| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Schmiedmann https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=45042 |
Page 1 of 2 |
| Author: | kalli* [ Sat 29. May 2010 19:53 ] |
| Post subject: | Schmiedmann |
Jææja, ég var að pæla, ég pantaði ný nýru hjá Schmiedmann fyrir nákvæmlega mánuð í dag, þeir áttu það ekki inn á lager hjá sér þegar ég keypti það en þeir sögðu að það tæki 10 daga að redda því, bjóst við því + svo sendingin eftir það. Fékk svar á tölvupósti fyrir 10 daga um að það væri ekki komið til sín ennþá og ætlaði að kíkja á það (sagðist jafnvel ætla að hafa samband við mig strax um leið). Ég hef ekki fengið neitt svar um neinu frá þeim Er þetta eitthvað týpiskt hjá Schmiedmann eða hafa fleiri verið að lenda í þessu ? |
|
| Author: | Schulii [ Sat 29. May 2010 20:42 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Schwindlmann |
|
| Author: | Alpina [ Sat 29. May 2010 20:53 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Schulii wrote: Schwindlmann |
|
| Author: | gunnar [ Sun 30. May 2010 04:40 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Þetta hljómar alveg svona týpískir viðskiptahættir hjá þýska-dananum. Þeir eru almennt séð voðalega stabílir að skipta við en það geta komið upp svona tregðumál af og til hefur maður heyrt. Ég hef fengið allt mitt í gegn hjá þeim en það hefur stundum þurft nokkur símtöl. |
|
| Author: | BirkirB [ Sun 30. May 2010 04:46 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Vona að ég lendi ekki í svipuðu...nenni hreinlega ekki að standa í svona veseni,,,, |
|
| Author: | HAMAR [ Sun 30. May 2010 08:49 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Ég ætlaði að panta dempara í X5 hjá þeim en vegna ótrúlegs hægagangs í samskiptum þá hætti ég við það. |
|
| Author: | JonFreyr [ Sun 30. May 2010 12:20 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Er kallað Shitmann hérna úti, getur verið alveg hrikalegt vesen að eiga við þá. En vertu duglegur að hringja og pressa á þá, það er það eina sem dugar. Maður má alveg hringja og kvarta, danir gera ansi mikið af því |
|
| Author: | kalli* [ Sun 30. May 2010 14:21 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
JonFreyr wrote: Er kallað Shitmann hérna úti, getur verið alveg hrikalegt vesen að eiga við þá. En vertu duglegur að hringja og pressa á þá, það er það eina sem dugar. Maður má alveg hringja og kvarta, danir gera ansi mikið af því Geri það um leið og ég get á mánudaginn, gott að pabbi talar reiprennandi dönsku, getur röflað í þá vel |
|
| Author: | garnett91 [ Sun 30. May 2010 16:12 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
myndi versla frekar við koed.dk þeir eru mun betri og ódýrari. |
|
| Author: | Alpina [ Sun 30. May 2010 16:16 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
garnett91 wrote: myndi versla frekar við koed.dk þeir eru mun betri og ódýrari. Þekki eilítið Henrik ,, persónulega,, alveg stríheill,, alltaf til í viðskipti .. er hreinn og beinn ,, gefur ekkert ,, og er ekki með eitthvað múður inni á http://bmwe30.dk/forum/index.php er oft skrifað um schmiedmann,, yfirleitt á neikvæðu frekar en jákvæðu finnst mér,, og þeir eru að garantera að þessir UORGINAL DELE séu til fulltingis á sama mælikvarða og oem ,, þetta stenst ENGANN VEGINN ,, og hef ég fengið að kynnast því |
|
| Author: | Nökkvi [ Sun 30. May 2010 22:40 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Pantaði frá þeim í vor. Reyndar bara innan Danmerkur, náði í dótið hjá vini mínum þar. Það sem ég pantaði skilaði sér allt á réttum tíma, ekkert vesen. |
|
| Author: | kalli* [ Wed 02. Jun 2010 22:39 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Jæja, kominn með einhverjar upplýsingar um þetta. Til að byrja með mæli ég EKKI með að fólk sé að panta hluti sem eru ekki í stock hjá þeim, bjallaði aðeins í dönunum og þeir sögðu að varan kæmi ekki til þeirra fyrr en í miðjan Júni (Þrátt fyrir það að þetta var pantað 29nda apríl). SVO á það eftir að sendast hingað sem gæti tekið upp að eða a.m.k 10 daga. Fjöldaframleiðslan í Taiwan ekki að standa sig núna |
|
| Author: | BlitZ3r [ Sun 06. Jun 2010 18:00 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
búinn að versla slatta af schmide og nánast alltaf dót sem er ekki til. hefur samt ekki verið neitt lengur en eitthvað annað sem ég hef panntað að utan |
|
| Author: | oddur11 [ Tue 22. Jun 2010 14:15 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
þessir danir, þeir skilja ekki einu sinni hvorn annan ég var að kaupa hjá þeim þegar ég var í dk núna í seinustu viku, eina sem klikkaði var að það voru vitlaus stefnuljós í kassanum sem ég fékk og svo þegar gaurinn fór að gramsa í öllum kössunum þá tók hann eftir þvi að það var búið að rugla saman pökkum og merkingum |
|
| Author: | kalli* [ Tue 22. Jun 2010 20:10 ] |
| Post subject: | Re: Schmiedmann |
Þetta er ekki ennþá komið. |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|