bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW/Benz viðmiðunnarverð ? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=45903 |
Page 1 of 2 |
Author: | Dezzice [ Fri 16. Jul 2010 14:04 ] |
Post subject: | BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Getur einhver hérna útskýrt fyrir mér afhverju viðmiðunnarverð á BMW og Benzum er alltaf LAAAAAAANGT undir ásettu verði? (Er að skoða bíla yngri en 7 ára gamla) Ég myndi alveg skilja einhverja nokkra hundraðkalla þarna í mismun ef bíll er lítið ekinn, vel með farin, með einhverjum aukabúnaði eða búið að dytta eitthvað að þeim en ég er bara ekki alveg að fatta afhverju bílarnir eru kannski 1-2 milljónum yfir viðmiðunnarverði á bílasölum. Svo þegar maður biður bílasalana að reikna út verðið á bílnum skv kerfinu þá kemur svipað verð út og viðmiðunnarverð, kannski örlítið hærra. Búin að vera að skoða mikið af þessum bílum og var farin að hafa áhyggjur af því að BMW og Benz eigendur væru nett veruleikafyrrtir ![]() Fyndna er svo ef maður skoðar viðmiðunnarverð á öðrum bílum, m.a. Hondum að þá eru þau verð alltaf akkúrat eða kannski 100-200 þús undir bílasöluverði. Hringdi m.a. niðrí Bílaland og þar sagði hann að ákveðin bíll sem við vorum að skoða væri metin á 2.5-2.6, þessi tegund af bílum skráðir allt upp í 3.9 og eru kannski tilbúnir að lækka þá niður í 3 millur. 3 millur er ennþá yfir meðalverði eins og ég best sé þetta. Væri frábært ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér, þ.e. afhverju ég ætti að borga verð sem er langt yfir matsverði ![]() (Þetta er ekki meint sem neitt diss svo engin fari að misskilja þetta eitthvað, er bara búin að vera á bílasölum alla vikunna að skoða bíla og ég er komin í marga hringi) |
Author: | oddur11 [ Fri 16. Jul 2010 14:16 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
slepptu þvi bara að kaupa bíl á bílasölu |
Author: | Dezzice [ Fri 16. Jul 2010 14:26 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Það hjálpar lítið því að það er eigandinn sem setur þessar tölur á bílana ekki salan ![]() |
Author: | oddur11 [ Fri 16. Jul 2010 14:30 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Dezzice wrote: Það hjálpar lítið því að það er eigandinn sem setur þessar tölur á bílana ekki salan ![]() fyndu þer þá bara einhvern bíl hér á kraftinum, það er mun auðveldara að eiga mannleg samkipti við fólk hér heldur en í gengnum bílasala ![]() |
Author: | Dezzice [ Fri 16. Jul 2010 14:37 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Er einmitt búin að vera að þræða hérna söluflokkana ![]() |
Author: | Benz [ Fri 16. Jul 2010 17:10 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Maður veltir því fyrir sér hverjar séu forsendurnar bak við viðmiðunarverðið Annars er viðmiðunarverð BGS er frekar léleg reikninvél. T.d. er Mercedes-Benz E300 skráður með 2148cc vél, sama gildir um E 300 Turbo diesel.... ![]() Þá er t.d. hægt að reikna út viðmiðunarverð á MB (W219) CLS 350 út frá skráningardeginum 01.01.2000 (uppgefið v.m.verð er þá 2.422.000,- kr.) en þessi bíll kom ekki á markaðinn fyrr en árið 2005 ![]() |
Author: | Scooby [ Fri 16. Jul 2010 17:28 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Benz wrote: Maður veltir því fyrir sér hverjar séu forsendurnar bak við viðmiðunarverðið Annars er viðmiðunarverð BGS er frekar léleg reikninvél. T.d. er Mercedes-Benz E300 skráður með 2148cc vél, sama gildir um E 300 Turbo diesel.... ![]() Þá er t.d. hægt að reikna út viðmiðunarverð á MB (W219) CLS 350 út frá skráningardeginum 01.01.2000 (uppgefið v.m.verð er þá 2.422.000,- kr.) en þessi bíll kom ekki á markaðinn fyrr en árið 2005 ![]() fynnst svolítið fynndið samt að bílasala t.d. segir að það sé allt í lagi að borga t.d. 4mills fyrir þennan BMW eða þennan Benz en svo þegar það kemur að bílnum þinum þá kemur já sko listaverð er 1900þ eða hvað það er ![]() kv Palli |
Author: | Scooby [ Fri 16. Jul 2010 18:24 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Benz wrote: Maður veltir því fyrir sér hverjar séu forsendurnar bak við viðmiðunarverðið Annars er viðmiðunarverð BGS er frekar léleg reikninvél. T.d. er Mercedes-Benz E300 skráður með 2148cc vél, sama gildir um E 300 Turbo diesel.... ![]() Þá er t.d. hægt að reikna út viðmiðunarverð á MB (W219) CLS 350 út frá skráningardeginum 01.01.2000 (uppgefið v.m.verð er þá 2.422.000,- kr.) en þessi bíll kom ekki á markaðinn fyrr en árið 2005 ![]() Geri mér einmitt vel grein fyrir því að BGS er kannski ekki alveg marktækast þegar kemur að þessu, þess vegna höfum við alltaf beðið bílasalana að reikna út verð miðað við aukabúnað og ástand bílsins og í hvert einasta skipti hafa þeir ekki náð upp í þetta ásetta verð sem á þeim er, oftast lágmark um 500 þús fyrir neðan það eða meira. Verðið sem þeir ná upp í er alltaf eitthvað hærra en BGS og í mörgum tilfellum skil ég það mjög vel þar sem sumir bílarnir eru bara bilað flottir, vel með farnir og einhver aukahlutapakki. Það sem mér finnst bara svo spes er þegar maður biður um ástæðu fyrir því afhverju verðið sé svona laaaaaangt yfir að þá virðist engin geta réttlætt það, þ.e. engin virðist geta sagt "heyrðu verðið á honum er þetta af því þetta og þetta er auka og af því þetta er svona og hinsegin". Ég er alveg tilbúin að borga mönnum fyrir það sem er umfram einhvern "stock" bíl frá umboði, en ég er ekki til í að borga 2 millur í viðbót fyrir nýja bremsuklossa og 18" felgur ![]() (Þetta átti að koma frá Dezzice accountinum mínum, kallinn óvart loggaður inn ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Fri 16. Jul 2010 19:39 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Þið eruð náttúrulega að borga fyrir merkið! ![]() |
Author: | Dezzice [ Fri 16. Jul 2010 20:50 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Axel Jóhann wrote: Þið eruð náttúrulega að borga fyrir merkið! ![]() Hahaha já en fyrr má nú vera verðmiðinn á einu litlu merki ![]() |
Author: | oddur11 [ Fri 16. Jul 2010 21:41 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Dezzice wrote: Axel Jóhann wrote: Þið eruð náttúrulega að borga fyrir merkið! ![]() Hahaha já en fyrr má nú vera verðmiðinn á einu litlu merki ![]() merkið er ódýrara í tb en hjá bogl ![]() |
Author: | gardara [ Fri 16. Jul 2010 21:51 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Samkvæmt BGS eru 90% bíla í eigu meðlima á kraftinum verðlausir ![]() |
Author: | Dezzice [ Fri 16. Jul 2010 23:08 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Er ekki bgs algjörlega pointless ef bíllinn er orðin meira en 7 ára gamall, finnst ég hafa heyrt það einhversstaðar? Held nú líka að það sé voðalega erfitt að meta kannski bíla sem eru kannski orðnir gamlir en búið að eyða ómældum tíma og vinnu í, svona gullmola sem menn eiga. |
Author: | JOGA [ Sat 17. Jul 2010 10:30 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Held bara að málið með þessa reiknivél er að hún er voðalega vafasöm þegar kemur að öllu öðru en þessum týpísku vísitölubílum. Grunar að vélin notist við nývirði bíls og reikni svo árleg afföll og taki svo inn í þetta einhverja aðra factora. Málið er bara að fæstir af dýrari þýskum bílum t.d. voru fluttir inn nýjir og ég hef ekki fulla trú á að reiknivélin sé alltaf að taka rétta tölu inn í þetta í byrjun. Einnig segir verð á strípuðum BMW lítið um verðgildi bíls sem er hlaðin frá verksmiðju. Þó svo að einhver reiknivél segi að aukahlutir eigi að vera orðnir afskrifaðir eftir nokkur ár er það bara þannig að vel útbúinn bíll er alltaf eftirsóknarverðari og þar með verðmætari en sambærilegur "hrár" bíll. Að lokum held ég að eigulega "spes" bíla, hver svo sem tegundin er, sé ekki að afskrifast skv. einhverjum línulegum gildum. Sést best á því að margir vinsælir bílar, ///M, Impreza, Evo o.sfrv. eru búnir að standa í svipuðum verðum lengi og eiga eftir að halda verði vel svo framarlega að ástand sé gott. Held að með nýlega BMW t.d. sé eina leiðin að skoða vel í kring um sig. Reyna að átta sig á því hvað sambærilegir bílar hafa verið að seljast á. Líka hvaða bílar virðast ekki seljast vegna skakkrar verðlagningar. Mínir fimm aurar... |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 17. Jul 2010 13:10 ] |
Post subject: | Re: BMW/Benz viðmiðunnarverð ? |
Viðmiðunarverðið á mínum er 0 kr ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |