bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

G-Tech mælar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=462
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Wed 18. Dec 2002 02:35 ]
Post subject:  G-Tech mælar

Hafiði eitthverja reynslu af G-tech mælum? Þetta eru mælar sem mæla 0-60, 60-0, 1/4 , G og eitthvað smá í viðbót. (man ekki alveg en ég held líka HP - þ.e.a.s. RWHP
Ég hef heyrt margar sögur af svona mælum (góðar sögur) en mér finnst tíminn frekar ótrulegur sem þeir gefa upp.
Það sem ég skil ekki í sambandi við þessa mæla er það hvernig þeir virka, ég meina þú plöggar þessu bara í sígrettukveikjarann. Er þetta eitthvers konar kvikasifurstækni eða ???

Hvað segið þið? :roll:

Author:  Djofullinn [ Wed 18. Dec 2002 14:16 ]
Post subject: 

Þetta gæti verið soldið sniðugt ef þetta er eitthvað nákvæmt

Author:  GHR [ Wed 18. Dec 2002 14:26 ]
Post subject: 

Já, ég er alveg sammála því.
Það sem ég er bara ekki að fatta er það að hvernig þetta getur mælt allt þetta.
Ég veit að GsTuning og Stéfan eiga svona, þeir eru kannski til í að skrifa eitthvað um þetta?

Author:  gstuning [ Wed 18. Dec 2002 17:39 ]
Post subject: 

Það eru þyngdaraflsmælr í þessu,

Þ.e

til að mæla 0-60, verður mælirinnn að vera á 0.0 skekkju og svo af stað og þegar þú ferð af stað þá nemur mælirinn hversu mikil hröðunin er, það er annar mælir sem mælir hraðan, þ.e

ýmindið ykkur kúlur í spotta hangandi á bíl, þegar er gefið er í þá fara þær aftur á bak, þegar kúlan sem mælir hraðan er kominn X mikið þá veit mælirinn að þú ert kominn í 100kmh og hættir að mæla,

Þegar er mæld hestöfl þá er mældur sá kraftur sem tekur að flytja bílinn yfir x margar millisekúndur, þannig að maður setur inn þyngdina á bílnum og tekur af stað, mælirinn reiknar það að ef bíll er svona þungur og nær svona hröðun í G-um þá er hann svona mörg hestöfl,

Það leiðinlega við hann er að í bílum sem eru mjúkir þá náttúrulega þegar er gefið er í þá fer mælirinn með og heldur að það sé meiri hröðun heldur en er þá getur hann sýnt vitlaust, en á stýfum bíl þá er hann réttur, svo verður maður að vera á alveg réttum vegi, þ.e alveg láréttum gagnvart sjávarmáli,

Ég mældi 528i bíl og hann sýndi stock 0-100 tölur og frekar fyrir neðan í hestafla tölunum, við vorum ekki búnir að mæla hversu þungur hann er, það verður að vera akkúrat, ekki það sem stendur í bókinni,

Svo mældi ég minn einu sinni og var ekki með rétta tölu þá heldur og fékk 218 sem er í hjólin það var sama skekkja á þeirri mælingu og 528i mælingunni, og ég hef best fengið 5,3 sek í hundrað þá náði ég rosa góðu starti, annars þegar ég dropa kúplingunni í öðrum þá er hann að fara 6 í hundrað, þetta er með opið drif nota bene,


Mælirinn er best notaður á sama bíl fyrir og eftir breyttingar, sérstaklega dekkja skipti eða hestafla breytingar,

Það er hægt að hafa hann í gangi til að mæla g sem leggst á bílinn við akstur, þá getur maður séð hvort að maður sé að keyra sparlega eða ekki, svo er hægt að mæla 200m hliðar g-in en það er víst mjög ónákvæmar tölur sem koma úr því, ég hef ekki prófað það og hef ekki þörf fyrir það,

Nýji mælirinn hann getur sýnt kúrvuna því að hann pickar upp snúnings hraðan úr sígarettur kveikjara plögginu, það hlýtur að vera einhver tíðni sem truflast við snúninganna, ég væri til í að hafa þann mælir,

svo er líka hægt að mæla bremsun, bimminn minn var ágættur að mig minnir,

Author:  GHR [ Thu 19. Dec 2002 10:10 ]
Post subject: 

Þetta gæti verið sniðugt, kannski skellir maður sér á svona ef þetta er deilt á tvo eða þrjá.
Ég verð bara að segja það GsTuning að þú ættir að vera eðlisfræðingur eða eitthvað svoleiðis. Frábær svör (ítarlegt og nákvæm) alltaf hjá þér, greinilega með kollinn í lagi.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/