bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

IX ´88 Týpan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=453
Page 1 of 2

Author:  BMW(BIG MONEY WASTED) [ Tue 17. Dec 2002 15:19 ]
Post subject:  IX ´88 Týpan

Er einhver hér sem á gráa BMW 325 IX 88 módelið.
Ef ég man rétt þá byrjar númerið á honum XI eitthvað.
Allavega þá átti ég þann bíl og mig langar að fá smá upplysingar um hann þar sem ég sá hann númerlausann á Kleppsveginum fyrir stuttu síðan.
Ef þú átt þenann bíl eða veist eitthvað um hann þá endilega gefið mér upplysisngar um hann og einnig ef þú ert að spá í hann þá get ég gefið þér info á hann.

Author:  GHR [ Tue 17. Dec 2002 15:22 ]
Post subject: 

BMW - "Big Money Wasted''

Þú ert greinilega ekki BMW fan. Hefur lent á leiðinlegum bíl, en ég hata samt þegar fólk er að koma með svona leiðinlega punkta um BMW, þá sérstaklega á BMW síðu. Getið bara farið með þessar leiðinlegu athugasemdir annað.

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Dec 2002 15:25 ]
Post subject: 

Voðalega er ég ekki að fíla þetta nick sem þú ert með :roll:

Author:  BMW(BIG MONEY WASTED) [ Tue 17. Dec 2002 15:28 ]
Post subject: 

Þetta átti bara við þennann bíl þar sem ég lenti á mjög leiðinlegu eintaki.
Annars er ég mjög sáttur við BMW að öðru leyti en mér fannst þetta bara passa svo vel við þessa spurningu mína.
Það þýðir ekkert að fara og taka þetta inná sig persónulega en ég mundi halda að það sé öllum frjálst að segja sínar skoðanir inná svona spjöllum.
En þetta er ekki neitt beint skot á neina BMW eigendur.Bara þetta eintak.

Author:  Allir ósáttir. [ Tue 17. Dec 2002 15:37 ]
Post subject: 

Jæja þá er ég búin að breyta því.
Danni þú þekkir mig örlítið og þú kannast nú vel við þá bíla sem ég er búin að eiga þar sem ég tók nú oft og þreif þá hjá þér.

Kannski kveikiru á perunni núna.

Toyota Tercel 4WD 1982
Toyota Tercel FWD 1981
Toyota Corolla 1988 GTI HB hvíta flotta.
BMW 325 IX 1988(Slappt eintak)
Nissan Sunny 1988 1,6 GTI
Toyota Corolla 1988 GTI HB hvíta flotta (aftur)
Mersedes Bens 190 E 1988 Blái með remus kútnum og dökku ljosunum.
Hyundai Coupe FX 2000 gulur.

HVER ER ÉG :?:

Author:  saemi [ Tue 17. Dec 2002 15:58 ]
Post subject: 

Ja.. eg segi nu bara fyrir mig ad tad er ollum frjalst ad segja tad sem teir vilja... svo lengi sem tad er ekkert skitkast og leidindi!

Eg brosi bara tegar eg se "big money wasted"... tha dettur mer bara i hug menn sem keyra "adrar tegundir" og hugsa med mer "so much time wasted"

Saemi.. "big money spent ... but not wasted"

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Dec 2002 16:03 ]
Post subject: 

Hehe er þetta Rúnki djöfull!!

Author:  Bingó [ Tue 17. Dec 2002 16:08 ]
Post subject: 

Jabbs kall.
Hvað er að fretta.Ég sé að þú ert ennþá í bimma bransanum. :lol:

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Dec 2002 16:12 ]
Post subject: 

Já bara fína að frétta mar, en af þér?
Já ég á aldrei eftir að kaupa annað en BMW sko :)

Author:  Rúnki djöfull [ Tue 17. Dec 2002 16:32 ]
Post subject: 

Bara allt í hinu besta.Bara það sama og hjá öllum hinun vinna hanga á BMWKraftur og eta og sofa (stundum ríða).
Já manni langar alltaf að kaupa sér annann bimmalakk en þá verður hann einungis innfluttur notaður/nýr af mér en maður gerir það kannski þegar manni er farið að vanta forstjórabíl :wink:

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Dec 2002 16:36 ]
Post subject: 

Jamm, um að gera! :)
Ertu ennþá á þessum "glæsilega" gula Hyundai?

Author:  Runki djöfull [ Tue 17. Dec 2002 16:54 ]
Post subject: 

Nei ég var fljotu að losa mig það búr en ég er á Hondu civic núna en það er kannski ekkert betra en þetta er fyrsta hondan mín þannig að það er engin reynsla komið á hana.Ég er allavega búin að eiga 4 bíla síðnan þá.
En þú hvernig Bimma ertu með núna.Ekki ertu ennþá með þennann 323 bíl sem þú varst með þá.Annars er draumurinn alltaf að fá sér annann 325 ix en það er nú bara draumar.
Ertu buin að Mustanginn eða gafstu upp á honum.

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Dec 2002 17:14 ]
Post subject: 

Nei ég gaf Ella 323i bílinn sem ég átti þá :)
Ég á einn 520ia '91 og einn 525ia ´90 núna, og er að leita að einum gömlum 323i til þess að dunda mér í.
Nei ég seldi '67 Mustanginn fyrir einu og hálfu ári síðan, er búinn að eiga '96 730i, '98 318is og '93 750ia síðan þá !

Author:  íbbi [ Tue 17. Dec 2002 17:42 ]
Post subject: 

hmm hérna fyrir ansi löngu ætlaði ég að kaupa 67 árg af mustang af strák sem hét daniel

minnir að hann hafi líka reynt að selja mér camaro?

Author:  Djofullinn [ Tue 17. Dec 2002 17:49 ]
Post subject: 

Núnú var Mustanginn kannski svartur?
Og er bíllinn fyrrverandi íslandsmeistari í kvartmílu í götuflokki?
Þá er það ég, átti líka Camaro beyglu frá helvíti!!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/