bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýju Dekkin mín
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4697
Page 1 of 4

Author:  Dr. E31 [ Tue 24. Feb 2004 19:42 ]
Post subject:  Nýju Dekkin mín

Jæja þá er ég kominn með nýju dekkin. :D Þau eru af gerðinni Dunlop SP 9000, 245/45ZR17 að framan og 275/40ZR17 að aftan. Þetta kostaði mig c.a. 90.000 kr. komið til mín, takk fyrir.
Image
Image
Image

Author:  Jss [ Tue 24. Feb 2004 19:59 ]
Post subject: 

90.000 kr. með öllum gjöldum, flutningi og já bara öllu, þetta er hlægilegt verð, hvað hefðirðu þurft að borga fyrir þetta hérna?

Og hvaðan keyptirðu þetta (söluaðila) og hvað kostaði í gjaldmiðli þess lands?

Og já, til hamingju með dekkin. :) Þau ku vera góð, en þú veist nú ábyggilega allt um það. ;)

Author:  joipalli [ Tue 24. Feb 2004 20:13 ]
Post subject: 

Ég er einnig í dekkjahugleiðingum, er að spá í að panta gegnun Reifen.de. En Ingi getur þú sundurliðað kostnaðinn fyrir mig?

Author:  Dr. E31 [ Tue 24. Feb 2004 20:14 ]
Post subject: 

Hér heima hefði ég þurft að borga c.a. 170.000kr.
Ég keypti þetta frá www.tirerack.com og flutti inn með www.shopusa.is .
Þeir hjá Tirerack gátu ekki tekið við VISA kortinu mínu svo ég varð að "wire'a" peninginn út, það var eina cathið við þetta allt.

Author:  joipalli [ Tue 24. Feb 2004 20:21 ]
Post subject: 

Sýndir þú fram á að dekkin væru framleidd í Evrópu?

Því þá færðu vörugjaldið sem er 7.5% fellt niður

Author:  Alpina [ Tue 24. Feb 2004 22:35 ]
Post subject: 

Frábært verð... og að mínu mati dekk fyrir ÍSLENSKAR aðstæður.
Veit til þess að smarihamburg@hotmail.com kaupir eingöngu þessi dekk og er aðalástæðan regneiginleikar þess ekki slit eða þurrgrip osfrv.
heldur hversu greitt er hægt að aka á 560 SEC í rigningu er aðrir hægja ferðina............... :shock:

Sv.H

Author:  bebecar [ Tue 24. Feb 2004 22:44 ]
Post subject: 

Þetta er hræódýrt! Og verulega góð dekk, ég held að ending verði ekki vandamál á þessu ef þau endast eins vel og Dunlop SP7000 Wintersport dekkin gerðu á M5 bílnum...

Author:  Alpina [ Tue 24. Feb 2004 22:52 ]
Post subject: 

Er með SP 8000 hjá mér ((((((((Bestu dekk í heimi))))))) hehehehehe






segi nú bara svona

Author:  Dr. E31 [ Tue 24. Feb 2004 23:02 ]
Post subject: 

Ég valdi þau líka út af eiginleikum í vætu og verðinu. :wink:

Ég keypti líka Yokohama AVID S/T undir Capri'inn minn, þau kostuðu c.a. 30.000kr. Þau eru að fá alveg rosa fína dóma miða við verð.

Author:  Alpina [ Tue 24. Feb 2004 23:16 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
Ég valdi þau líka út af eiginleikum í vætu og verðinu. :wink:

Ég keypti líka Yokohama AVID S/T undir Capri'inn minn, þau kostuðu c.a. 30.000kr. Þau eru að fá alveg rosa fína dóma miða við verð.


Las grein í dönsku bílablaði og þar var E46 M3 prófaður með

Mich... BF.Goodr. Good-Year.. Dunlop.. Yoko.. Pir.. Toyo.. ofl.. held 10 framleiðendur...og G-Y vann á bestu tímum........ en Yoko, það slitnaði varla,,sá ekki á því meðan BFgood,, gjörsamlega tættust upp :x

Author:  Jss [ Tue 24. Feb 2004 23:35 ]
Post subject: 

Það var einmitt verið að tala um dekkjamál á m5board um daginn (og hefur verið í þónokkurn tíma) og þar komu Michelin Pilot Sport, Goodyear GSD3 dekkin og ein önnur dekk best út, þetta var semsagt könnun hvaða dekk notendum spjallborðsins þættu best, minnir að Goodyear dekkin hafi endað á toppnum. Man ekki hvar Pirelli dekkin stóðu, reyni að finna þetta á morgun.

Author:  vallio [ Tue 24. Feb 2004 23:56 ]
Post subject: 

gott verð (hlægilegt verð)
og skemmtilega breið :shock:

Author:  Svezel [ Wed 25. Feb 2004 00:04 ]
Post subject: 

Flott að heyra að shopusa er að virka, hef dálítið verið að spá í að panta í gegnum þá þar sem dollarinn er svo lár núna.

Gott verð og breiddin á afturdekkjunum er alvöru 8)

Author:  zazou [ Wed 25. Feb 2004 00:04 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
Hér heima hefði ég þurft að borga c.a. 170.000kr.


Spurt er: Er enginn metnaður hjá þessu liði hér heima að bjóða samkeppnishæf verð?
Er málið bara að okra á náunganum?

Ég var að skoða Pirelli P6000 dekk undir bílinn minn á Tirerack í gær og hingað komin í gegnum shopusa væru þau á 60þ.
80-100þ. hjá umboðsaðila :evil:

Author:  Benzari [ Wed 25. Feb 2004 00:35 ]
Post subject: 

Miðað við einkunnagjöf á Tirerack þá hefur Good Year GSD3 vinninginn í líftíma.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/