bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Skráning Meðlima https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4835 |
Page 1 of 2 |
Author: | Gunni [ Thu 04. Mar 2004 12:45 ] |
Post subject: | Skráning Meðlima |
Meðlimaskráning í BMWKraft. Jæja nú er komið að því að skrá meðlimi. Við höfum ákveðið að taka upp væg meðlimagjöld, sem eru 2500 kr. fyrir fyrsta árið. Þeir sem gerast meðlimir fá meðlimakort, sem gildir sem afsláttur hjá fyrirtækjum eins og B&L, Tækniþjónustu Bifreiða, Nesdekk og fleiri munu koma von bráðar. Meðlimir BMWKrafts munu líka njóta þess að styrkja klúbbinn í því að fá ódýrara á alla viðburði á vegum klúbbsins, s.s. bjórkvöld, poolmót ofl. Meðlimir munu ganga fyrir í sambandi við alla umferð um vefinn og verða ákveðin svæði aðeins opin fyrir gilda meðlimi BMWKrafts. Meðlima gjaldið er s.s. 2500 kr. fyrir fyrsta árið og fylgja BMWKrafts límiðar með í því gjaldi (einn í afturrúðu eða tveir í hliðarrúðu) og til að komast inní skráningarformið er hægt að smella hér: Skráning í BMWKraft Munið bara að millifæra skv. leiðbeiningum á skráningarsíðunni strax eftir skráningu. Frá og með í dag eru gömlu kortin ógild! Ef að einhver er forvitinn um ástæður þessa ákvörðunar þá er hún einföld. Það að halda svona klúbbi gangandi krefst þess að eitthvað fjármagn sé til staðar. Borga þarf gjöld af lénum og vefsvæðum og einnig auðveldar það að halda skemmtanir og önnur mót meðlimanna. Meðlimir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fé þeirra sé glatað þar sem að mikill sparnaður fæst með notkun kortanna. Þar að auki er umframpeningur notaður til þess að greiða niður skemmtanir fyrir meðlimi. p.s. þeir sem skrá sig fyrir miðja næstu viku geta átt von á mjög skemmtilegum glaðningi. Þeir sem skrá sig fyrir pool mótið þurfa bara að borga 700 kr. þátttökugjald í stað 1000 kr. |
Author: | Halli [ Thu 04. Mar 2004 18:07 ] |
Post subject: | |
er þetta orðin skráður klúbbur ![]() |
Author: | Gunni [ Thu 04. Mar 2004 18:22 ] |
Post subject: | |
Það er í vinnslu eins og er. Það verður ljós vonandi í næstu viku hvernig það fer... |
Author: | jens [ Thu 04. Mar 2004 18:33 ] |
Post subject: | |
Er verið að loka spjallinu á þá sem ekki skrá sig, eða verða þeir sem borga félagsgjald í svona VIP aðstöðu innan klubbsins ![]() ![]() ![]() |
Author: | Gunni [ Thu 04. Mar 2004 19:35 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Er verið að loka spjallinu á þá sem ekki skrá sig, eða verða þeir sem borga félagsgjald í svona VIP aðstöðu innan klubbsins
![]() ![]() ![]() Það er alls ekki verið að loka spjallinu fyrir þá sem gerast ekki meðlimir. Það verður hins vegar þannig að ákveðnir hlutar síðunnar í heild verða aðeins opnir fyrir meðlimi. Öllum er áfram frjálst að stunda spjallið. Við stjórnendur vonum að allir þeir sem hafa verið virkir hér, en kjósa ekki að gerast meðlimir, haldi áfram að stunda spjallið af kappi! |
Author: | rutur325i [ Thu 04. Mar 2004 20:58 ] |
Post subject: | |
mér finnst þetta bara sniðugt , núna reynir á það hver er bmw hneta og hver ekki ! ég reyndar stökk svoldið á mig og skráði mig áður en ég las lengra svo ég fer bara í bankann á morgun og geng frá pool mótinu og skráningunni |
Author: | Logi [ Thu 04. Mar 2004 21:52 ] |
Post subject: | |
Þetta er flott, núna er þetta orðið alvöru alvöru, svona keppnis.... Búinn að skrá mig og borga ![]() |
Author: | Alli [ Mon 08. Mar 2004 22:10 ] |
Post subject: | |
Mjög sniðugt og ekki há upphæð meðað við það sem þú færð í staðin. Skrái mig um leið og ég fjárfesti í mínum fyrsta bimma.. |
Author: | Kristjan [ Mon 08. Mar 2004 23:56 ] |
Post subject: | |
Þarf maður að eiga bimma til að vera meðlimur? |
Author: | Gunni [ Tue 09. Mar 2004 00:01 ] |
Post subject: | |
Kristjan wrote: Þarf maður að eiga bimma til að vera meðlimur?
Það þarftu ekki endilega. BMWKraftur er klúbbur eigenda og áhugamanna um BMW. 5.gr samþykkta félagsins (kemur á netið very soon): Aðild að félaginu er opin öllum þeim sem hafa áhuga á málefnum félagins og sækja þeir um á heimasíðu félagsins. |
Author: | oskard [ Tue 09. Mar 2004 01:02 ] |
Post subject: | |
En þess má geta að afslættir hjá fyrirtækjum gilda aðeins fyrir hluti/vinnu í BMW ![]() |
Author: | Gunni [ Tue 09. Mar 2004 16:04 ] |
Post subject: | |
Ég vill bara minna á það að skráningin er í fullum gangi. Þeir sem verða búnir að skrá sig fyrir fimmtudaginn 11. mars eiga svo von á gríðarlega spennandi atburði á fimmtudaginn. Meira um það í kvöld. |
Author: | hlynurst [ Tue 09. Mar 2004 16:06 ] |
Post subject: | |
Jæja... skráði mig í fyrradag held ég. Fæ ég þá kassa af bjór á fimmtudag? ![]() |
Author: | Aron [ Tue 09. Mar 2004 20:40 ] |
Post subject: | |
Ég er orðinn forvitinn, hversu margir eru búnir að skrásig? |
Author: | einson [ Wed 10. Mar 2004 09:28 ] |
Post subject: | |
Gunni wrote: Ég vill bara minna á það að skráningin er í fullum gangi.
Þeir sem verða búnir að skrá sig fyrir fimmtudaginn 12. mars eiga svo von á gríðarlega spennandi atburði á fimmtudaginn. Meira um það í kvöld. Mig langar að benda á að fimmtudagurinn er 11. mars og föstudagurinn 12. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |