bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvað heimsækir þú BMWKraft oft ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=4335
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Tue 03. Feb 2004 12:10 ]
Post subject:  Hvað heimsækir þú BMWKraft oft ?

Ég var að skoða statistík yfir umferðina um bmwkraftur.is , hana er að finna á http://www.bmwkraftur.is/stats . Ótrúlegar tölur þar á ferð.

Mig langaði aðeins að athuga hvernig þetta er dreift, þ.e. hversu margir koma oft á dag o.s.frv. Endilega svariði könnuninni og ef þið viljið deila með okkur hvað þið komið oft væri það fínt líka.

Ég fletti síðunni oftast upp 7 sinnum eða oftar á dag...já ég veit ég er fíkill :| Þetta er bara svo gaman :clap:

Author:  bjahja [ Tue 03. Feb 2004 12:14 ]
Post subject: 

Klárlega 7 eða oftar ;) :lol:

Author:  Aron [ Tue 03. Feb 2004 12:17 ]
Post subject: 

ekki koma með svona þá gerir maður sér grein fyrir því hversu sjúkur maður er.

jú ég er eiginlega alltaf með einn browser glugga opinn með bmwkrafti og refresha svona með reglulegu millibili

Author:  bebecar [ Tue 03. Feb 2004 12:54 ]
Post subject: 

Ég er alltaf með kraftinn opinn og tékka reglulega - eina leiðin til að fylgjast með.

Author:  gstuning [ Tue 03. Feb 2004 14:09 ]
Post subject: 

Ég checka inn alltof oft

ég meina það er miður dagur og maður er löngu búinn að lesa allt sem um fór yfir helgina þótt að maður hafi varla verið við :)

Author:  Haffi [ Tue 03. Feb 2004 14:38 ]
Post subject: 

Vantar valmöguleikann 100sinnum eða oftar á dag!

Author:  Jss [ Tue 03. Feb 2004 15:15 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
Vantar valmöguleikann 100sinnum eða oftar á dag!


7 sinnum eða oftar nær nú alveg yfir það. En ég er með þetta opið allan daginn í vinnunni og kíki líka stundum/oft á kvöldin líka. :?

Author:  Qwer [ Wed 04. Feb 2004 08:24 ]
Post subject: 

Tja... ég er í skólanum frá kl 8 - 16:10 alla daga og með kveikt á laptopinum allan tíman og það er yfirleitt www.bmwkraftur.is sem er í gangi og svo kíki ég líka eftir að ég er kominn heim þannig að tvímælalaust 7 eða oftar á dag

Author:  jens [ Wed 04. Feb 2004 10:56 ]
Post subject: 

Kíki oft á nóttinni :D er þetta orðið að vandamáli hjá mér ?

Author:  Qwer [ Wed 04. Feb 2004 20:21 ]
Post subject: 

Quote:
Kíki oft á nóttinni er þetta orðið að vandamáli hjá mér ?


Það er spurning... hvort er betra að hanga á klámsíðum eða hérna... :wink:

Author:  BMW_Owner [ Mon 09. Feb 2004 09:35 ]
Post subject: 

ég er farinn að halda að ég sé ekkert að læra hér í skólanum ég er alltaf inn á BMWKraftur....Meira að segja að vera seinn í tíma núna....

kv.BMW_Owner :burn:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/