bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Minn fyrsti BMW... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4586 |
Page 1 of 2 |
Author: | Sparky [ Tue 17. Feb 2004 23:06 ] |
Post subject: | Minn fyrsti BMW... |
Sælir allir!!! Það er frábært að vera loksins búinn að skrá mig inná spjallið ykkar, "maður hefur nefnilega ástæðu til ![]() Þannig er að ég er að leita að notuðum BMW... Ég hef nú þegar ákveðið að það verði E36. Það sem ég var að hugsa var, hvað það kostar að reka t.d. "320i árg.1995 ek.115.þús. beinskiptan" svona fyrstu mánuðina og svo áfram?... Svo var ég líka að hugsa um hver munurinn væri á 318i og 320i???(hestöfl og 0-100 og.s.frv.) Kveðja Kristján Þorgils (Mazda 323GT1.6i)-TilSölu (Hyundai Coupe1.6i)-TilSölu |
Author: | bebecar [ Tue 17. Feb 2004 23:09 ] |
Post subject: | |
Það er örugglega ekki mikið dýrara að reka 320i en hann er MIKIÐ skemmtilegri, sérstaklega beinskiptur. Gættu þess bara að fá vel með farin bíl og farðu með hann í skoðun. |
Author: | uri [ Tue 17. Feb 2004 23:10 ] |
Post subject: | |
Það er MIKILL munur á 318 og 320! 4cyl á móti 6cyl slatti að hetöflum og togi! |
Author: | Jss [ Tue 17. Feb 2004 23:43 ] |
Post subject: | |
Félagi minn á E36 320i bíl og hann eyðir hjá honum nánast alltaf (ef ekki alltaf) undir 10 L/100 km. Ég býst ekki við því að 318 eyði mikið minna þar sem þá er yfirleitt verið að þenja vélina meira en um leið og bíllinn er kominn með 6 cyl. þá eykst togið þeim mun meira og meira hægt að keyra á því en ennþá gaman að þenja hann, það er ekkert leiðinlegt að keyra E36 320i bsk. En hef að sjálfsögðu meira gaman af mínum 328iA. ![]() ![]() Mæli hiklaust með 320 eða stærra finnst BMW'arnir verða mikið mun skemmtilegri um leið og komnir eru 6 cyl. eða fleiri undir húddið. ![]() ![]() |
Author: | jens [ Wed 18. Feb 2004 01:13 ] |
Post subject: | |
Ég mæli hiklaust með að þú gangir alla leið fyrst þú ert að fá þér BMW og fáir þér 6 cyl, bíl þeir eru svo miklu skemmtilegri í keyrslu. Ekki samt misskilja mig það eru líka til 8 og 12 cyl, en byrjaðu á 6cyl. ![]() |
Author: | BMWaff [ Wed 18. Feb 2004 04:42 ] |
Post subject: | |
Ég átti 320i.. og alveg þræl skemmtilegt tæki... Mundi taka það pottþétt yfir 318i... EN ég mundi samt fara í 323i, 325i eða 328i ef ég ætlaði á annað borð að taka stærri bíl... |
Author: | Leikmaður [ Wed 18. Feb 2004 09:18 ] |
Post subject: | |
Hvaða vitleysa drengir...þú færð þér bara alla flóruna!! 318is er nákvæmlega jafn öflugur og 320i (þeir eru með sama sekúndubrotið upp í hundrað), 320i nær að mig minnir 3km meira í hámarkshraða og jújú hann togar kannski örlítið meira, enda eyðir hann meira.....ps: ég er alls ekki að tala á móti 320i ![]() En ef að þú hefur áhuga þá er minn falur.... |
Author: | Benzer [ Wed 18. Feb 2004 11:36 ] |
Post subject: | |
318is bíllinn er 140 hestöfl en 320 bíllinn er 160 hestöfl... En þetta með að þeir eru sama sekúndubrotið í hundrað er ég ekki allveg að gleypa.. |
Author: | Logi [ Wed 18. Feb 2004 12:20 ] |
Post subject: | |
Rétt skal vera rétt. E36 318is er 140 hö @ 6000 rpm og togar 175 nm @ 4500 rpm. E36 320i er 150 hö @ 5900 rpm og togar 190 nm @ 4200 rpm. Hröðun í 100 km/klst 10,2 á móti 10 sek. Hámarkshraði 213 á móti 214 km/klst. Þetta er að sjálfsögðu 320i í vil! |
Author: | arnib [ Wed 18. Feb 2004 12:49 ] |
Post subject: | |
318is er samt með twincam vél ![]() |
Author: | Leikmaður [ Wed 18. Feb 2004 12:53 ] |
Post subject: | |
E34 M5 wrote: Rétt skal vera rétt.
E36 318is er 140 hö @ 6000 rpm og togar 175 nm @ 4500 rpm. E36 320i er 150 hö @ 5900 rpm og togar 190 nm @ 4200 rpm. Hröðun í 100 km/klst 10,2 á móti 10 sek. Hámarkshraði 213 á móti 214 km/klst. Þetta er að sjálfsögðu 320i í vil! Jammz, getur passað!! Reyndar las ég að þeir væru báðir 9,9 upp í hundrað....hummz, ætli það hafi ekki verið E30 ![]() |
Author: | Sparky [ Wed 18. Feb 2004 13:30 ] |
Post subject: | Minn fyrsti... |
![]() ![]() Kveðja Kristján Þorgils (Mazda 323GT1.6i)-TilSölu (Hyundai Coupe1.6i)-TilSölu |
Author: | Logi [ Wed 18. Feb 2004 13:47 ] |
Post subject: | |
Nei aksturinn ætti ekki að vera vandamál ef honum hefur verið vel við haldið! |
Author: | Gunni [ Wed 18. Feb 2004 13:58 ] |
Post subject: | |
Við verðum auðvitað líka að hafa það á hreinu að hann var að tala um 318i og 320i, en ekki 318is vs 320i. Ég veit það bara af minni reynslu að 318i er frekar kraftlaus, fyrir minn smekk allavega. Ég get líka sagt ykkur það að 323i bíllinn sem ég er á núna eyðir ekki meira en 318i bíllinn sem ég átti. Þar hafiði það! Kaupir 318: sparar örugglega einhvern pening, en virðið glatast fljótt mv. akstursánægju. Kaupir 320: eyðir aðeins meira í bílinn, en vinnur upp muninn vegna gríðarlegrar ánægju við að keyra og heyra þetta fallega 6cyl BMW hljóð! 318is: (((veit ekki, aðrir verða að dæma.))) |
Author: | Leikmaður [ Wed 18. Feb 2004 15:29 ] |
Post subject: | |
...hehe, þetta átti að koma fyrir neðan ![]() Ég hef átt '97 bæði 320i og 318i og núna er ég á '96 318is..... Ég er sammála að 318i er kannski ekki upp á neitt gífurlega marga fiska (sérstaklega ef að maður hefur reynslu af öðru, en engu að síður vinnur hann alveg ágætlega þegar maður er kominn á ferð = mjög fínn byrjendabíll) 318is bíllinn er fínasti bíll, sprækur, twincam vélin vinnur mjög fínt, ef ég er spurður þá eyðir hann ótrúlega litlu, nema að ég keyri svona eins og kjelling!! 320i bíllinn er að sjálfsögðu mjög skemmtilegaur líka, en að mínu mati þá er samasem enginn munur á 320 og 318is (nema kannski fallegra hljóð í vélinni, sem kostar meiri eyðslu), Engu að síður er ég mjög með 6cyl vélum en finnst það bara hálf tilgangslaust að fá sér 6cyl sem er svona kraftlítil.....ef maður er að fá sér 6cyl pakkann þá ættu menn hiklaust að demba sér í lágmark 325i ![]() ps: þá á mamma mín t.d. lexus is200 og hann er líka með svona þungri 6cyl 2js lítra vél, og hann er vita kraftlaus.... |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |