bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Snilld! 6cm fjarstýrðir bílar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=409
Page 1 of 2

Author:  iar [ Sat 07. Dec 2002 12:59 ]
Post subject:  Snilld! 6cm fjarstýrðir bílar

Sælir.

Þetta eru algerlega græjur fyrir forfallna bílaáhugamenn og almenna græjufýkla. :-)

Image

Skrifaði smá grein um BitChar-G, ZipZaps og svipaða bíla og líklega bara að láta hana og myndirnar þar tala sínu máli:

http://www.pjus.is/iar/bilar/bit/

Þetta eru ekkert smá skemmtilegar græjur!

Er ekki málið að setja upp smá braut og keppa á næstu samkomu? Þarf ekki mikið pláss, jafnvel bara stórt borð. :-)

Author:  montoya [ Sat 07. Dec 2002 20:44 ]
Post subject: 

væri til i einn hvar fást þeir

Author:  iar [ Sat 07. Dec 2002 20:59 ]
Post subject: 

montoya wrote:
væri til i einn hvar fást þeir


Leikbæ. Hef ekki athugað á fleiri stöðum.

Author:  iar [ Mon 09. Dec 2002 19:29 ]
Post subject: 

Smá viðbót...

Mæli með því að keyra með hrein dekk á nýbónuðu parketti! Þvílíkt grip! :-D

Author:  Birkir [ Mon 09. Dec 2002 20:33 ]
Post subject: 

hvað er verðið á þessum bílum í Leikbæ ? Kannski að maður fái sér eitt stykki :D

Author:  iar [ Mon 09. Dec 2002 21:30 ]
Post subject: 

Birkir wrote:
hvað er verðið á þessum bílum í Leikbæ ? Kannski að maður fái sér eitt stykki :D


1500kall

Author:  arnib [ Tue 17. Dec 2002 16:17 ]
Post subject: 

Ég og oskard keyptum okkur svona í gær! :D

Þetta er alveg hreint þvíílíkt snilld.
Ég mæli með að allir fái sér eitt stykki.

Ég er reyndar sammála því að stýringin er ekki alveg 100%
Bíllinn á það til að beygja eilítið í aðra áttina og það er mjög
erfitt að stilla það undir til að vera nákvæmt.

Skoðunin mín er aftur á móti, HVERJUM er ekki sama!!
Þetta kostar 1500 kall og er þvílík skemmtun.

Við byrjuðum á því að fara í leik sem snerist um að keyra hinn
niður af borðstofu borðinu.
Það var mjög gaman :D

Alllaavega..
Ég keypti 45Mhz ef einhver vill keppa..

Hver tekur að sér að smíða braut?

Author:  bebecar [ Tue 17. Dec 2002 16:55 ]
Post subject: 

Hvað eru margar tíðnir í boði?

Author:  arnib [ Tue 17. Dec 2002 17:00 ]
Post subject: 

Held að það sé mismunandi eftir framleiðendum.
Ég held að okkar tegund bjóði upp á þrjár, 27, 35 og 45 mhz.

Held að einhver tegund hafi 4 tíðnir og einhver hafi 2.
Þetta er líklega á því bili 2-5, og ég gæti alveg ímyndað mér
að þó svo að fólk væri með annan framleiðanda myndu tíðnirnar
vera þær sömu.

27Mhz er til dæmis týpískasta tíðni fyrir alla fjarstýrða hluti, bíla, kafbáta og ég veit ekki hvað :)

Author:  iar [ Tue 17. Dec 2002 17:18 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Við byrjuðum á því að fara í leik sem snerist um að keyra hinn
niður af borðstofu borðinu.
Það var mjög gaman :D


Áhugavert... :-)

arnib wrote:
Alllaavega..
Ég keypti 45Mhz ef einhver vill keppa..

Hver tekur að sér að smíða braut?


Því miður get ég ekki keppt við þig, ég er líka með 45MHz. :-(

Þarf ekki tvær brautir, eina "formúlubraut" þ.e. hringur með hlykkjum og tilheyrandi og svo eina "kvartmílubraut". :-D

Author:  arnib [ Tue 17. Dec 2002 17:24 ]
Post subject: 

Kvartmílubrautina erum við þegar búnir að smíða.

Við tókum 2-3 m af málningarteip og límdum það þvert yfir gólfið
Svo stilltum við bílunum upp við annan endann og töldum niður.

oskard flengdi minn í öll 3 skiptin sem við prófuðum.
Mig grunar að hann sé búinn að fitla við sinn bíl! :)

Alvöru bílar eru sirka 3,5 metrar að meðaltali.
það gera 350 sentimetra.
Litlu bílarnir eru 6,5 sentimetrar sem þýðir að þeir eru 1,85% af stærð stórra bíla.

Kvartmílubraut ætti því að vera 1,85% af 400m, eða 7,5 metrar?

Hmmmm :D
Getur það verið?

Jæja.

Mig langar í braut með upphækkunum og brúm og beygjum og ég veit ekki hvað og hvað.
Held að hún ætti að vera með köntum þannig að maður geti ekki keyrt útaf.

oskard er 27mhz þannig að þið getið duel-að! :D

Author:  iar [ Tue 17. Dec 2002 17:30 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Alvöru bílar eru sirka 3,5 metrar að meðaltali.
það gera 350 sentimetra.
Litlu bílarnir eru 6,5 sentimetrar sem þýðir að þeir eru 1,85% af stærð stórra bíla.

Kvartmílubraut ætti því að vera 1,85% af 400m, eða 7,5 metrar?

Hmmmm :D
Getur það verið?


Kaninn er auðvitað búinn að útpæla þetta allt fyrir okkur. Sjá QFM Racing's Official BitDra-G Competition Guidelines

Skemmtilega sjúkt. :-)

Author:  íbbi [ Tue 17. Dec 2002 17:37 ]
Post subject: 

3.50m að meðaltali? coltinn minn sem er stuttur bíll er rúmir 3.90
4Runnerinn minn er rúmir 4.50m camaroinn minn var rétt rúmir 5m dakotan hans pabba er nákvæmlega 5.50
Mustanginn minn var 4.50og eitthvað
trans aminn minn var 4.80 eða 4.90 (og 1.80og eitthvað á breidd eða eitthvað álíka :shock: )

passat og avensis og þeir bílar eru í kringum 4 og hálfann metra

gömlu rollunar og coltanir og álíka bílar eru flestir um eða yfir 4 metrana

held að yaris og justy og þeir séu í kringum 3 og hálfann

bara smá ábending

Author:  arnib [ Tue 17. Dec 2002 17:42 ]
Post subject: 

Allt í góðu! :)

Þetta var í einhverjum skyndi,
annars var ég kannski ósjálfrátt með minn eigin bíl
í huga þegar ég hugsaði þetta út, og hann er nú ekki sá lengsti.

:roll:

Author:  arnib [ Tue 17. Dec 2002 17:45 ]
Post subject: 

iar wrote:

Kaninn er auðvitað búinn að útpæla þetta allt fyrir okkur. Sjá QFM Racing's Official BitDra-G Competition Guidelines

Skemmtilega sjúkt. :-)


Hvílík bilun!
margra síðna leiðbeiningar um þetta! heheheh :-)
Ég er alveg að fara að breyta mínum í 4x4 turbo!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/