bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tölvan Ruglar á þýsku!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=439
Page 1 of 1

Author:  flamatron [ Thu 12. Dec 2002 20:18 ]
Post subject:  Tölvan Ruglar á þýsku!!!

Það er svona tölva í e36 bílnum, sem segir til um hitan, og hvort eithvað sé að... það sem er að að hún ruglar bara á þýsku :roll: . Vitiði hvar er hægt að kaupa hana á Ensku, því það er ekki hægt að breyta henni... :evil:

Author:  hlynurst [ Thu 12. Dec 2002 20:27 ]
Post subject: 

Átti í sömu vandræðum en það var hægt að breyta minni. Ertu búinn að kíkja á þetta? http://www.bmwkraftur.com/spjall/viewtopic.php?t=296

Author:  flamatron [ Thu 12. Dec 2002 22:18 ]
Post subject: 

Takk Þetta Virkaði :D ,
Núna virkar þetta loksins rétt.!!, :)

Author:  iar [ Thu 12. Dec 2002 22:22 ]
Post subject: 

Var þetta ekki fyrsta official FAQ spjallsins? :-)

Author:  arnib [ Thu 12. Dec 2002 22:24 ]
Post subject: 

Djöfull væri sniðugt að vera með FAQ hérna, sortað eftir týpum og slíku?
Jafnvel að fara útí að hafa einhverja spurningalista með hvað passar í hvað og slíkt! :)

Svona amk ef fólk væri tilbúið til að contributa í þetta vitneskju sinni.

Author:  Bjarki [ Thu 12. Dec 2002 23:44 ]
Post subject: 

Það er mjög sniðugt á spjallinu á http://www.thee32register.co.uk þá er bara einn flokkur líkt og "Almennar umræður" þar sem menn geta postað viðgerðarleiðbeiningar og menn setja oft inn myndir. Þetta er hugsað eingöngu sem fullgerðar leiðbeiningar allar fyrirspurnir eiga að fara í annan flokk. Þarna er því grunnur með leiðbeiningum og umsjónarmenn síðunnar þurfa ekkert að eiga við þetta.

Author:  hlynurst [ Fri 13. Dec 2002 12:13 ]
Post subject: 

Já þetta er ekki vitlaus hugmynd. Ef ég hefði ekki spurt um þetta hér þá væri ég ennþá að bölva tölvunni fyrir það að vera blaðra á þýsku!. :)

Author:  saemi [ Fri 13. Dec 2002 13:26 ]
Post subject: 

Við Gunni höfum rætt þetta soldið, en erum eiginlega á þeirri skoðun að það þýði ekki að hafa FAQ (frequently asked questions) dálk fyrir hverja týpu fyrir sig. Það yrði svo lítið um að vera. Hins vegar væri fínt að hafa tengla á síður erlendis sem eru skiptar eftir tegundum.

Ég mæli með bimmer.org það er mjög góð síða til að fá lausn á vandamálum.. ég nota hana slatta til að spyrjast fyrir.

En það stendur til að bæta hérna við "FAQ" dálk.... hvert sem heitið verður

Sæmi

Author:  Gunni [ Fri 13. Dec 2002 20:48 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Við Gunni höfum rætt þetta soldið, en erum eiginlega á þeirri skoðun að það þýði ekki að hafa FAQ (frequently asked questions) dálk fyrir hverja týpu fyrir sig. Það yrði svo lítið um að vera. Hins vegar væri fínt að hafa tengla á síður erlendis sem eru skiptar eftir tegundum.

Ég mæli með bimmer.org það er mjög góð síða til að fá lausn á vandamálum.. ég nota hana slatta til að spyrjast fyrir.

En það stendur til að bæta hérna við "FAQ" dálk.... hvert sem heitið verður

Sæmi


Sæmi það sem ég átti við var að það tæki því ekki að hafa sérstakann spjalldálk fyrir hverja týpu eins og sést á erlendum síðum. ég held að það væri alveg geranlegt að hafa svona FAQ fyrir hverja týpu, þ.a.s. ef þeir sem eiga hverja týpu fyrir sig eru duglegir að grafa upp og þýða á íslensku :)

kveðja, Gunni

Author:  iar [ Sat 14. Dec 2002 00:36 ]
Post subject: 

Spurning að byrja kannski með einn flokk og sjá svo til hvernig safnast í það hvort og þá hvernig væri best að flokka.

Svo sting ég upp á að nota SoS fyrir nafnið (Spurningar og Svör). Gamalt og gott. :-)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/