bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=42874
Page 1 of 5

Author:  Grétar G. [ Mon 08. Feb 2010 19:28 ]
Post subject:  Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Væri gaman að sjá hvað fer mest í ykkur.

Hjá mér í E39 M5
Takkarnir fyrir miðstöðina (þarf að ýta þúsund sinnum á báðum megin til að fara úr hot í cold)
Flöskuhaldararnir eru algjörlega tilgangslausir
Ekki geymsluhólf á milli framsætana (undir armpúðanum)

Author:  gstuning [ Mon 08. Feb 2010 19:29 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Engin vél í húddinu til að setja í gang.

Author:  Birgir Sig [ Mon 08. Feb 2010 19:39 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

gstuning wrote:
Engin vél í húddinu til að setja í gang.


x2

Author:  Einarsss [ Mon 08. Feb 2010 19:50 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

beyglaður .. smáatriði fyrir mér :D

Author:  jon mar [ Mon 08. Feb 2010 19:53 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Hann er svo aldraður að hann lætur mig ekki vita ef ég gleymi að slökkva ljósin.....

Engir glasahaldarar.....

Other than that..... AWESOME!!! 8)

Author:  Leví [ Mon 08. Feb 2010 19:54 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

brak í ölllu :!:

Author:  srr [ Mon 08. Feb 2010 19:54 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Það sem pirrar mig mest er hvað Bilstein er dýrt í E28 :lol:
80.000 kr fyrir báða framdemparana...... :shock:

Author:  arnibjorn [ Mon 08. Feb 2010 19:58 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Það sem fer mest í taugarnar á mér er að ég á engan BMW sem fer í taugarnar á mér!

Author:  bimmer [ Mon 08. Feb 2010 20:07 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

srr wrote:
Það sem pirrar mig mest er hvað Bilstein er dýrt í E28 :lol:
80.000 kr fyrir báða framdemparana...... :shock:


Hvað færðu eiginlega marga E28 fyrir þann pening?!??!?!?!

Author:  Vlad [ Mon 08. Feb 2010 20:11 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

jon mar wrote:
Hann er svo aldraður að hann lætur mig ekki vita ef ég gleymi að slökkva ljósin.....


Já þetta er bara pirrandi, samt aldrei orðið rafmagnslaus út af þessu, YET. En samt fáranlega böggandi þegar maður er komin inn og alveg... slökkti ég örugglega ljósin á bílnum....

Author:  srr [ Mon 08. Feb 2010 20:20 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

bimmer wrote:
srr wrote:
Það sem pirrar mig mest er hvað Bilstein er dýrt í E28 :lol:
80.000 kr fyrir báða framdemparana...... :shock:


Hvað færðu eiginlega marga E28 fyrir þann pening?!??!?!?!

Hehehe....

Ég veit allavega um 2-3 hér og þar á landinu sem fást fyrir minna en það sem Bilstein kostar. :whistle:

Author:  UnnarÓ [ Mon 08. Feb 2010 20:22 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

jon mar wrote:
Hann er svo aldraður að hann lætur mig ekki vita ef ég gleymi að slökkva ljósin.....

Minn lætur mig stundum vita og stundum ekki fer eftir því hvernig skapi bíllinn er í. Þá kemur upp "Licht an?" á skjánum.

Mér finnst ágætt að nota bara hólfið milli sætana fyrir drykki, 0.5l flaska smellpassar þar ofaní.

Author:  ppp [ Mon 08. Feb 2010 20:52 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Grétar G. wrote:
Takkarnir fyrir miðstöðina (þarf að ýta þúsund sinnum á báðum megin til að fara úr hot í cold)

Virkar ekki að halda inni takkanum til að láta hitastigið rúlla niður? Eða var það drullu hægt líka?

Annars er ég alltaf með miðstöðina einhverstaðar á milli 19-22°c, þannig að þetta böggar mig ekki. Svo stutt að fara upp og niður.

Author:  Freyr Gauti [ Mon 08. Feb 2010 21:04 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Vantar alvöru glasahaldara, ekki eðlilegar festingar fyrir rúðurþurkunar, ekki með cruise control.

Author:  jens [ Mon 08. Feb 2010 21:10 ]
Post subject:  Re: Hvaða smáatriði fara í taugarnar á þér í BMW-inum þínum ?

Snilldar þráður.

Pirraði mig stundum að geta ekki slökkt ljósið í skottinu á E30 þegar það er opið en fann ráð við því.

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/