bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Svartur 318 með BMW límmiða í framrúðunni
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4815
Page 1 of 1

Author:  Skuli [ Wed 03. Mar 2004 15:39 ]
Post subject:  Svartur 318 með BMW límmiða í framrúðunni

Veit einhver hérna eitthvað um þennan bíl? Hvort hann hafi lennt í einhverju tjóni eða eitthvað? Er að spá, ég veit að þetta er kraftlaust og allt það, en ég er í skóla og tími ekki að kaupa mér aflmeiri bíl :(

Hérna er hann:
http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=912228

Author:  alpina.b10 [ Wed 03. Mar 2004 15:49 ]
Post subject:  .

frændi minn á þennan bíl og ég veit ekki betur en að þessi bíll sé í toppstandi. Hann er tjónlaus.
hann fer ekki neðar en 580þúsund en þá líka í peningum
ekki einhverjar druslur uppí :wink:

Author:  gunnar [ Wed 03. Mar 2004 17:08 ]
Post subject: 

Það vill nú bara svo til að ég reynsluók þessum bíl núna um daginn, ágætis bíll sko, heyrist eitthvað glamr í pústinu, gæti verið gat á því, og ef þú kaupir hann guðs bænum taktu þessa límiða af honum, og já, spegillin er í tómu tjóni. En ég held fyrir þennan pening er þetta fínn bíll. :D

Author:  moog [ Wed 03. Mar 2004 18:21 ]
Post subject: 

Ég hefði aldrei grunað að þetta væri BMW fyrr en ég sá límmiðan í framrúðunni... #-o

Author:  Hulda [ Wed 03. Mar 2004 19:26 ]
Post subject: 

ekki mikill peningur fyrir ágætisbíl!! :shock:

Author:  Skuli [ Thu 04. Mar 2004 11:42 ]
Post subject: 

Var að prufa hann. Mér fannst hann helvíti laus eitthvað, sennilega ónýtur dempari að aftan, smá rið í honum, handfangið farþegamegin framí festist uppi þegar hann er opnaður og smurbókin í honum er með 1 færslu, hann er ekinn 170 þús og var smurður í 160 þús, átti að vera smurður í 168 en var ekki smurður þá, ég er ekki sáttur við það að fá ekki smurbók en ég ætla að láta setja hann í söluskoðun á mánudaginn ef ég er enn að spá í honum......

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/