havoline x1 10w-40 er hálfsyntitesk og hentar fyrir íslenskar aðstæður...
mæli með henni...
mobil 1 0w-40 er mjög góð olía við allar aðstæður... en er mjög þunn og þar af leiðandi stundum of þunn á slitnar eða gamlar vélar... t.d. mæla framleiðendur á minn mótor sem er m20, 10w40 og flestir í bandaríkjunum sem eiga e21 nota 20w-50 á sumrin en 10w-40 á vetruna.... en t.d. á nýju vw og audi með langtímabúnaði er notuð 0w30 sem á að duga 30.000 þús km úti en hér lætur umboðið hana duga aðeins í 15.000 km þar sem hér eru miklar veðrabreytingar og oftast keyrt stuttar vegalengir. þ.e. vélin nær oft ekki réttu hitastigi og mikið um kaldræsingar það er þá sem olían minnkar líftímann sinn mest....
en með að setja mobil 1 0w-40 á þinn bíl átt þú bara að prufa sjálfur...
en kosnaðurinn er mikill.... er ekki líterinn yfir 1200-1300 kr...?
og ef þú er með bimma sem tekur kannski 6 lítra+ þá er olíukosnaðurinn bara orðinn slatti...
svo með mobil 1 0w-40 á slitnar vélar er mjög mismunandi hvernig hún hegðar sér, á suma bíla þarf að bæta mikið á milli smurninga eins og einn bíll sem heitir Ford Granada frá 70 og eitthvað keyrður 70.000km mjög fallegur bíll með v6 vél var með 10w-40 vildi setja mobil 1 á og eftir það þurfti hann að bæta hálfum lítra á viku eða tveim man ekki allavega hentaði sú olía ekki á þann bíl, hreyfði varla olíu þessi vél áður en mobil 1 var sett á hana.
annað dæmi : Toyota Carina E '93 sem einn í vinnunni minni á .
var alltaf á 10w-40 í 370.000km (leigubíll alltaf smurður á 5000km fresti.)
brann alltaf 0,5l af mótorolíu milli smurninga(frá því að hann keypti hann í um 320.000 held ég)... hann setti svo mobil 1
0w-40 á hann og hann þurfti næstum því að hætta að bæta á hann milli smurninga og sagði að bíllinn væri miklu þíðari.... bíllinn er ekinn núna 388.000. mótor aldrei opnaður... p.s. hann er tíl sölu á 220.000 ef einhver vill mikið ekna toyotu carinu e '93 2.0L sjálfskipta sem er í góðu ástandi..
þannig að mobil 1 hefur mjög mismundi sögur.. þannig ef þú ert að spá í mobil 1 prufaðu hana bara.
sumir segja að hún auki olíuþrystinginn aðrir segja að hún minnki hann.
en fyrir þá sem ekki vita þá er fyrir talan á olíunni flæði(seigja) við -18°C
og seinni talan er flæði(seigja) við 100°C
þannig að olía 0w-40 flæðir við -18°C og heldur sér stöðugt í 40 við venjulegan vélarhita....
þessvegna eru notaðar þykkari olíur úti á sumrin en þynnri á veturna..
en nú er ég búinn að blaðra altof mikið.......
