást í Gísla Jóssyni hf. Bíldshöfða. |
Author: | GHR [ Mon 30. Dec 2002 00:47 ] |
Post subject: | |
Dr. E31 wrote: Eins og ég minntist á í fyrra posti, prófaðu "Consept New Horizon" massa, hann er mother... og reindu að redda þér alvuru bónklúta eins og Tork 909 eða eitthvað svoleiðis. Þetta er erfitt en bara gaman (ef þú hefur skúr). Consept vörurnar fást í Gísla Jóssyni hf. Bíldshöfða.
Jamm, ég er með skúr svo kannski tek ég þið á orðinu að þetta sé gaman og dunda mér við þetta ![]() Prufa þetta, Takk fyrir Dr.E31 |
Author: | Dr. E31 [ Mon 30. Dec 2002 02:59 ] |
Post subject: | |
Gleimdi að minnast á það að Consept New Horizon er EKKI bón, þú þarft að bóna með einhverju á eftir eins og Auto Glym Extra Gloss Protection. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |