bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

POOLMÓT BMWKrafts - BREYTING Á TÍMA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4896
Page 1 of 3

Author:  Gunni [ Mon 08. Mar 2004 16:10 ]
Post subject:  POOLMÓT BMWKrafts - BREYTING Á TÍMA

Hið árlega poolmót BMWKrafts verður haldið á BILLIARD BARNUM FAXAFENI 13. mars 2004 kl. 19:30

Nú hver hver að verða síðastur. Skráning á poolmótið er í fullum gangi og lítur út fyrir hörkumót. Öllum er velkomið og taka þátt, og ekki láta það stoppa ykkur ef þið haldið að þið séuð ekki góð í pool. Það er nefnilega bjór í spilinu og þeir reyndari eiga það til að sötra hraðar því þeir halda að þeir vinni hvorteðer.

Endilega svarið í pollinum. Svo vill ég sjá alla þá sem ætluðu pottþétt að mæta skv. þessum þræði: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 97&start=0 skrá sig og taka þátt.

Meðlimir BMWKrafts greiða aðeins 700 kr. Þátttökugjald en aðrir 1.000 kr.
Millifærist inn á reikning 315-13-7354 (kt. 020274-4689). Látið nafnið ykkar fylgja með millifærslunni.


Athugið að hægt er að skrá sig í BMWKraft með því að smella hér

Vinningarnir í mótinu eru glæsilegir og skiptast þeir svona:

1. sæti

Pool meistari BMWKrafts fær glæsilegan bikar til eignar. Einnig fær hann glæsilegan vinning frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum og stórglæsilegan þrifapakka frá autoglym að verðmæti 4.500 kr.


2. sæti

Sá/sú sem hreppir annað sætið fær glæsilegan vinning frá Tækniþjónustu Bifreiða ásamt því að fá stórglæsilegan þrifapakka frá autoglym að verðmæti 4.500 kr.


3. sæti

Sá/sú sem hreppir þriðja sætið fær stórglæsilegan þrifapakka frá autoglym að verðmæti 4.500 kr.


Hægt verður að versla bjór og hamborgara á vægu verði á staðnum.

Sjáumst öll fersk á pool mótinu laugardaginn 13. mars kl 19:30

Ef einhver hefur eitthvað útá tímasetningu að setja, og hefur tillögur að öðrum tíma má sá hinn sami endilega senda mér EP eða EMAIL.

Author:  Jói [ Mon 08. Mar 2004 16:27 ]
Post subject: 

Asskoti er þetta skemmtilegt framtak hjá ykkur. Ég mundi jafnvel íhuga að mæta, en ég kemst ekki. Einnig er ég ákaflega slakur í pool. :oops:

Author:  Logi [ Mon 08. Mar 2004 16:37 ]
Post subject: 

Þetta verður án vafa mjög skemmtilegt. Sé ekki frammá að komast, en reyni að kíkja við ef tími gefst til!

Author:  saemi [ Mon 08. Mar 2004 16:40 ]
Post subject: 

Ég mæti að sjálfsögðu

:P

Author:  Gunni [ Mon 08. Mar 2004 19:30 ]
Post subject: 

Þetta verður algjör snilld.

Verðlaunin eru líka ekki af verri endanum ;) Vonandi keppast nokkrir um þetta, því það er jú ansi margra peninga virði sem t.d. 1 sætið fær 8)

Author:  Jss [ Mon 08. Mar 2004 19:32 ]
Post subject: 

Að sjálfsögðu mætir maður, ekki verra ef maður lendir í verðlaunasæti (I wish) en aðal málið er að vera með og skemmta sér. :D \:D/

Author:  Gunni [ Mon 08. Mar 2004 23:39 ]
Post subject: 

jE!

Ertu ekki góður í pool ?? :)

Author:  Jss [ Mon 08. Mar 2004 23:48 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
jE!

Ertu ekki góður í pool ?? :)


Var að enda við að tapa nokkrum leikjum. :( En vann allavega einn alveg sjálfur. :D ;)

Dagsformið ekki gott í dag. :?

Author:  Gunni [ Tue 09. Mar 2004 00:01 ]
Post subject: 

Vantaði bjórinn ?? Hlaut að vera 8)

Author:  iar [ Tue 09. Mar 2004 00:10 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Dagsformið ekki gott í dag. :?


Dagsformið segirðu.. það er nær að tala um ársformið hjá mér, ég spila það sjaldan. :oops: En bjórin kemur þar til bjargar!

:drunk: :alien: :cop: eins og sumir myndu orða það ;-)

Author:  rutur325i [ Tue 09. Mar 2004 00:52 ]
Post subject: 

ég mæti.

Author:  Jss [ Tue 09. Mar 2004 09:17 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Vantaði bjórinn ?? Hlaut að vera 8)


Já reyndar. :?

Author:  iar [ Tue 09. Mar 2004 16:11 ]
Post subject:  Re: POOLMÓT BMWKrafts - BREYTING Á TÍMA

Heyrst hefur að Sæmi muni framkvæma nokkur trick/stunt skot að hætti hússins og sést hefur til hans við stífar æfingar!

Image

Um að gera að drífa í að skrá sig!

Gunni wrote:
Meðlimir BMWKrafts greiða aðeins 700 kr. Þátttökugjald en aðrir 1.000 kr.
Millifærist inn á reikning 315-13-7354 (kt. 020274-4689). Látið nafnið ykkar fylgja með millifærslunni.

Author:  Jss [ Tue 09. Mar 2004 17:07 ]
Post subject:  Re: POOLMÓT BMWKrafts - BREYTING Á TÍMA

iar wrote:
Heyrst hefur að Sæmi muni framkvæma nokkur trick/stunt skot að hætti hússins og sést hefur til hans við stífar æfingar!


Voðalega er Sæmi eitthvað hárprúður á þessari mynd. ;) :lol:

Author:  saemi [ Tue 09. Mar 2004 20:29 ]
Post subject: 

Hehehe, þetta var á tímabilinu þegar ég tók Dmexerol.

Svo brotnaði flaskan og allt fór í fyrra horfið :oops:

En ég skora á alla að koma og sjá stönt og trikk skotin. Skot sem geiga ekki :P

Svona drífa sig að skrá sig!!!!!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/