bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Slæm/Góð meðferð á bílum https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=427 |
Page 1 of 2 |
Author: | arnib [ Wed 11. Dec 2002 19:30 ] |
Post subject: | Slæm/Góð meðferð á bílum |
Jæja strákar. Ég og félagi minn vorum í miklum kappræðum um þetta málefni núna í gærkveldi þannig að ég má til með að starta þessum þræði hérna og fá einhver viðbrögð. Hvað er slæm meðferð á bíl ? Sjálfur hef ég keypt mér nýjan bíl einu sinni, og ástæðan sem ég gaf sjálfum mér til að réttlæta það fram fyrir kaup á notuðum bíl var sú að ég vildi ekki fá "útúrspólaðan" og "illa með farinn" bíl. Í mínu tilviki reyndar fékk ég svo gott verð á nýja bílnum að ég er ennþá á því máli að það hafi borgað sig fyrir mig, en engu að síður. Síðan fórum við að spjalla um þetta, og komumst að því að við vorum hreint ekki vissir á því hvað nákvæmlega væri slæm meðferð, og hvað ekki. Er slæmt að keyra bílinn upp í redline of oft? Er slæmt að standa bílinn í botni þannig að revlimiterinn hamist? Er slæmt að spóla? Er slæmt að "burnout"-a ? Er slæmt að taka handbremsubeygjur á þurru malbiki? OG svo framvegis. Ef ég ætla að kaupa mér bíl, og það er búið að smyrja hann á 5000 km fresti alla ævi og skipta um alla vökva og svo framvegis, en aftur á móti veit ég að eigandinn var mjög oft að spóla á honum út heil plön, og jafnvel að spóla í bakkgír til baka ? Er slæmt að spóla afturábak? Endilega þeir sem eitthvað vit hafa á þessu skellið kommentum og endilega rökstyðjið með því að segja hvaða áhrif þetta hefur og hvað þetta skemmir. ![]() Með von um góðan þráð, árni. |
Author: | arnib [ Wed 11. Dec 2002 19:32 ] |
Post subject: | |
Ég gleymdi reyndar að koma með mína eigin skoðun, ég er persónulega geðveikt mikið á móti svona meðferð, ég tel þetta sem ég taldi upp allt vera frekar slæma hluti og ég myndi aldrei "burnouta" á bílnum mínum. En af hverju ? Ég veit það ekki. Ég hef engan rökstuðning að baki. Mér hefur verið sagt að gírkassinn (eða gírarnir) geti brotnað ef maður spólar og bíllinn fær skyndilega grip, en ef við gefum okkur að gírkassinn þoli álagið auðveldlega, hvað þá? Fer það illa með "hásingar" eða einhverja aðra hluti sem ég gæti ekki bent á, og hvernig þá? ![]() ![]() |
Author: | Svezel [ Wed 11. Dec 2002 19:54 ] |
Post subject: | |
Ég er nú ekki mikið fyrir það að spóla en finnst aftur á móti fínt að taka létt slide hér og þar ef það á við. Ég held að það geri bílum það bara gott að snúa þeim aðeins reglulega en kannski ekki að láta hann slá út. Svo fer þetta náttúrlega bara eftir bílum, t.d. tek ég ekki áhættuna á því að spóla á toyunni hennar mömmu en dodge-inn hans pabba þolir það alveg þó ég sé ekkert að gera það. |
Author: | gstuning [ Wed 11. Dec 2002 20:06 ] |
Post subject: | |
Ég verð að játa fyrir mitt leiti að Ég á það til að vera í 3ja og hann byrjar að spóla, þá leyfi ég honum bara að spóla aðeins, dansa af rev limiternum en samt bara í kannski 1-1.5sek Rev limiterinn er ekki slæmt að rekast á, Einnig, ég tel það alltí lagi að snúa vélinni, ég fékk spec frá bmw á vélinni minni og það stóð Maximum allowed long period revolutions 7000rpm, Þannig að, en munið að ég er með þrykkt allt heila klappið Fóðringar eru þær sem á fá að kenna í nær öllum akstri hvað þá harkalegum, Að spóla eða slida og fá svo skyndilega grip gerir það að verkum að fóðringarnar sem eru á aftur fjöðrun( trailing arma og subframe) fara illa, Einnig, véla og gírkassa fóðringar að burnouta eyðir dekkjunum og fóðringunum, Annars er mismunandi hvað mönnum finnst um þetta dót, að mínu mati þá skiptir þetta ekki máli nema að gírkassi hafa lent illa útúr leiknum |
Author: | GHR [ Wed 11. Dec 2002 22:17 ] |
Post subject: | |
Sko, allt þetta fer illa með bílanna. PUNKTUR Þegar þú ert að gera Burnout og bíllinn er með mismunadrif þá er MJÖG mikil hætta á að brjóta það - mun skárra að vera læstur, minnkar átakið á annan öxul. (pabbi vinar míns átti FIAT umboðið - nýbúið að selja það, og það voru mjög margar sögur af Alfa Romeo sem voru búnir að brjóta drif og tannhjól í fyrsta gír) Og að sjálfsögðu er slæmt að fara oft á redline og láta kveikjuna slá út - línan er rauð af ástæðu og ef þú bara lest í handbókum bílanna þá sérðu að þú mátt ekki halda vélinni á þessum snúningi lengi, og framleiðendurnir taka enga ábyrgð á yfirsnúningi þ.e.a.s yfir redline-ið. Síðan þetta með að slæda og svoleiðis fer að sjálfsögðu illa með allar fóðringar í bílnum. EN þetta er bara svo gaman að flæstir gera þetta eithvern tímann. Flestir nýjir bílar eru mjög vel smíðaðir (en slá ekki BMW út ![]() ps. eins og GsTuning segir þá getur hann snúið vélinni meira og lengur en við flestir hérna, enda með ,,þrykkt allt heila klappið'' eins og hann segir. Enda með M- vél ![]() |
Author: | Elli Valur [ Wed 11. Dec 2002 23:04 ] |
Post subject: | |
ég verð nú að vera samála honum gumma 750 þetta fer ALLT illa með bíla alvegsama þót það sé bmw en mér personulega finst ekkert flottara enn bíll í slædi og á það til að gera mikið af því enda búinn að fara með einhver 10 - 15 drif ![]() |
Author: | saemi [ Wed 11. Dec 2002 23:23 ] |
Post subject: | |
.. Ég er nú ekki sammála öllu þessu. Definately ekki því með að fara upp að redline, það er bara eðlileg notkun á vélinni vil ég meina! En hitt.. já það myndi ég segja að væri svona misgóð meðferð ... sæmi |
Author: | Gummi [ Wed 11. Dec 2002 23:40 ] |
Post subject: | |
Ég kalla það að taka aðeins á bílnum þegar flestir gírar eru keyrðir uppað redline helst án þess að láta slá út. BMW framleiðandinn er einmitt að höfða til hóps ökumanna sem vilja hafa bílinn sporty þ.e.a.s snúa vél hátt, þeir hafa afturdrif til að geta tekið slæd og gefa betri akst. eiginleika o. s. frv. Það er einmitt þess vegna sem ég vil BMW (U do it in style ![]() En það fer samt ekki vel með bílinn hehe. Fyrir mér er slæm meðferð á bíl annað t.d. reykt og borðað í bílnum, vél og annað ekki smurt reglulega, bíllinn hafður drulluskítugur o.s.frv. Einnig er það slæm meðferð á bíl að vera með hann hér á landi. ![]() |
Author: | GHR [ Thu 12. Dec 2002 00:55 ] |
Post subject: | |
Já, kannski er þetta rétt hjá ykkur - var of bráður redline-ið. Mér persónulega er mjög illa við að snúa vélunum mikið, allt í lagi að fara á redline-ið en ekki láta kveikjuna slá út. Veit ekki af hverju en ég vill bara hafa þetta svona lágsnúnings keyrslu og láta togið vinna sem mest en ekki vera á 6000+ rpm - ég get ekki ímyndað mér að það fari vel með vélarnar þó það sé gott ráð til að hreinsa kerfið svolítið (sót, kerti o.fl). En bara á redline-inu þá er örugglega mjög mikið áreynsla á rocker-arma, gormana og tala ekki um sveifarásinn þannig að ég hugsa alltaf mikið og hef örlitlar áhyggjur þegar maður fer á og yfir redline-ið. EN þetta svo er náttúrulega manufactored by BMW ![]() |
Author: | sh4rk [ Thu 12. Dec 2002 01:42 ] |
Post subject: | |
Mér finnst í lagi að láta bílinn pústa út öðruhverju. En spól og læti hafa ekki neitt gott að sega fyrir bimmann hjá mér, það skemdi bara drifið hjá mér í gamla bimmanum Shark E23 735i E23 745i |
Author: | gstuning [ Thu 12. Dec 2002 02:10 ] |
Post subject: | |
Revlimiterinn í nýjustu bimmunum er þannig gerð að hún slær mjúklega út, Þ.e hún á ekki að bounca á revlimitinu, þannig eru þeir að vernda vélina eins og þeir geta, Það er 166% meira álag á vélina við 7000 heldur en 6000, það er mikill munur, og er það ein af ástæðum að vélaframleiðendur halda snúningunum niðri, og hafa vélarnar frekar stærri heldur en hærri snúninga, Td Viperinn, það er sko enginn ástæða að vera að skella honum á revlimiterinn, það er svo mikill kraftur allstaðar að maður finnur ekki mun á því að snúa í 5000 eða 6000 áður en skipt er, En þegar vélin er 2lítrar og hesöflin 240 þá þarf sko að snúa til að fá það útúr vélinni, Þar sem að BMW er með Vanos kerfið sitt, þá eru þeir búnir að ná að nýta rúmmál vélarinnar sem best á öllum snúningum, t.d 3.2L Double Vanos, togið er jafn og þétt á nánast sama stað frá 3400-7400 og þar er að þakka breytanlegum loftflæði eiginleikum, En amerískir framleiðendur eru ekki mikið að spá í þessu og notast því við að hafa vélarnar bara stærri og fá því nógu góðu nýtingu á snúningsbandinu, T.d ef það væri adaptað Vanos á 5,7chevy mótor þá væri 570hp minnsta mál og það væri hægt að halda í ofur feita hestafla kúrvu alveg úr botninum, þá væri 5,7 eins og Viper vélin með haug af power allstaðar, Ef það væri ekki V-tec á 1.6i mótorunum þá væru þeir 110hö, sem er nú ekki merkilegt, þannig að honda leysir vandann þannig að auka bara gráðurnar í efri snúningum til að fá öðruvísi loftflæði, vélar með V-tec eru 3mótorar, það eru nefninlega 3 mismunandi gráður á knastásunum, low , mid, top, það er erfitt að finna mun þegar er skipt úr low í mid því að það er svo rosalega mjótt á milli þeirra, en top ásinn er alveg villtur miðað við mid ásinn, að kaupa Pipercams ás, gefur 17hö, í toppnum, og ásin er 305gráður í toppnum, það er rosaleg vinding á vélinni til að nýta toppinn, Ég er löngu kominn út fyrir það sem ég byrjaði á enn þar sem að ég nú að sofna þá skulum við bara klára þetta ![]() Saab, eru snillingar, það er bara ekki hægt að segja annað, Þeir eru með 1,6turbo vél sem er 225hö, en hún togar 224lbs af togi, og það er sko hellingur frá 1,6vél, max boost getur verið 40psi við 8:1 þjöppu, en hún getur farið í 14:1 þegar er ekkert boost og þá sparast rosalegt bensín, Þessi vél er snilldarverk, það besta í langan tíma http://saabnet.com/tsn/models/2002/pr19.html farinn í rúmið |
Author: | arnib [ Thu 12. Dec 2002 02:28 ] |
Post subject: | |
Þessi Saab vél er reyndar alls ekki svo nýtt fyrirbæri. Þá er ég ekki að meina hugmyndin, ég veit að hún er ævagömul. En ég var að lesa helling um þetta fyrir um hugsa ég 2 árum síðan eða eitthvað þannig. Þá voru þeir búnir að byggja vélina og testa þetta og alles. Mig minnir að það eina sem var að stoppa þá á þeim tíma var að þeir voru ekki tilbúnir til að lofa endingu á vélinni, en Saab skilst mér að sé með staðla um að vélarnar þeirra eigi að ganga einhverja 200.000 km minimum. Heita þessir djöflar ekki Saab SVC ? fyrir Variable Compression ? Mig minnir það ![]() allavega algjör snilld. |
Author: | bebecar [ Thu 12. Dec 2002 09:05 ] |
Post subject: | |
Ég get ekki verið sammála því að það sé slæm notkun að nota bílinn á þennan hátt.... Það getur ekki verið óeðlilegt að redlæna og slæda pínulítið annað slagið, þá á ég við ef þetta þjónar einhverjum tilgangi í þeirri ferð sem þú ert í. Mér finnst út úr kú að spóla bara til að spóla, en ef þú ert virkilega að reyna að vera snöggur á milli staða og þetta gerist þá finnst mér það bara allt í lagi. Slæm notkun liggur að mínu mati miklu frekar í vanhirðu. |
Author: | arnib [ Thu 12. Dec 2002 12:20 ] |
Post subject: | |
Eins og ég sagði, ég hef ofboðslega lítinn rökstuðning að baki og tilgangurinn með þessum skrifum var í raun bara að fá ykkur til að skrifa ![]() Mín trú er að það sé allt í góðu að fara "upp að redline" þegar verið er að taka í bílinn, en aftur á móti var ég að meina að það væri slæmt að standa bílinn í botni í hlutlausum gír og láta hann hoppa á rev-limiternum. Það getur vel verið að það sé ekki einu sinni slæmt, en ég fæ vonda tilfinningu þegar ég hugsa um það. Ég hugsa að ég fari þó ekki ofan af því að maður eigi EKKI að "burn-out"-a ![]() Það finnst mér bara hræðilegt. |
Author: | bebecar [ Thu 12. Dec 2002 12:42 ] |
Post subject: | |
Afhverju ætti maður að láta bílinn redlæna í hlutlausum! það er ég sammála þér með að sé slæm meðferð. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |