bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 21:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 04. Mar 2004 01:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Var næstum búinn að gleyma að pósta þessu. Skrifað fyrir nokkrum
vikum og aðeins lagað til núna, vonandi ekki stútfullt af stafsetningavillum
og rugli. ;-)

-------------------------------------------------------------

Image

Titill: BMW Cars
Höfundur: Martin Buckley
Ljósmyndir: Nick Dimbleby

ISBN: 0760309213
Útgefandi: Motorbooks International; (December 2001)
Amazon: http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/de ... 760309213/


Bókin BMW Cars fer yfir sögu bílaframleiðslu BMW allt frá því fyrir
fyrri heimsstyrjöld, erfiðleika eftir stríðsáranna, uppgang BMW á sjöunda
áratugnum og allt til aldamóta. HÖfundurinn, Martin Buckley, hefur
skrifað um bíla síðan 1985 og hefur skrifað fyrir ýmis blöð, til dæmis
Classic Cars, Top Gear, CAR og Motor Trend.

Texinn er skemmtilegur og er laus við að vera eingöngu þurr upptalning á
bílum eins og stundum vill vera í svipuðum bókum. Martin fléttar einnig
inn í frásögnina lýsingum á þjóðfélagslegum og pólitískum aðstæðum sem
höfðu oft áhrif á ákvarðanir og framleiðslu BMW.

Ljósmyndir Nicks Dimbleby eru margar og mjög góðar og þær fylgja texta
bókarinnar vel.

Það sem mér fannst skemmtilegast við bókina var hversu mikið er um
lýsingar á bílunum, hvernig framleiðslu var háttað, aksturseiginleikum,
útbúnaði og þessháttar. Þetta er líka skemmtilega fléttað inn í hugmyndir
höfundar á hvað lá á bak við ákvarðanir BMW um ýmsa hluti. Hvernig stóð
á því að bíll eins og Isettan var framleidd? Hvað gerði Neu Class bílana
svona vinsæla og hvað olli ákvörðun BMW að fara út í þá framleiðslu?
Þetta eru dæmi um hluti sem höfundur veltir fyrir sér og tengir inn í það
mannlífi eftirstríðsáranna og pólitíkinni í Þýskalandi sem vissulega hafði
að einhverju leiti áhrif á BMW sem og aðra þýska bílaframleiðendur.

Saga BMW er að mörgu leiti mjög merkileg allt frá upphafi og umskiptin
mikil. Til dæmis átti fyrirtækið mjög erfið ár eftir seinni heimsstyrjöld
en tókst að snúa því frá gjaldþroti í þann risa sem fyrirtækið er í dag.
Margar ákvarðanir sem fyrirtækið hefur tekið hafa verið alveg blákaldar og
í gegnum árin má segja að BMW hafi fetað millivegin milli nýjungagirni og
fortíðarhyggju mjög vel því þegar allt kemur til alls er þetta jú bara
"bissness" og þar hefur þýska skynsemin komið sér vel fyrir BMW.

Allt í allt get ég alveg mælt með þessari bók bæði til fróðleiks og
skemmtunar. Eina sem angraði mig örlítið var að höfundurinn hefði jafnvel
mátt hætta eftir tíunda áratuginn því eftir 1990 er stiklað allt of mikið
á stóru og frásögnin verður ruglingsleg og erfitt að fylgjast með. Textinn
dettur í það að verða meira tóm upptalning og ekki nærri eins skemmtilegur
og öll bókin fram að því. Líklega má kenna því um að það er auðvitað
frekar stutt liðið og sagan að mörgu leiti ekki farin að segja sig. Þetta
eru þó bara síðustu blaðsíður bókarinnar svo þetta dregur bókina alls ekki
niður í heild.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 04. Mar 2004 08:50 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Stórsnjallt hjá þér.

Ég tel að það gæti verið sniðugt að hafa sér þráð t.d. fyrir upplýsingar um BMW og þar mætti hafa inni módelgerðirnar og myndir af þeim öllum og svo greinar um bílana eða greinar um BMW bækur.

Þetta er nú einmitt sá hluti sem maður hefur kannski mestan áhuga á að vita afhverju "þetta" gerðist og pólitískar og félagsfræðilegar ástæður sem liggja til grundvallar þegar rétt ákvörðun er tekin!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group