bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Of mikið frost? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4455 |
Page 1 of 2 |
Author: | Raggi M5 [ Mon 09. Feb 2004 15:24 ] |
Post subject: | Of mikið frost? |
Við konan fórum í bústað með fullt af fólki um helgina í Hraunborgum. Það var MJÖG kallt úti og þegar við vorum alveg að verða komin að bústaðnum þá lentum við í snjóskafl og festum okkur. Allt í lagi með það því að það var jeppi með okkur í ferðinni. Þegar að hann var að gera sig kláran til þess að draga Polo-inn upp þá sprakk afturrúðan í Polo-inum hjá okkur. Það var ekkert högg sem rúðan fékk, hún bara byrjaði að perlast niður og hrundi svo ofan í skottið! Það var ca. 15 stiga frost þarna, fallega draslið að þola ekki smá gadd!!!!! Hefur einhver lent í þessu???? |
Author: | saemi [ Mon 09. Feb 2004 15:28 ] |
Post subject: | |
Já, þetta gerist alltaf hjá mér þegar ég spila Geirmund hátt í græjunum mínum. ![]() Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafi lent í þessu. Eina sem mér dettur í hug er að boddíið hafi tognað aðeins til þegar verið var að kippa í bílinn og myndað spennu sem glerið þoldi ekki. Var búið að strekkja á kaðlinum?. |
Author: | Raggi M5 [ Mon 09. Feb 2004 15:28 ] |
Post subject: | |
Nei það var ekki einu sinni búið að binda á milli! ![]() Við vorum bara stopp og vorum að bíða eftir að jeppinn bakkaði uppað, þá bara alltí einu...... ![]() |
Author: | bebecar [ Mon 09. Feb 2004 15:30 ] |
Post subject: | |
Ég hef heyrt um þetta áður í Polo, veit hreinlega ekki hvort það tengist frostinu... Það hefur verið gaman að keyra heim með flaksandi plastpoka! |
Author: | Jss [ Mon 09. Feb 2004 15:31 ] |
Post subject: | |
Ég hef einmitt heyrt af svona löguðu líka, man samt ekki hvort það var í Polo, en einhvern veginn finnst mér það geta verið. |
Author: | Raggi M5 [ Mon 09. Feb 2004 15:32 ] |
Post subject: | |
Hef heyrt þetta líka með Polo áður. Við redduðum þessu með svörtum ruslapoka á föstudeginum, fórum svo í Húsasmiðjuna á laugardeginum á selfossi, keypti bara iðnaðarplast (tvöfald) og "duck tape" það virkaði fínt, hreyfðist ekki á leiðinni heim ![]() |
Author: | bebecar [ Mon 09. Feb 2004 15:35 ] |
Post subject: | |
Þetta er sko DUCT tape, hitt væri nefnilega andateip ![]() |
Author: | Raggi M5 [ Mon 09. Feb 2004 15:37 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Þetta er sko DUCT tape, hitt væri nefnilega andateip
![]() HAHAHAAHAH andateip!! ![]() Ég skrifaði þetta bara einsog ég segi það hehehe ![]() |
Author: | saemi [ Mon 09. Feb 2004 15:40 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Þetta er sko DUCT tape, hitt væri nefnilega andateip
![]() Brabbbrabb.LOL ![]() |
Author: | fart [ Mon 09. Feb 2004 16:39 ] |
Post subject: | |
sprakk einu sinni hliðarrúða í Nissa Primera sem ég átti, og sá bíll var næstum nýr. Það var ekkert frost úti.. bara freak slys. |
Author: | Stefan325i [ Mon 09. Feb 2004 18:38 ] |
Post subject: | |
þetta kom einusinni fyrir hja frænda mínum á gömlum land cruiser. Vorum að fara uppí bústað og svo bara stjarnaðist öll rúðan, einhverjir gárungar kendu afturrúðuhitarranum um, veit ekki en þetta var mega skrítið ![]() |
Author: | hlynurst [ Mon 09. Feb 2004 19:02 ] |
Post subject: | |
Voruð þið nokkuð með afturrúðuhitarann á? Var einmitt að keyra Benz sendibíl og var með hann á... var smá frost og þegar ég lokaði hurðinni þá var allt í einu bara gat á afturrúðunni. ![]() |
Author: | jens [ Mon 09. Feb 2004 19:45 ] |
Post subject: | |
Veit um Benz 190E sem þetta gerðist í og þá var afturrúðuhitarinn á. |
Author: | Jss [ Mon 09. Feb 2004 19:47 ] |
Post subject: | |
Þetta virðist aðallega tengjast VW og Benz þá. ![]() Best að forðast þær tegundir. ![]() ![]() |
Author: | Raggi M5 [ Mon 09. Feb 2004 23:55 ] |
Post subject: | |
Nei afturrúðuhitarinn var ekkert búinn að vera á. Þetta hlýtur að vera galli í Polo held ég því að ég hef heyrt um nokkur tilfelli með slíka bíla sem þetta hefur gerst. Hringdi á Partasölur í dag og var að athuga með rúðu, ekki til neinstaðar. Þannig að ég hringdi í umboðið og hún kostar 28 þús. Ég talaði kallinn í umboðinu heldur betur til og ég fæ glænýja rúðu frítt ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |