bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig finnst ykkur X3 útlitið ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4803
Page 1 of 1

Author:  Wolf [ Tue 02. Mar 2004 18:00 ]
Post subject:  Hvernig finnst ykkur X3 útlitið ?

Ég var að skoða þessa X3 sem eru uppí BogL og ver eiginlega að viðurkenna að mér finnst þeir bara alls ekki vera að gera sig uppá lookið að gera. Ég er þó aðallega að tala um fram og aftur endann, sem mér finnst bara hreinlega ljótir. Þeir eru flottir að innan, en útlits línurnar finnst mér bara ekki í lagi, rayndar er maður kannski að miða of mikið við X5 sem er OFUR fallegur í alla staði. Hvað finnst ykkur ?

Author:  Benzer [ Tue 02. Mar 2004 18:07 ]
Post subject: 

Mér finnst allt í lagi með allt nema þennan afturenda finnst hann forljótur..

Author:  Wolf [ Tue 02. Mar 2004 18:11 ]
Post subject:  .

Ég vil bara taka það skýrt fram að ég er bara að tala um útlit, ekkert annað. Ég er heldur ekki að fullyrða neitt, þetta eru bara mínar skoðanir, svo það sé á hreinu.

Author:  Jökull [ Tue 02. Mar 2004 18:38 ]
Post subject: 

Ég er sammála benser þetta er forljótur efturendi!!!!

Author:  bebecar [ Tue 02. Mar 2004 18:46 ]
Post subject: 

Mér fannst hann koma vel út á myndum og mátti sosem vita það að þá yrði hann ljótur "up close". Mér finnst X5 betur heppnaður.

Svo er ég ekki að fíla þetta harðplast í innréttingunni...

Author:  vallio [ Tue 02. Mar 2004 18:55 ]
Post subject: 

Mér finnst x3 bara ekki sem verstur...
en mér finnst x5 alveg geðveikur 8)

Author:  Thrullerinn [ Tue 02. Mar 2004 20:57 ]
Post subject: 

Ég fór og prófaði X3 jeppann um helgina, rosa fínn, risastór topplúga, nánast allt þakið sem opnast., en fyrir rúmar 6 m.kr. þá væri skynsamlegra að fara í X5 enda töluvert stærri og meiri bíll..

Author:  BMWaff [ Tue 02. Mar 2004 22:32 ]
Post subject: 

Mér fannst hann ljótur á myndum.. en þegar ég fór að skoða hann (reyndar ekki að innan) þá er hann bara nokkuð nettur...

Author:  Tommi Camaro [ Wed 03. Mar 2004 01:35 ]
Post subject: 

STRUPA JEBB x5 rules

Author:  Haffi [ Wed 03. Mar 2004 03:48 ]
Post subject: 

Ykkur finnst hann ekki LJÓTUR í merkingu orðsins!
Og ekki reyna segja mér annað =)

En hann er samt ekki alveg að FÚNKERA sem BMW að aftan :(

Author:  Jss [ Wed 03. Mar 2004 09:26 ]
Post subject: 

Mér finnst X3 vera flottur en samt væri hann nú flottari með samlita fram- og afturstuðara í stað þess að hafa þá ómálaða. :?

Author:  Hulda [ Wed 03. Mar 2004 11:59 ]
Post subject: 

ég sá myndir af honum um daginn mér fannst hann
ekkert voðalega spes, en ég á örugglega eftir að skoða
fleiri myndir af x-3 svo að marr fer kanski að líta á það
öðruvísi!!
U never know!

Author:  Gunni [ Wed 03. Mar 2004 12:30 ]
Post subject: 

Ég fór uppí bogl og skoðaði þennan X3. Mér finnst hann frekar misheppnaður að framan.

En kannski venst þetta. Maður veit ekki, kemur í ljós.

Author:  Wolf [ Thu 04. Mar 2004 00:55 ]
Post subject:  .

Ég held að hönnunar deildin hafi fengið að vera aðeins of frjálsleg með lookið. Það getur svo sem vel verið að fólki sem hefur ekki áhveðnar skoðanir um hvernig BMW eigi að líta út finnist hann flottur, en sem mikið BMW fan, finnst mér þeir hafa farið langt yfir strikið....plús það að verið á honum hér heima er fáránlegt þ.e 6.8 mill fyrir vel búinn bíl.

Author:  iar [ Thu 04. Mar 2004 01:06 ]
Post subject: 

Mér finnst hann mjög flottur fyrir það sem hann er. [flamesuit on]Sportlegur jepplingur[flamesuit off]

Mun passlegri stærð en X5 þó persónulega væri ég spenntari fyrir xDrive E46 eða E60 touring. ;-)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/