bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gleðileg jól, og farsælt komandi ár.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=488
Page 1 of 2

Author:  Þórður Helgason [ Tue 24. Dec 2002 10:21 ]
Post subject:  Gleðileg jól, og farsælt komandi ár.

Gleðileg jól til handa öllum hér á spjallinu,
það hefur verið gaman að "kynnast" ykkur öllum hér og taka
þátt í því að mynda öflugan BMW klúbb hérlendis.

Svo sjáumst öll hér fyrir norðan á nýju ári, nánar tiltekið á bíladögum kringum 17. júni.

Við vonumst til að eiga ennþá betra BMW ár 2003 heldur en 2002,
en var það þó gott.


Kveðjur að norðan.

Þórður Helgason

Author:  iar [ Tue 24. Dec 2002 11:44 ]
Post subject: 

Gleðileg jól sömuleiðis allir og hafið þið, bílarnir ykkar og fjölskyldur sem allra best um jólin. Takk fyrir spjallið og "hittinginn" á árinu.

:santa:

Author:  Djofullinn [ Tue 24. Dec 2002 12:13 ]
Post subject: 

Já gleðileg jól allir! Hafið það gott um jólin :)

Author:  Bjarki [ Tue 24. Dec 2002 13:00 ]
Post subject: 

Gleðileg jól allir!
Fór í B&L í gær að kaupa stykki í loftræstingu á e39 bíl það kostaði 10100 gaman gaman kostar um 6000 í Þýskalandi/USA/DK. Ég spurði hvort í gæti ekki fengið smá jólaafslátt, þeir tóku ekki vel í það. En ég gat fengið 20% afslátt af BMW hreinsivörum en þeir áttu ekki efnis sem ég vildi kaupa Gummi Plefgt til að setja á gúmmílista, örugglega vitlaust skrifað!
Svo tékkaði ég á nokkrum hlutum sem mig vantar og vantar ekki í minn bíl.
Hurðabremsu í farþegahurð frammí
Repair kit í sílanderinn bílstjóramegin
Þéttilistann í bílstjórahurðina.
SAMTALS 13000 en kostar skv. verðlistanum 6000 í þýskalandi (smásöluverð með vaski). Þannig að ég ætla ekki að kaupa þetta hérna heima.
Ætli þetta sé ekki jólakveðjan frá B&L til BMW eiganda!!

Author:  Kull [ Tue 24. Dec 2002 13:43 ]
Post subject: 

Gleðileg jól allir og hafið það gott um jólin, ekki gleyma að gera eitthvað fallegt fyrir bimmann :)

Author:  montoya [ Tue 24. Dec 2002 14:09 ]
Post subject: 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár




Image

Author:  gstuning [ Tue 24. Dec 2002 15:15 ]
Post subject: 

Gleðileg Jól Strákar,

Mér sýnist ekki ætla verða mikið úr þessum vetri,
Vonandi verður ekki neitt,

Þetta ár er búið að vera mjög ROSALEGT hjá mér búinn að upplifa meir heldur en ég þarf að kven veseni, og á sama tíma búinn að læra mikið frá þeim líka, flutti í bæinn og svo aftur til baka, flutti svo í mína eigin íbúð,

Bílalega séð var þetta nokkuð slappt ár, tapaði einni spyrnu allt árið, hafði gaman með toppinn niðri, kláraði ekki að fá skoðun fyrir 03 á bílinn, vélin bara 225hp vegna skorts á Vanos,
var ekki með power á bremsunum eða vökvastýri mest allt árið né O2 skynjara
kláraði 2 brake boostera og eina vökvastýris dælu, einn gang af dekkjum og borgaði rúmlega 60þús fyrir súper sjaldgæfar BBS Basketweaves "15 BMW felgur náði ekki að kaupa "17 felgurnar sem ég ætlaði að kaupa, og það var klesst á mig, hvernig næsta ár verður getur ekki verið verra heldur enn þetta, ég einnig fann flotta kalla sem hjálpuðu við að gera við smáhluti þegar maður komst ekki í það sjálfur vegna skorts á aðstöðu, 2600kr tíminn hjá þeim,

,
og svo hata ég rigningu alveg útaf lífinu,

Ég veit að næsta ár verður það stærsta á íslenskum bílamælikvarða, á síðustu 2 árum er íslensk bílamenning þvílíkt búin að taka stakka skiptum það er alveg rosalegt að hafa fylgst með þessu,
Ég veit að BMWKraftur er stærsti bíla klúbbur sem heldur uppá eina tegund, þ.e við erum allir BMW áhugamenn, og við verðum að halda áfram að stækka, það er svo mikið sem við getum gert sem klúbbur, og "The only way is up from here"

Það hefði verið súper ef þessi klúbbur hefði verið stofnaður fyrir svona 4árum þá væri hann ofboðslega stór núna og BMW væri mikið vinsælli bílar í dag, þótt að ekki vanti áhugann á þeim nú þegar, það er okkar að sjá, meta, sýna, læra á BMW og koma okkar skoðunum á framfæri hér,

Author:  Elli Valur [ Tue 24. Dec 2002 16:05 ]
Post subject: 

[quote="gstuning"], vélin bara 225hp vegna skorts á Vanos,
quote]

er hún ekki 226Hp vertu nú ekki að gera lítið úr þessu hjá þér :D

bíla árið er búið að vera þokalegt hjá mér hvíti bimmin komst á götuna eftir 2 ára bið

fékk bláa bílinn lokssins í hendurnar (búinn að bíða leingi eftir honum )

og fékk boddy utanum 335i aftur byrjaður að smíða og er búinn að setja vélina í :D :D

Author:  Gunni [ Tue 24. Dec 2002 16:14 ]
Post subject: 

Gleðileg Jól allir saman. snæðiði nú vel og mikið. við reynum svo að hittast áður en nýtt ár gengur í garð.

kveðja, Gunni

Author:  Stefan325i [ Tue 24. Dec 2002 18:24 ]
Post subject: 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár .

Hafið það gott um hátiðarnar, passiði að borða bara nógu mikið þið hafið allt árið til að vinna það af ykkur.

Sjáumst vonandi sem flestir á milli jóla og nýárs og látum okkur dreyma um gott og sólríkt sumar. 8)

Author:  Flicker [ Tue 24. Dec 2002 21:55 ]
Post subject: 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Author:  Raggi M5 [ Tue 24. Dec 2002 22:39 ]
Post subject: 

Kæru klúbbsfélagar ég ætla bara óska ykkur Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári. Þetta er búið að vera helv*** gott ár nema hvað mar var próflaus helminginn af árinu :? vona að mar komist á samkomu ef hún verður áður en árinu líkur, annars sjáumst við bara hressir og kátir árið 2003

Kveðja Raggi M5

Author:  Allan E36 [ Tue 24. Dec 2002 23:49 ]
Post subject: 

jæja þetta er búið að vera ágætt ár var vont á tímabili (´88 mmc lancer) en það batnaði með hverjum deginum ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs og vonast til að fá sem flesta hérna fyrir norðan um 17 júní. Sýnum fólkinu flotta bíla 8) en já ég þekka fyrir ráðinn semað ég hef fengið og þa sem aðég á eftir að fá og skemmtiði ykkur vel um hátíðina og Keyrið varlega!!!!!! :)

Author:  GHR [ Wed 25. Dec 2002 11:49 ]
Post subject: 

Já, Gleðileg jól og farsælt komandi ár allir :D

Þetta er búið að vera mjög gott bílaár hjá mér, ég hoppaði upp úr 520IA '91 og upp í 750IA '93 (hélt að það væri bara fjarlægur draumur, en ég fékk hann á svo anskoti góðum deal)

Svo vill ég líka þakka fyrir öll ráð og ábendingar sem ég fékk og vona að næsta ár verði bara enn betra hjá öllum meðlimum



Sá flotta mynd á annarri síðu, og held að hún eigi heima hér líka :)
Image

Author:  Svezel [ Wed 25. Dec 2002 14:55 ]
Post subject: 

Gleðileg (BMW)jól og farsælt komandi (BMW)ár allir saman

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/