bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Z3??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4833
Page 1 of 1

Author:  Leikmaður [ Thu 04. Mar 2004 10:57 ]
Post subject:  Z3??

...sælir, drengir (og aðrir)!!
Hvernig er með þessa Z3 bíla, hvernig er með vélastærðirnar í þeim??
1.8-1.9 og hvað er síðan??
Hafiði einhverja reynslu?? hvernig eru þeir t.d. að virka með þessum litlu 1.8-1.9 vélum.....

Author:  Leikmaður [ Thu 04. Mar 2004 11:58 ]
Post subject: 

...hva' veit engin neitt um Z3, það hlýtur einhver að hafa prófað svona bíl ;)

Author:  Svezel [ Thu 04. Mar 2004 12:08 ]
Post subject: 

Fyrst var aðeins í boði 1.8l 118hö vél sem varð síðan 1.9l 143hö (sama og í 318is). Seinna komu svo 2l, 2.3L og 2.8l 6cyl vélarnar sem skiluðu 150, 170 og 193hö.

Svo árið 2001 minnir mig komu 2.5l og 3.0l vélar sem voru 185 og 231hö.
Ég hef ekki prófað Z3 með 1.9 en get lofað því að 2.8l bíllinn er mjög skemmtilegur :wink:

Author:  gstuning [ Thu 04. Mar 2004 12:14 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Fyrst var aðeins í boði 1.8l 118hö vél sem varð síðan 1.9l 143hö (sama og í 318is). 1997(ef ég man rétt) komu svo 2l og 2.8l 6cyl vélarnar sem skiluðu 150 og 193hö.

Svo árið 2001 minnir mig komu 2.3l og 3.0l vélar sem voru 170 og 231hö.

Ég hef ekki prófað Z3 með 1.9 en get lofað því að 2.8l bíllinn er mjög skemmtilegur :wink:


það var ekki 3.0 heldur 3.2

Author:  Svezel [ Thu 04. Mar 2004 12:17 ]
Post subject: 

M roadster og Coupe eru 3.2 en einnig var til 3.0 ekki M

Author:  bebecar [ Thu 04. Mar 2004 13:08 ]
Post subject: 

Sammála Sveinbirni, auk þess er M 321 hestafl en ekki 231 eins og þriggja lítra vélin.

Author:  fart [ Thu 04. Mar 2004 13:20 ]
Post subject: 

ég hef prufað svona 1.9 bíl.. fannst hann bara ágætur, eingin rosa kraftur, en samt skemmtilegur sumarbíll.

Author:  Leikmaður [ Thu 04. Mar 2004 13:46 ]
Post subject: 

aiighta... þannig að þetta er eiginlega bara sama véla-uppröðun og í þristunum!!
Var bara að spá í svona bíl og virðist sem nánast engin hérna heima sé yfir 1.9, nema þá ///M og 2.8!!

...Verður maður ekki allaveganna að prufa að eiga einn svona tveggja sæta roadster, blæju yfir ævina??

Author:  Haffi [ Thu 04. Mar 2004 13:55 ]
Post subject: 

Ójú... það er algjört möst að eiga blæjubíl allavega einusinnið eða 10 sinnum ! :twisted:

Author:  arnib [ Thu 04. Mar 2004 15:08 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
aiighta... þannig að þetta er eiginlega bara sama véla-uppröðun og í þristunum!!
Var bara að spá í svona bíl og virðist sem nánast engin hérna heima sé yfir 1.9, nema þá ///M og 2.8!!

...Verður maður ekki allaveganna að prufa að eiga einn svona tveggja sæta roadster, blæju yfir ævina??


Helst einn tveggja sæta, og einn fjögurra sæta.. :burnout:

Author:  Thrullerinn [ Thu 04. Mar 2004 17:18 ]
Post subject: 

Image
Z3 bíllinn = mitt álit.. er svona mitt á milli þess að vera sportbíll og venjulegur fólksbíll. Ef menn kaupa hann sem "sportbíl" þá verða þeir eflaust fyrir vonbrigðum. Þessi bíll er geggjaður í snjó, maður fer allt á þessu, eina helvítis böggið við þennan bíl er plastrúða í blæjunni, en hún verður ónýt á sex mánuðum eða svo, kostar 27 þúsund kall. Annars er krafturinn þokkalegur... hann er líka flottur, nettar línur.. sérstaklega "Shark" grindurnar á hliðunum.

Author:  Jss [ Thu 04. Mar 2004 20:07 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Þessi bíll er geggjaður í snjó, maður fer allt á þessu, eina helvítis böggið við þennan bíl er plastrúða í blæjunni, en hún verður ónýt á sex mánuðum eða svo, kostar 27 þúsund kall.


Hvað er það nákvæmlega sem skemmist? Rispast hún svona svakalega eða hvað er það?

Author:  Aron [ Thu 04. Mar 2004 22:28 ]
Post subject: 

Verður hún ekki bara svona hvít eða þannig eins og það sé alltaf móða á henni, hef séð nokkrar þannig.

Author:  Thrullerinn [ Fri 05. Mar 2004 09:46 ]
Post subject: 

Jú, eins og móða, það er reynar til eitthvað efni sem hreinsar þetta vel, ég reyndi að hafa upp á því en fann ekki (þeir sem sjá um standsetningar fyrir B&L eru með þetta efni hjá sér) , ég skipti einu sinni um rúðuna, hún er fest með rennilás :shock:

Author:  Jss [ Fri 05. Mar 2004 11:54 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Jú, eins og móða, það er reynar til eitthvað efni sem hreinsar þetta vel, ég reyndi að hafa upp á því en fann ekki (þeir sem sjá um standsetningar fyrir B&L eru með þetta efni hjá sér) , ég skipti einu sinni um rúðuna, hún er fest með rennilás :shock:


Ég get ábyggilega pantað þetta efni fyrir þá sem eru með blæjubíla, þarf bara að athuga verð og annað slíkt.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/