bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá leiðinda óheppni
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4846
Page 1 of 2

Author:  Moni [ Thu 04. Mar 2004 20:07 ]
Post subject:  Smá leiðinda óheppni

Ég man að það var þráður hérna um daginn, einhver sem var brjálaður útí lögguna fyrir að hafa sektað sig... ákvað að gera bara nýjan þráð...

Málið er það að ég er búinn að vera með próf í tæp 3 ár... og áður keyrði ég alltaf eins og bavíani, fékk sektir og punkta hægri vinstri og missti prófið vegna hraðaksturs o.s.frv.

En ég ákvað að snúa við blaðinu og haga mér eins og maður í umferðinni, þó ég keyri greitt í dag þá hætti ég glannaskapnum...

Ég er búinn að vera sektalaus í eitt ár og þá þarf allt að gerast...

Ég var að keyra heim úr vinnunni um daginn, var í 50 götu, var þreyttur og hlakkaði til að komast heim og var óvart á 89 km/h niður eina brekku, jú þá mætti ég löggunni... Sekt: 30.000 og 3 punktar

Svo var það í sömu vikunni að ég var á leiðinni til keflavíkur, er á reykjanesbreutinni á þægilegum ferðahraða, er svo farinn að auka hraðann smátt og smátt og mæti þá löggunni í keflavík á 131 km/h... Sekt: 30.000 og 2 punktar

20 mínútum seinna mæti ég annarri löggu frá keflavík á 115 km/h... Sekt: 20.000 og 1 punktur

Mér tókst í einni viku að fá 80.000 króna sekt og 6 punkta á skírteinið: Ómetanlegt (hljómar eins og Eurocard auglýsing :lol: :lol: )... obbobbobb ég held að ég ferðist um núna eins og ég sé í ökukennslu :D

'Eg er með radarvara en hann er GREINILEGA ekki að gera gagn, honum VERÐUR hent :twisted:

Ég var aldrei brjálaður við löggurnar, heldur vissi uppá mig sökina og spjallaði bara við löggurnar eins og menn, þó að þetta sé nú ekki það skemmtilegasta sem ég hef fengið...

Author:  Jss [ Thu 04. Mar 2004 20:10 ]
Post subject: 

Þetta er ótrúlega stuttur tími til að fá svona marga punkta og sektirnar ekki skárri. En gott að þú tókst/tekur þessu í rólegheitum.

Author:  Moni [ Thu 04. Mar 2004 20:13 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Þetta er ótrúlega stuttur tími til að fá svona marga punkta og sektirnar ekki skárri. En gott að þú tókst/tekur þessu í rólegheitum.


Ójá, mjög stuttur tími... ég er núna einum punkti frá prófleysi (er með 11 stykki :oops: )... þannig að greyið Hondan mín fær að lifa í rólegheitum næstu mánuði :D

Author:  Gunni [ Thu 04. Mar 2004 20:28 ]
Post subject: 

Ég ætla ekki að vera leiðinlegur, EN ef þú ert tekinn á leiðinni til keflavíkur þá ferðu ekki yfir 100 aftur !!!

Ég var að keyra til keflavíkur um daginn á löglegum hraða og minn radarvari virkaði alveg þvílíkt vel LANGAR leiðir!

Author:  Heizzi [ Thu 04. Mar 2004 20:48 ]
Post subject: 

þetta er nú meira svekkelsið :? En helvíti eru menn kaldir, ég hefði keyrt eins ökukennari eftir fyrsta böst, hvað þá annað :)

Author:  Djofullinn [ Thu 04. Mar 2004 21:12 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Ég ætla ekki að vera leiðinlegur, EN ef þú ert tekinn á leiðinni til keflavíkur þá ferðu ekki yfir 100 aftur !!!

Ég var að keyra til keflavíkur um daginn á löglegum hraða og minn radarvari virkaði alveg þvílíkt vel LANGAR leiðir!

Hvernig radarvara ertu með? mer er nebbla að spá sko :)

Author:  Gunni [ Thu 04. Mar 2004 21:23 ]
Post subject: 

Ég er með Cobra 9xxx man ekki alveg númerið.

Author:  bebecar [ Thu 04. Mar 2004 22:26 ]
Post subject: 

Moni wrote:
Jss wrote:
Þetta er ótrúlega stuttur tími til að fá svona marga punkta og sektirnar ekki skárri. En gott að þú tókst/tekur þessu í rólegheitum.


Ójá, mjög stuttur tími... ég er núna einum punkti frá prófleysi (er með 11 stykki :oops: )... þannig að greyið Hondan mín fær að lifa í rólegheitum næstu mánuði :D


Þvílík óheppni maður - 80 þús... það hefði nú dugað fyrir sumarfríi á sólarströnd ](*,)

Author:  zneb [ Fri 05. Mar 2004 00:29 ]
Post subject: 

Quote:
Hvernig radarvara ertu með? mer er nebbla að spá sko


Mæli eindregið með whistler euro 945. Er að virka þrusuvel hjá mér. Búinn að bjarga mér nokkrum sinnum og félögum mínum mjög oft sem ég hef lánað hann. Drýfur langt og gefur líka sama sem ekkert af fölskum viðvörunum miðað við aðra sem maður hefur notað. Treysti honum 100%. Er á mjög sanngjörnu verði (20.000 í fríhöfninni, u.þ.b. 23.000 í aukaraf). Aðrir farþegar dást m.a.s yfir því hvað hann virkar vel. Lúkkar líka alveg nokkuð vel.

P.s. ég er ekki sölumaður hjá aukaraf né tengist þeim á nokkurn hátt :D

Author:  Wolf [ Fri 05. Mar 2004 01:47 ]
Post subject:  .

Maður hefði nú hætt í bili þegar þetta var orðið 60Þús, :wink: En þú átt heiður skilið fyrir að taka þessu svona vel..... Það hefði samt verið fyndið að segja við Keflavíkur löggurnar sem stoppuðu þig í seinna skiptið: "kommon strákar, það er nýbúið að taka mig á 131 getum við ekki gleymt þessu"....he he he

Author:  Bimmser [ Fri 05. Mar 2004 09:08 ]
Post subject: 

og er þá ekki spurningin... hver hefur verið stoppaður með minna millibili en Moni???

Author:  Moni [ Sat 06. Mar 2004 20:27 ]
Post subject:  Re: .

Wolf wrote:
Maður hefði nú hætt í bili þegar þetta var orðið 60Þús, :wink: En þú átt heiður skilið fyrir að taka þessu svona vel..... Það hefði samt verið fyndið að segja við Keflavíkur löggurnar sem stoppuðu þig í seinna skiptið: "kommon strákar, það er nýbúið að taka mig á 131 getum við ekki gleymt þessu"....he he he


Hehehe trúðu mér ég gerði það, eða reyndar hljómaði það svona... " Góða kvöldið, hvað nú?" :lol:

'Eg var búinn að vera á 90 strax eftir fyrra böstið en einhvern veginn rann löppin fastar á pedalann, og ég verð nú að segja að mér finnst þetta ekki mikill hraði (115 meina ég)... Það var engin hálka og ég var næstum eini bíllinn á veginum... en jú þetta er víst of mikill hraði... En nútíma maðurinn lifir bara á svo miklum hraða :D

Hissa á að ég fékk ekki 2 fyrir 1, ég hlýt allavega að fá klippikort, ehehe :D :lol:

Author:  Benzari [ Sun 07. Mar 2004 00:37 ]
Post subject: 

:D :D :oops: :? :?
Slapp ansi vel í kvöld.
Tveir félagar á mótorhjólum voru að checka á ökumönnum fyrir framan Alþingishúsið og bentu mér vinsamlegast á að vera ekki með kveikt á kösturunum, sagði herrann vera 10.000.kr. sekt fyrir þetta brot en þar sem þetta væri ekki svartur BMW þá sleppti hann mér í þetta sinn :lol: :lol: :lol:

Author:  Jss [ Sun 07. Mar 2004 01:55 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
:D :D :oops: :? :?
Slapp ansi vel í kvöld.
Tveir félagar á mótorhjólum voru að checka á ökumönnum fyrir framan Alþingishúsið og bentu mér vinsamlegast á að vera ekki með kveikt á kösturunum, sagði herrann vera 10.000.kr. sekt fyrir þetta brot en þar sem þetta væri ekki svartur BMW þá sleppti hann mér í þetta sinn :lol: :lol: :lol:


Þetta er nú ljóta bílþáttamismununin, en ég er ekki á svörtum BMW þannig að ég ætti ekki að kvarta þannig að. :lol2: :rofl:

Author:  Djofullinn [ Sun 07. Mar 2004 12:32 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
:D :D :oops: :? :?
Slapp ansi vel í kvöld.
Tveir félagar á mótorhjólum voru að checka á ökumönnum fyrir framan Alþingishúsið og bentu mér vinsamlegast á að vera ekki með kveikt á kösturunum, sagði herrann vera 10.000.kr. sekt fyrir þetta brot en þar sem þetta væri ekki svartur BMW þá sleppti hann mér í þetta sinn :lol: :lol: :lol:

Segið svo að sumar löggur mismuni ekki fóki ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/