Blessaður Þórður.
Gaman að heyra af þér, ég vissi ekkert um þessa bíla. það væri gaman að fá meiri upplýsingar varðandi þessa bíla sem þú átt, og ekki sakaði ef þú ert með myndir líka.
Ég á slatta til af þessu dóti. kíktu bara á vefinn minn
www.islandia.is/smu
Dempara... sko.. mín reynsla er nú bara að setja nýja dempara í, og þá er bara spurningin hvað þú vilt. Ódýrast er sennilega að fara í Bílanaust eða eitthvað soleizz og kaupa Monroe eða svipað.
Notaða (sem ég mæli nú ekki með) á ég sennilega til.
Best er náttúrulega að kaupa Bilstein, það er original í "performance" bílum frá BMW. Næstbest er Sachs. Það er original equipment í þessum bílum. Ég er með Bilstein í bæði 635csi og 745i bílnum mínum, og mjög sáttur.
Krómbrettakanta á ég til, en þeir eru notaðir. Ef þú vilt nýja, er ráð að fylgjast með Ebay.de, ég hef séð þá vera að koma þar upp við og við á góðum prís.
Þokuljósin... kaupa ný, nema þú sért svo heppinn að finna e-r notuð, en þau eru langflest brotin á þessum gömlu bílum. hægt er að fá glerið sér, ef það er bara það sem er brotið hjá þér. Þetta eru Hella ljós.
Vona að þetta hjálpi,
Sæmi