bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Búðarkerrubílstjórar... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=413 |
Page 1 of 3 |
Author: | Þórður Helgason [ Sun 08. Dec 2002 21:09 ] |
Post subject: | Búðarkerrubílstjórar... |
Hvaða grín er það að maður skuli vera skráður sem búðarkerrubílstjóri á þessu spjalli, og svo er um fleiri, sem örugglega hafa ekki beðið um það??? Vinsamlega fjarlægið þessa merkingu. |
Author: | GHR [ Sun 08. Dec 2002 21:11 ] |
Post subject: | Re: Búðarkerrubílstjórar... |
Þórður Helgason wrote: Hvaða grín er það að maður skuli vera skráður sem búðarkerrubílstjóri á þessu spjalli, og svo er um fleiri, sem örugglega hafa ekki beðið um það???
Vinsamlega fjarlægið þessa merkingu. Hvað er þetta? Bara gaman af þessu Þetta breytist eftir því hvað þú póstar oft, svo þú verður bara að vera duglegur að pósta (hverfur í póst nr. 50 - héld ég örugglega) |
Author: | Kull [ Sun 08. Dec 2002 21:12 ] |
Post subject: | |
Hehe, óþarfi að móðgast. Þetta fer eftir því hversu marga pósta þú ert með, ég þarf nokkra í viðbót í formúluna ![]() |
Author: | saemi [ Sun 08. Dec 2002 21:32 ] |
Post subject: | |
Já, þetta er svona grín... þú verður rétt bráðum orðinn rallýbílstjóri... verður það ekki þá í lagi ![]() |
Author: | Þórður Helgason [ Sun 08. Dec 2002 21:45 ] |
Post subject: | Rallýkerrustóri |
Jú, það er gott að fá skýringu á þessu, pínu þreytandi að vera kallaður búðarkerrubílstjóri. Rallýið hefur maður þó prufað, og auðvitað á BMW. |
Author: | sh4rk [ Sun 08. Dec 2002 22:42 ] |
Post subject: | |
Þetta þýðir bara að maður verður bara að vera duglegri að svara einhverju BMW 735i e23 BMW 745i e23 |
Author: | zx [ Mon 09. Dec 2002 20:47 ] |
Post subject: | |
Hvað með að Akureyringar verði alltaf búðakerrubílstjórar, þeir kunna hvort eð er ekki að keyra neitt hraðskreiðara en dráttarvélar ![]() |
Author: | Þórður Helgason [ Mon 09. Dec 2002 21:34 ] |
Post subject: | Hvað eru menn að derra sig, á ferköntuðum legobílum... |
Heyrðu mig, hefurðu aldrei komið á hina árlegu bíladaga á Akureyri? Þeir eru í kringum 17. júní ár hvert. Ef ekki, er þér hér með boðið á þá á næsta ári. |
Author: | saemi [ Mon 09. Dec 2002 23:33 ] |
Post subject: | |
Hehehe, gott hjá þér Þórður. Maður verður að mæta næst! Kíkja á liðið fyrir norðan. Hvenær eru þessir bíladagar.. er þetta alltaf á sama tíma eða..? Sæmi |
Author: | Djofullinn [ Mon 09. Dec 2002 23:47 ] |
Post subject: | |
Já 17. júní á Akueryeri er algjör snilld, þvílíkt safn af bíladelluköllum! Burnout, kvartmíla, bílasýning ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 10. Dec 2002 00:07 ] |
Post subject: | |
Hérna er smá bíladaga saga, Jæja best að fara með gripinn á sýningunna, og pússa og svona, maður veit ekki hvað klukkan er en þegar við erum búnir og ætlum að fara að drekka þá er klukkan 6um morguninn, við vorum í 6tíma að þrífa enda var ,minn mega góður þrátt fyrir slappt lakk. |
Author: | GHR [ Tue 10. Dec 2002 00:13 ] |
Post subject: | |
Hvernig væri það ef við myndum fara allir í þessum klúbb til Akureyrar næsta 17. júní. Það er að segja ef það verður haldin aftur svona bíladagar - helvíti slæmt slys á seinust samkomu. Það væri geðveikt að mæta á sem flestum BMW-um og stela senunni ![]() Allavega bara gaman að cruisa norður til að sýna sig og sjá aðra. Eru ekki margir heitir fyrir því? |
Author: | Djofullinn [ Tue 10. Dec 2002 00:17 ] |
Post subject: | |
Snilldar hugmynd! Ég er maður í það!! |
Author: | sh4rk [ Tue 10. Dec 2002 00:37 ] |
Post subject: | |
Éger til í það ![]() ![]() ![]() |
Author: | Elli Valur [ Tue 10. Dec 2002 00:47 ] |
Post subject: | |
ég er maður í það kem sennilegast með 2 bíla þá ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |