bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=42606
Page 1 of 18

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 13:07 ]
Post subject:  BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Sælir spjallverjar,

Go Kart brautin Korputorgi hefur ákveðið að bjóða BMWkrafti að halda sína eigin go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar. Það sem þeir eru að bjóða okkur er stórt race á 6.900kr(kostar vanalega 9.900kr). Þetta tilboð gildir aðeins fyrir spjallvera BMWkrafts.


ATH ATH Við höfum ákveðið að niðurgreiða 1000kr af verðinu fyrir greidda meðlimi BMWkrafts. Þannig að gildir meðlimir á kraftinum borga ekki nema 5.900kr :)
Aðrir spjallverjar sem ekki eru orðnir meðlimir greiða 6.900kr, eða drífa sig og gerast meðlimir!


Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin:
1 sæti - 9,900kr gjafabréf og 8 pakkningar af Coke Cola
2 sæti - 6,900kr gjafabréf og 6 pakkningar af Coke Cola
3 sæti - 3,900kr gjafabréf og 2 pakkningar af Coke Cola


Mótið hefst kl. 20:00 og lengdin á því fer alveg eftir því hve margir skrá sig.

Skráning fer fram hérna á kraftinum. Annað hvort að skrifa í þráðinn staðfestingu á að þú ætlar að keppa eða senda mér PM og ég skrái þig. Menn borga svo við komu í mótið.

Ég stel þessum texta frá Karim á l2c, ég geri ráð fyrir að sama gildir fyrir okkur:

Quote:
Ef fleiri en 20 mæta. Þá eru tekin undanúrslit og svo þeir sem komast áfram, fara í í úrslitin.

Svona stórt race er alveg svakalegur akstur. u.þ b 45 mín pr. race.

upphitun, tímataka og svo alvöru fullt race með fullkomnum tímutökubúnaði.

Allir bílarnir eru rosalega svipaðir. allir jafn mörg hp, þannig að þetta gæti orðið anns spennandi keppni.


Planið er fleiri klúbbar en BMWkraftur og L2C taki þátt og síðan verður úrslitamót á milli sigurvera klúbbana. Það finnst mér hljóma mjög spennandi :)

Þannig að endilega skrifa í þráðinn eða senda mér PM ef menn vilja taka þátt.

mbk

Árni Björn Kristjánsson

Author:  kalli* [ Wed 27. Jan 2010 13:17 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Þetta er eitthvað vel þess virði að kíkja á og reyna að mæta, ef maður er búinn að fá útborgað þ.e.a.s 8) Enginn aldurstakmark vona ég ?

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 13:21 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

kalli* wrote:
Þetta er eitthvað vel þess virði að kíkja á og reyna að mæta, ef maður er búinn að fá útborgað þ.e.a.s 8) Enginn aldurstakmark vona ég ?


Nei ekkert svoleiðis.

Og það ættu einmitt flestir að vera búnir að fá útborgað þannig að menn ættu að eiga pening :D

Author:  Einarsss [ Wed 27. Jan 2010 13:29 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Reyni að líta við og kíkja á mótið.. hef sennilega því miður ekki tíma til að geta keppt

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 13:32 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Ég er svona að reyna mana sjálfan mig upp í að taka þátt.

Hef aldrei einu sinni sest uppí go-kart bíl!

Þannig að ef það eru einhverjir fleiri n00bs þarna hræddir við að taka þátt... endilega að skrá ykkur svo ég verði ekki sá eini :lol:

Author:  Grétar G. [ Wed 27. Jan 2010 13:39 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Mátt skrá okkur hjónin Árni ;)

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 13:40 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Grétar G. wrote:
Mátt skrá okkur hjónin Árni ;)

Birgir Sig og Grétar G.

Skráðir :)

Author:  kalli* [ Wed 27. Jan 2010 13:44 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

arnibjorn wrote:
Ég er svona að reyna mana sjálfan mig upp í að taka þátt.

Hef aldrei einu sinni sest uppí go-kart bíl!

Þannig að ef það eru einhverjir fleiri n00bs þarna hræddir við að taka þátt... endilega að skrá ykkur svo ég verði ekki sá eini :lol:


Ég hef prufað þetta einu sinni, og þá var ég 12 ára (var eini á brautinni jafnvel), fyrst það er þegar allir eru búnir að fá útborgað býst ég við að þú megir alveg skrá mig líka ! Vona bara að við verðum ekki til skammar :oops: ..

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 13:49 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

kalli* wrote:
arnibjorn wrote:
Ég er svona að reyna mana sjálfan mig upp í að taka þátt.

Hef aldrei einu sinni sest uppí go-kart bíl!

Þannig að ef það eru einhverjir fleiri n00bs þarna hræddir við að taka þátt... endilega að skrá ykkur svo ég verði ekki sá eini :lol:


Ég hef prufað þetta einu sinni, og þá var ég 12 ára (var eini á brautinni jafnvel), fyrst það er þegar allir eru búnir að fá útborgað býst ég við að þú megir alveg skrá mig líka ! Vona bara að við verðum ekki til skammar :oops: ..


Við verðum okkur bara til skammar saman :lol:

Carlos skráður!

Author:  SteiniDJ [ Wed 27. Jan 2010 14:48 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Djöfull hljómar þetta spennandi! Ég er ekki að vinna þannig ef allt gengur eftir þá er ég til! :D

Hef einusinni stigið upp í gókartbíl. Það var á Grikklandi og var voðalega óspennandi, þetta virðist ætla að verða betra.

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 14:50 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

SteiniDJ wrote:
Djöfull hljómar þetta spennandi! Ég er ekki að vinna þannig ef allt gengur eftir þá er ég til! :D

Hef einusinni stigið upp í gókartbíl. Það var á Grikklandi og var voðalega óspennandi, þetta virðist ætla að verða betra.

Á ég að skrá þig? :)

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 14:50 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

arnibjorn wrote:
SteiniDJ wrote:
Djöfull hljómar þetta spennandi! Ég er ekki að vinna þannig ef allt gengur eftir þá er ég til! :D

Hef einusinni stigið upp í gókartbíl. Það var á Grikklandi og var voðalega óspennandi, þetta virðist ætla að verða betra.

Á ég að skrá þig? :)


Ps. Skráningin er ekki bindandi, menn borga auðvitað bara við mætingu þannig að ef eitthvað kemur uppá geta menn alltaf hætt við.

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 14:57 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Bara svona til gamans þá eru hérna úrslitin hjá l2c. Listinn er röðin á sætunum og síðan besti tími í tímatöku og keppninni sjálfri held ég:

..............Tímataka....Keppnin
Kati......... 25.79......25,014
Íbbi GTI... 26.03.....25,148
F2 ......... 26.23.....25.411
Ingi ....... 26.39......25.446
Gísli....... 26.56......25.965
Gulli....... 27.20......26.163

Yrði skemmtilegt ef að einhver á kraftinum gæti bætt þetta :twisted:

Author:  Axel Jóhann [ Wed 27. Jan 2010 15:13 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Hvaða fail er að það að hafa þetta á mánudegi! :argh:

Author:  arnibjorn [ Wed 27. Jan 2010 15:15 ]
Post subject:  Re: BMWkrafts go-kart keppni mánudaginn 1. febrúar

Axel Jóhann wrote:
Hvaða fail er að það að hafa þetta á mánudegi! :argh:

Sorry gamli, þetta er bara dagurinn sem okkur var úthlutað. L2C race-ið var síðasta mánudag.

Page 1 of 18 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/