bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

þið megið giska einu sinni hvað kom fyrir í gær
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=480
Page 1 of 1

Author:  gstuning [ Sat 21. Dec 2002 14:57 ]
Post subject:  þið megið giska einu sinni hvað kom fyrir í gær

Jebbs það var keyrt á mig, bílinn og mig og kærustuna,

Orsök: Gamall kall ákvað að keyra út á götu þegar ég var að keyra hana og ók í veg fyrir mig, ég náði að beygja yfir á hin helminginn en aftur endinn fór samt í hann, þ.e farþega hurð og afturbretti,

Sökkar feitt, þegar allt var að byrja að líta vel út,

Hvað getur maður fengið E30 bíl með engarri vél á fyrir mikið, helst eftir ´88?

Ég vil halda blæju bílnum og látta í hann 4.4 eða 4.0 seinna meir, þá helst með 6gíra

Author:  Gunni [ Sat 21. Dec 2002 15:09 ]
Post subject: 

þetta er ömurlegt að heyra. er bíllinn þinn ónýtur ??? þvílík synd!! er ekki hægt að laga hann ?

Author:  Djofullinn [ Sat 21. Dec 2002 15:20 ]
Post subject: 

Þá færð alla mína samúð!!!
Ertu ekki samt í rétti?

Author:  Guest [ Sat 21. Dec 2002 15:39 ]
Post subject: 

sárt að lesa þetta. Er þeta mikið tjón??? :cry:

Author:  gstuning [ Sat 21. Dec 2002 16:20 ]
Post subject: 

Farþega hurðin og afturbrettið,

og "14 ál felga sem rifnaði, hún kostar svona 30-40þús í umboðinu,

nokkuð mikil skemmd en líklega ekki mjög mikið mál að gera við, bara hvað tryggingarnar segja ræður öllu hvað verður gert á næsta ári,

Ef þeir laga hann þá fer hann á besta verkstæðið, ef ekki þá þarf maður að leggja hausin í bleyti hvað er best að gera og hvernig maður kemst best útúr þessu.

Eitt núna er bíllinn skráður með vélina, þ.e hann fór í breyttingaskoðun, þeir verða þá að líta á bílinn sem mikið mikið meira virði heldur en venjulegur ´87 325i Blæjubíll?????????????
Ég bilast ef þeir reyna að setja hann á uppboð og látta mig fá skítá kanill fyrir bílinn,

það er ekki annað hægt að segja nema að ég held áfram að eiga E30 auðvitað, hef aldrei átt öðruvísi bíl, og mun ekki í bráð,

Það er víst alveg ljóst núna að ég er seinheppnasti maður þegar kemur að bílum, ég get ekki byrjað að ústkýra vesenið sem ég hef lent í síðan ég fékk minn fyrsta bíl,

Ég er ekki grenjandi þótt að ég ætti að vera það eyddi 14mánuðum í breyttinguna, og endalausum peningum,

Author:  montoya [ Sat 21. Dec 2002 17:02 ]
Post subject: 

ef það hjálpar eitthvað þá á ég eina svona 14" handa þér ein lítil beygla
í henni að innan en hægt að nota hana að aftan

Svo er líka til niðrá verkst. hjá Arnari 4 15" gylltar að innan held hann vilji fá 1000 kall á stykkið Hann frikki á þær sem vinnur á pústþj. Bjarkars.

Author:  gstuning [ Sat 21. Dec 2002 17:28 ]
Post subject: 

Mig vantar ekki aðra svona felgu, þetta kom með bílnum,

Ég á hvort eð er alveg haug af stáli, þetta var vardekksfelgan sem skemmdist þannig að ég á aðra og myndi nota stál sem varadekk,

Veit einhver af E30 boddy á íslandi í góðu standi,
Helst með diskum að aftan, vökvastýri, abs og topplúgu

það myndi vera 325i eða 323i

Author:  Gunni [ Sat 21. Dec 2002 19:40 ]
Post subject: 

hvernig er þetta? getur þú ekki ráðið því hvort þú lætur tryggingafélagið kaupa bílinn eða lagann ?? eða eru það þeir sem ákveða það ?

Author:  Djofullinn [ Sat 21. Dec 2002 19:44 ]
Post subject: 

Þú getur neitað því að selja þeim bílinn og fengið tjónið borgað út, en.... ef tjónið er metið á meira en bíllinn, borga þeir þér þá upphæð sem nemur verðgildi bílsinns

Author:  zx [ Sat 21. Dec 2002 20:20 ]
Post subject: 

damm !!!! sökkar feitt ! hjá hvaða tryggingafélagi ertu ? kæmi mér mjög á óvart ef þeir vilja borga meir en eitthvað smotterí fyrir bílinn ! Átti einu sinni gamlan benza sem var í súperstandi, ég spurði einmitt um hvað gerðist ef svona færi, því bíllinn væri margfalt verðmætari en árgerð segði til um, þá vildu þeir meta hann sérstaklega og setja klausu inn í kaskóið sem tilgreindi tryggingarupphæðina sem hann væri tryggður fyrir !

Author:  Guest [ Sun 22. Dec 2002 01:43 ]
Post subject: 

þessi trygginga félög eru bara okur fyrirtæki og ekkert annað,
ef við byggjum annarstaðar þá væru bílarnir ekki bara ódýrari heldur tryggingarnar líka.

Author:  Bjarki [ Sun 22. Dec 2002 14:00 ]
Post subject: 

Það er mjög ódýrt fyrir mig að tryggja minn bíl hérna heima m.v. útlönd. Erlendis þá er miklu dýrara að tryggja svona stóra bíla og ég tala nú ekki þegar vélarnar eru orðnar stórar, svona bílar lenda oftar í tjónum. Áður en ég keypti minn bíl þá tékkaði ég á þessu og það kostar það sama að tryggja 730/735/525/520 það kom mér mjög á óvart.

Author:  bebecar [ Sun 22. Dec 2002 16:05 ]
Post subject: 

Leitt að heyra þetta!

EN af fenginni reynslu þá ráðlegg ég þér að taka punkta með hvað þeir segja við þig, best væri ef þú gætir tekið upp á doktafón því þeir segja þér allt annað en þeir munu svo framkvæma.

Það er meiriháttar mál og mikil leiðindi að eiga við þessi fyrirtæki og þeir taka þig í þurrt ef þú gætir þín ekki á þeim.

Sérstaklega skaltu fá á hreint ef það á að gera við hann, hvernig staðið verði að varahlutainnkaupum. Því ef þeir sjá um það þá bera þeir ábyrgð á töfum.

Þeir láta þriðja aðila sjá um að panta til að fyrra sig ábyrgð en það er ólöglegt því þeir bera ábyrgð á þessu þótt þeir framselji verkið. Þeir munu þá líka segja að þú getir pantað varahlutina sjálfur.

Hafðu þetta á hreinu... og ef þú færð bíl á meðan þá skaltu ganga úr skugga um að þú hafir bílinn ef þeir klúðra pöntun.

Þú getur meilað á mig ef þú vilt eitthvað spyrja.

Author:  Djofullinn [ Tue 31. Dec 2002 15:59 ]
Post subject: 

Ef þig vanta E30 boddý þá rakst ég á þetta á kvartmila.is

til sölu bmw 320im 87 svartur þarnast lagfærinar með kittinu og öllu því dóti og lika
suzuki swift gti 91 rauður mjögfallegur og góður bill

endilega hafið samband

óskar s: 8468041 og 8691950
p.s skoða öll skipti !!!!!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/