bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Notendanafn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4935
Page 1 of 3

Author:  Logi [ Wed 10. Mar 2004 21:26 ]
Post subject:  Notendanafn

Þar sem ég undirritaður seldi minn æðislega M5 í þarsíðustu viku hef ég ákveðið að breyta um notendanafn hérna á spjallinu. It's time to move on, þannig að ég mun ekki kalla mig "E34 M5" hérna lengur.

Þegar ég seldi M5inn gerði ég nokkuð sem ég átti ekki von á að ég myndi nokkurntíma gera ótilneyddur. Ég fékk mér 4 cyl BMW sem ber ekki nafnið M3. Ég tók BMW 316i Compact uppí M5inn (hestaflamunur rúm 200 hö og það munar um minna :lol: ).

Eins og kannski einhverja hérna grunar þá er þetta nú bara millibilsástand hjá mér, það er bara spurning hvað það kemur til með að standa lengi yfir.

Stóri plúsinn við þetta er að leiðin getur aðeins legið uppávið héðan í frá :lol: :lol:

Logi

Author:  Chrome [ Wed 10. Mar 2004 21:33 ]
Post subject: 

allavega fjárhagurinn ;)

Author:  Svezel [ Wed 10. Mar 2004 21:33 ]
Post subject: 

He he góður.

Compactinn er nú ekki slæmur bíll þótt hann sé dálítið í skugganum af 6,8 og 12cyl bimmunum. Hann er þó enn afturdrifinn með góða aksturseiginleka þótt aflið sé ekkert ógurlegt.

Svo eyðir þetta náttúrlega ekki neinu :wink:

Author:  Logi [ Wed 10. Mar 2004 21:39 ]
Post subject: 

Já hann kom mér alveg rosalega á óvart. Vel búinn og mér hefur alltaf fundist þessir bílar lúkka vel. Kannski ekki í samanburði við aðra BMW, en mjög vel í samanburði við Golf, Astra, Corolla osfrv. Sem eru nú bílarnir til að bera þetta saman við frekar en 2ja eða 4 dyra E36.....

Já og hann eyðir ca helminginn af því bensíni sem M5inn var að eyða innanbæjar hjá mér í vetur :wink:

Author:  Haffi [ Wed 10. Mar 2004 21:41 ]
Post subject: 

Fínustu bílar sko... svo er alltaf hægt að pota einhverju almennilegu undir húddið á honum!

Author:  GHR [ Wed 10. Mar 2004 22:16 ]
Post subject: 

Er ekki alveg snilldarfjöðrunarkerfi undir svona Compact bílum :?:
Ég hef alltaf heyrt það....... :roll:
En til hamingju samt :P

Author:  Svezel [ Wed 10. Mar 2004 22:18 ]
Post subject: 

Þetta er fínir bílar, félagi minn átti svona bíl fyrir nokkrum árum með ///M pakka og sá bíll var bara mjög sweet. Flottur að innan sem utan, höndlaði vel og vann vel.

Já og til hamingju með hann

Author:  Bjarki [ Wed 10. Mar 2004 23:59 ]
Post subject: 

Eru þessir bílar ekki með sömu afturfjöðrun og e30?
Virðast að mér sýnist vera mjög erfiðir í endursölu :?

Author:  Haffi [ Thu 11. Mar 2004 00:01 ]
Post subject: 

Enda vilja flestir 6 cyl :(

Author:  Chrome [ Thu 11. Mar 2004 00:04 ]
Post subject: 

hmm...eru 12 cyl. samt ekki erfiðastir í endursölu? þ.e. 750?

Author:  arnib [ Thu 11. Mar 2004 09:10 ]
Post subject: 

Til hamingju Logi minn :)

E30 afturendi og twincam vél, þetta er bara nútímalegri 318is! :)

Author:  bebecar [ Thu 11. Mar 2004 09:57 ]
Post subject: 

Logi wrote:
Já hann kom mér alveg rosalega á óvart. Vel búinn og mér hefur alltaf fundist þessir bílar lúkka vel. Kannski ekki í samanburði við aðra BMW, en mjög vel í samanburði við Golf, Astra, Corolla osfrv. Sem eru nú bílarnir til að bera þetta saman við frekar en 2ja eða 4 dyra E36.....

Já og hann eyðir ca helminginn af því bensíni sem M5inn var að eyða innanbæjar hjá mér í vetur :wink:


Þessi bíll er virkilega flottur, glæsilegur að innan og með LSD sem er bara snilld. Málið er bara að troða einhverru örlítið stærra undir húddið og hanga á þessu því þessir bílar hafa frábæra aksturseiginleika.

PS, mikið er ég fegin að þú fékkst þér ekki tegundatengt nikk aftur :wink:

Author:  Jss [ Thu 11. Mar 2004 10:08 ]
Post subject: 

Ég var einmitt að velta því fyrir mér hver "þessi" Logi væri á 316i Compact, fannst það ekki þér líkt en fínn millibilsástands-bíll. ;)

Author:  gstuning [ Thu 11. Mar 2004 10:23 ]
Post subject: 

Svo verður það bara S50B32 swap hjá þér seinna,

321hp Compact ekkert sniðugara ;)

E30 afturendi gerir hann lausari að jafnaði og auð slidanlegri,
E36 Framendi heldur honum á veginum og mikið grip
þú ert bara með Z Coupe sem er fyrir 5 og lookar soldið eins og E36


Þegar ég prófaði svona Compact með M pakkanum þá prufaði ég bíl sem var með bestu bremsum sem ég hef prufað,, stappaði á þær á 80kmh, eftir augna blikk þá var ég stopp og maður hékk alveg í beltunum þegar hann stoppaði,, magnað,,

Author:  BMWaff [ Thu 11. Mar 2004 11:14 ]
Post subject: 

Ekkert illa meint.... en mér finnst Compact....... Vera skömm fyrir Bimmana..... Alltof dýrt fyrir ekki neitt..... Svo er hann ljótur að aftan....

En það er mitt álit.... :roll: :? :) :D

En til hamingju með hann samt! ;) :D

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/