Jæja!
Nítján manns kepptu í poolmótinu sem er bara nokkuð gott! Fyrst var dregið í fjóra riðla þar sem allir kepptu innbyrðis. Tveir efstu úr hverjum riðli héldu svo áfram í 8 manna úrslit. Stefán og Haffi kepptu um þriðja sætið og Skúli og Hlynur um fyrsta sæti.
Mótið tókst mjög vel og ég held það sé óhætt að segja að þetta verði endurtekið að ári.
Úrslitin voru semsagt eftirfarandi:
1. sæti: Skúli (Schulii_730i)
Verðlaun fyrir 1. sæti voru Fjarstýrður BMW M3 GTR frá B&L og Autoglympakki frá Filtertækni og glæsilegur verðlaunabikar.
2. sæti: Hlynur (hlynurst)
Verðlaun fyrir 2. sæti voru 5000kr. gjafabréf hjá Tækniþjónustu bifreiða og Autoglympakki frá Filtertækni
3. sæti: Stefán (Stefan325i)
Verðlaun fyrir 3. sæti voru Autoglympakki frá Filtertækni
Svo var dregið úr nöfnum þáttakenda og hlaut sá heppni gjafabréf hjá Ruby Tuesday. Sá heppni var Óskar (oskard).
Ég vil bara óska verðlaunahöfunum og öllum þáttakendum til hamingju með mjög vel heppnað mót!
Hér eru myndir frá mótinu
Við þökkum eftirfarandi fyrirtækjum fyrir stuðninginn:
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar, Tækniþjónusta Bifreiða, Filtertækni