bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

F1: Ralf líklega til Renault!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4898
Page 1 of 1

Author:  Benzari [ Mon 08. Mar 2004 21:55 ]
Post subject:  F1: Ralf líklega til Renault!

mbl.is

"Umboðsmaður ökuþórsins Ralfs Schumachers segir að Schumacher muni fara frá Williamsliðinu eftir þetta keppnistímabil og ganga til liðs við Renault. Segir umboðsmaðurinn við þýska blaðið Bild að búið sé að ganga frá samningi við Flavio Briatore, liðsstjóra Renault, þar að lútandi og aðeins sé formsatriði að skrifa undir.
Ralf er 28 ára yngri bróðir Michaels Schumachers, heimsmeistara í kappakstri. Ralf hefur verið óánægður hjá Williams að undanförnu og gagnrýndi nýlega Frank Williams, liðsstjóra Williamsliðsins fyrir óliðlegheit í samningum. Sagði Ralf, að Williams sakaði sig um að hafa aðeins áhuga á peningum.

„Frank Williams segir að ég sé peningagráðugur. Það er hlægilegt. Hann veit að ég myndi fallast á að lækka launin mín um helming," sagði Ralf, sem endaði í 4. sæti á stigalista ökumanna á síðasta keppnistímabili. "

Author:  bebecar [ Mon 08. Mar 2004 22:52 ]
Post subject: 

Þetta kemur ekki á óvart - ansi er ég viss um að harkan í Williams sé að koma í bakið á honum eina ferðina enn.

Author:  jens [ Mon 08. Mar 2004 23:35 ]
Post subject: 

Hverjir eru líklegir til að keyra fyrir Williams á næsta ári...

Author:  Jss [ Mon 08. Mar 2004 23:36 ]
Post subject: 

jens wrote:
Hverjir eru líklegir til að keyra fyrir Williams á næsta ári...


Það er reyndar stóra spurningin. :hmm:

Ég býð mig fram. :D

Author:  Aron [ Mon 08. Mar 2004 23:41 ]
Post subject: 

hvert fer coultard?

Author:  jens [ Mon 08. Mar 2004 23:44 ]
Post subject: 

Ekki Coultard !!!

Author:  Jss [ Mon 08. Mar 2004 23:49 ]
Post subject: 

jens wrote:
Ekki Coultard !!!


Sammála, ég vil ekki Coulthard til BMW-Williams.

Author:  Gunni [ Tue 09. Mar 2004 00:02 ]
Post subject: 

Það er samt furðulegt að renault séu að fara að fá ralfy, það liggur við að hann sé ekki betri en trulli.... hann er allavega pottþétt ekki betri en alonso!

Author:  jens [ Tue 09. Mar 2004 01:10 ]
Post subject: 

Gunni skrifar:
Quote:
það liggur við að hann sé ekki betri en trulli.... hann er allavega pottþétt ekki betri en alonso!

Gæti ekki verið meira sammála.

Author:  bebecar [ Tue 09. Mar 2004 08:39 ]
Post subject: 

Hann fer eflaust í stað Trulli nema auðvitað að Alonso sé á förum til Williams - sú blanda gæti verið efni í heimsmeistara!

Author:  Jss [ Tue 09. Mar 2004 09:18 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Hann fer eflaust í stað Trulli nema auðvitað að Alonso sé á förum til Williams - sú blanda gæti verið efni í heimsmeistara!


Ég sé ekki fyrir mér að Alonso sé á förum frá Renault í nálægri framtíð. Flavio Briatore er nú einu sinni umboðsmaðurinn hans. :?

Author:  bebecar [ Tue 09. Mar 2004 09:21 ]
Post subject: 

Já, en er það ekki málið - hann er umboðsmaður hans fyrst og fremst. Þetta er einmitt týpan sem að sinnir honum vel, hann fengi eflaust betur borgað hjá Williams, það eru ekki margir ökuþórar með reynslu sem koma til greina hjá Williams og maður sér ekki fyrir sér að þeir taki tvo nýja óreynda ökumenn.

Author:  Jss [ Tue 09. Mar 2004 09:22 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Já, en er það ekki málið - hann er umboðsmaður hans fyrst og fremst. Þetta er einmitt týpan sem að sinnir honum vel, hann fengi eflaust betur borgað hjá Williams, það eru ekki margir ökuþórar með reynslu sem koma til greina hjá Williams og maður sér ekki fyrir sér að þeir taki tvo nýja óreynda ökumenn.


Ég sé það samt sem áður ekki fyrir mér að Alonso sé á förum frá Renault en fátt annað en tíminn leiðir það í ljós. ;)

Author:  Logi [ Tue 09. Mar 2004 13:47 ]
Post subject: 

Tekið af mbl.is wrote:
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, bar í dag til baka að hann hefði átt í viðræðum við Ralf Schumacher, ökuþór Williams-BMW. Þýska blaðið Bild hafði í gær eftir Willi Weber, umboðsmanni Schumachers, að Ralf væri búinn að ganga frá samningi um að aka fyrir Renault á næsta keppnistímabili og aðeins væri eftir að skrifa undir.
„Ég hitti Willi Weber í Melbourne og við ræddum saman - við erum vinir og það er eðlilegt," segir Briatore í yfirlýsingu. „En við ræddum aldrei, og höfum aldrei rætt, að Ralf Schumacher aki hugsanlega í Renaultbíl."

Schumacher hefur átt í viðræðum við Williams um endurnýjun samnings. Fréttir herma að hann fái nú 12 milljónir dala í árslaun og vilji fá 15 milljónir dala.

Búist er við að Renault endurnýi ekki samning við Jarno Trulli fyrir næsta keppnistímabil og hefur Mark Webber, ökumaður Jaguar, verið orðaður við liðið. BMW Williams hefur einnig sýnt Webber áhuga.


Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/