Gleðileg Jól Strákar,
Mér sýnist ekki ætla verða mikið úr þessum vetri,
Vonandi verður ekki neitt,
Þetta ár er búið að vera mjög ROSALEGT hjá mér búinn að upplifa meir heldur en ég þarf að kven veseni, og á sama tíma búinn að læra mikið frá þeim líka, flutti í bæinn og svo aftur til baka, flutti svo í mína eigin íbúð,
Bílalega séð var þetta nokkuð slappt ár, tapaði einni spyrnu allt árið, hafði gaman með toppinn niðri, kláraði ekki að fá skoðun fyrir 03 á bílinn, vélin bara 225hp vegna skorts á Vanos,
var ekki með power á bremsunum eða vökvastýri mest allt árið né O2 skynjara
kláraði 2 brake boostera og eina vökvastýris dælu, einn gang af dekkjum og borgaði rúmlega 60þús fyrir súper sjaldgæfar BBS Basketweaves "15 BMW felgur náði ekki að kaupa "17 felgurnar sem ég ætlaði að kaupa, og það var klesst á mig, hvernig næsta ár verður getur ekki verið verra heldur enn þetta, ég einnig fann flotta kalla sem hjálpuðu við að gera við smáhluti þegar maður komst ekki í það sjálfur vegna skorts á aðstöðu, 2600kr tíminn hjá þeim,
,
og svo hata ég rigningu alveg útaf lífinu,
Ég veit að næsta ár verður það stærsta á íslenskum bílamælikvarða, á síðustu 2 árum er íslensk bílamenning þvílíkt búin að taka stakka skiptum það er alveg rosalegt að hafa fylgst með þessu,
Ég veit að BMWKraftur er stærsti bíla klúbbur sem heldur uppá eina tegund, þ.e við erum allir BMW áhugamenn, og við verðum að halda áfram að stækka, það er svo mikið sem við getum gert sem klúbbur, og "The only way is up from here"
Það hefði verið súper ef þessi klúbbur hefði verið stofnaður fyrir svona 4árum þá væri hann ofboðslega stór núna og BMW væri mikið vinsælli bílar í dag, þótt að ekki vanti áhugann á þeim nú þegar, það er okkar að sjá, meta, sýna, læra á BMW og koma okkar skoðunum á framfæri hér,
_________________ With great challenges comes great engineering. Gunnar Reynisson 
|