bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMWkraftur - aukin umsvif ? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=397 |
Page 1 of 2 |
Author: | saemi [ Wed 04. Dec 2002 19:32 ] |
Post subject: | BMWkraftur - aukin umsvif ? |
Sælir BMWkrafts félagar. Ég hef verið svolítið að brjóta heilan svolítið varðandi BMWkraft. Ég hef verið að velta fyrir mér hver ættu að vera markmið og hlutverk klúbbsins og hvernig við best gætum náð þeim. Það er gott og gilt að hafa spjallborð eins og þetta borð er í dag. En ég hef í svolítin tíma, síðustu 2 ár eða svo, verið að hugsa um hvort ekki væri rétt að hafa starfsemina ennþá víðtækari. Það helsta sem mér kom í huga er eftirtalið (og ekki í endilega í þessarri röð eftir mikilvægi): a) Sameina BMW áhugamenn á Íslandi (og erlendis sem hafa áhuga á BMW á íslandi), nefni þá "okkur" hér á eftir. b) Vera miðill okkar til að tjá okkur um málefni hversdagsins eins og hefur verið á þessarri síðu til þessa. c) Gera okkur að sem sterkastri heild til að knýja fram hagstæðustu kjör varðandi viðhald og breytingar bifreiða okkar. Og þá jafnframt til að standa vörð um að ekki sé verið að fara illa með félaga fjárhagslega ef slíkt er reynt. d) Geta leyst úr vandræðum félagsmanna þegar bilanir koma upp í bifreiðum. Ekki þá beint að hafa á okkar snærum aðila í slíku, en að geta vísað á aðila sem leyst geta vandann. Þá annarsvegar umræðudálk varðandi bilanir, og svo fróða menn á vegum klúbbsins sem geta vísað á aðila sem gætu leyst flóknari mál sem ekki fást svör við hjá öðrum félagsmönnum. e) Standa fyrir samkomum, líkt og verið hefur. En með öflugri samtökum gætum við haft samkomurnar ennþá meira spennandi með að heimsækja staði, eins og verkstæði og fyrirtæki í bílageiranum (og utan geirans líka.) Þá væri líka hægt að setja sig í samband við önnur samtök erlendis og eða fyrirtæki. Mig langar t.d. sérstaklega mikið að heimsækja "Mobile tradition" deild BMW úti í þýskalandi, sem er ekki opin fyrir gesti og gangandi. En hver veit nema hægt væri að kría út svoleiðis ferðir! Svo væri hægt að fara á fræga staði eins og Nurburgring ofl ofl. Ég hef alveg slatta af hugmyndum í viðbót ![]() f) Ef vel árar hjá félaginu, að gefa þá út dreifibréf til félagsmanna, með tilkynningum, greinum, auglýsingum ofl. Ekki eitthvað glossy, heldur bara svona frekar einfalt. Þetta er nú bara svona tekið ú heilanum á mér í fljótu bragði, og án efa miklu hægt að bæta við og breyta. En til að hægt sé að gera klúbbinn öflugri og skilvirkari held ég að við þyrftum að hafa þetta örlítið formfastara. Ég hef ekki sett mig inn í þessi mál neitt ennþá, en mín hugmynd er að við kjósum okkur félagsstjórn. Fáum inn allavega 3 menn, sem eru kosnir til ákveðins tíma í senn (ár í það minnsta) og mynda stjórn. Stjórnin verði þá mynduð af Formanni, varaformanni og gjaldkera. Svo er hægt að prjóna við þetta áfram fleiri embætti. Þessir menn geta þá án þess að vera hræddir um að vera eitthvað að vaða yfir aðra, talað fullum hálsi fyrir klúbbinn svo þetta líti nú mannsæmandi út þegar við eigum samskipti við utanaðkomandi aðila. Að sjálfsögðu væru þessi störf ólaunuð, og menn þessir þyrftu að vera aðilar sem við treystum og hefðu óbilandi áhuga á okkar ágætu gripum og velferð þeirra ásamt eigenda. Mín hugmynd er þá að netið væri fínn miðill til að halda kosninga áróðri uppi og menn gætu sett saman pistil um sig, til að kynna sig fyrir félögunum. Tilvalið væri þá að óska eftir framboðum, og frambjóðendur settu þá fram upplýsingar um sig eftir fyrirfram ákveðnu sniði (að hluta til). Ásamt fleiru eins og t.d. stuðningsmönnum. Kosningin væri svo annað mál, ég hef ekki séð ennþá fyrir mér hvernig best væri að standa að henni. Varðandi klúbbinn og meðlimi, þá er ég hlynntur því að við tökum upp inntökugjald, stillt í hóf, ásamt árgjaldi. T.d. 2000 kr. og væri þá innifalið í því límmiðar og félagsskírteini (og mögulega fleira, ss. derhúfu osfrv). Með að hafa félagsskírteinið í höndunum, fá menn svo afslátt hér og þar, og borgar félagssgjaldið sig upp fljótt þannig og ætti ekki að standa klúbbnum fyrir þrifum. Hægt væri þá að nota peninginn til að gera líkt og þeir hjá T.B. gerðu fyrir okkur, þegar dyno-dagurinn var. Kaupa gos og slíkt á samkomum, ásamt því að greiða fyrir límmiðana og skírteinin (ef við fáum ekki B&L til að gera þau eins og ennþá sniðugra væri). Svo á örugglega eftir að koma fleira til sögunar, þar sem gott væri að hafa örlítinn sjóð til að greiða úr fyrir hitt og þetta (auglýsa klúbbinn t.d. í D.V.). Jæja, ég bara varð að tappa aðeins af heilanum í bili, svo ég geti farið að hugsa um eitthvað annað... ekki það að ég geti hugsað um neitt annað en BMW yfir höfuð! .... Jæja, nóg í bili. Með kærri BMWKrafts-kveðju; Sæmi BMW vifta |
Author: | gstuning [ Wed 04. Dec 2002 19:54 ] |
Post subject: | |
Vá rólegur Nei í alvöru þá finnst mér þetta þvílíkt góð hugmynd, Ef við stofnum alvöru bmw klúbb þá eru ákveðnar reglur sem gilda um þá samkvæmt bmw-europa klúbbnum þar sem að allir bmw klúbbar í evrópu eru í, Og ég fíla ferðalög til að sjá bimma event og bimma HQ og hvaðeina, sérstaklega eftir 3ár að við allir keyrum til Nurburgring og tökum nokkra hringi, það væri the ultimate ferðalag, um evrópu, renna við á Formúlu 1 keppni rúnta til nokkara tjúnara og svo skreppa á hringinn, Ég held að bara BMW klúbbar geti fengið að skoða Mobile Traditions safnið, vinur minns og stefáns sem býr í noregi fór á safnið með bmw klúbbnum í noregi í fyrra, þeir keyrðu til þýskalands og fóru á Frankfurt bílasýninguna og svo til Mobile Traditions safnið og svo á hringinn ![]() þokkalega kúl tók heillangan tíma samt heilar 3vikur eða mánuð mann ekki alveg, |
Author: | Kull [ Wed 04. Dec 2002 21:53 ] |
Post subject: | |
Já, mjög góðar pælingar og væri mjög gaman að gera þennan klúbb að alvöru bílaklúbb. Ég væri alveg til í að borga hóflegt árgjald og hjálpa til við að byggja upp klúbbinn. |
Author: | Gunni [ Wed 04. Dec 2002 23:08 ] |
Post subject: | |
já ég tek undir þetta hjá þér sæmi. þetta hefur náttlega alltaf verið draumurinn hjá mér, en það er soldið erfitt að byggja þetta allt upp einn. ég hafði pælt í þessu árgjalda dæmi, en fannst svona eins og menn væru ekki tilbúnir í það þar sem ég lagði út fyrir límmiðum sem ég hélt að menn vildu, en örfáir hafa keypt (500 kall). ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í því að byggja þetta upp og gera þetta að alvöru batterýi! sæmi að sjálfsögðu er tilgangur klúbbsins í rauninni öll þessi atriði sem þú taldir upp, en auðvitað er hægt að gera þetta enn meira grand allt. málið er bara að það þarf fjármagn. félagsgjöld mundu auðvitað covera eitthvað af þessu og svo væri hægt að fá sponsora. þetta er auðvitað eitthvað sem einn maður getur ekki séð um en er vel hægt að gera ef fleiri taka þátt. við þurfum að plana þetta eitthvað betur... BMW kveðja, Gunni |
Author: | zx [ Thu 05. Dec 2002 00:44 ] |
Post subject: | |
Frábært !!!! annars er ég að vinna í því þessa dagana að eignast eintak af BMW aftur, þannig að ég verð að vera með límmiðana klára ! Gunni segðu mér bara hvernig ég nálgast þá og greiði fyrir, kv. zx |
Author: | Max [ Thu 05. Dec 2002 00:52 ] |
Post subject: | Sponsorar |
...Það mætti nú byrja á því að fá B&L til að kosta auglýsingabanner og pósta þá jafnvel eitthvað í líkingu við "Tilboð mánaðarins" o.s.frv. Aðalatriðið er að byrja. Ég lofa að borga árgjald um leið og mér tekst að eignast the ultimate driving machine. ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 05. Dec 2002 09:49 ] |
Post subject: | |
Ég vil endilega kaupa límmiða... Gunni, gætir þú ekki beðið hann Stam um að taka þá fyrir mig og ég læt hann bara hafa pening? Og félagsgjald er flott líka... Og stjórn væri skynsamleg... og SÆMI FORMAÐUR! |
Author: | saemi [ Thu 05. Dec 2002 10:35 ] |
Post subject: | |
Ehemmm.. ég þakka traustið... ![]() ![]() Sæmi |
Author: | Gunni [ Thu 05. Dec 2002 19:21 ] |
Post subject: | |
[quote="bebecar"]Ég vil endilega kaupa límmiða... Gunni, gætir þú ekki beðið hann Stam um að taka þá fyrir mig...quote] Sæll Ingvar. hvur mun stam vera ??? ertu ekki annars að tala um mig Gunna ?? ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 05. Dec 2002 19:43 ] |
Post subject: | |
Já djö**** ég ditch-aði límmiðana á laugardaginn. Fannst þeir dálítið stórir fyrst en ég held að þeir myndu koma vel út í afturrúðunni (vil ekki hafa þá á rúðu sem fer niður). Hvenær get ég fengið miða Gunni? |
Author: | gstuning [ Thu 05. Dec 2002 20:27 ] |
Post subject: | |
Ég er með gstuning.net miða í rúðu sem fer niður og það er engin hætta á að þetta fari til fjandans |
Author: | saemi [ Thu 05. Dec 2002 21:11 ] |
Post subject: | |
En er hætta á að hann fari af og niður á gólfið ![]() Nei .. segi bara svona... ![]() |
Author: | Birkir [ Thu 05. Dec 2002 21:31 ] |
Post subject: | |
Mér líst mjög vel á allar þessar pælingar. Ég vil líkja vekja athygli á því að ég er með stórt húsnæði sem við getum alltaf fengið aðgang að þegar við viljum halda samkomur eða bara hvað sem er. Ef ykkur vantar límmiða þá getið þið PM-að mig og ég get skutlað þessu til ykkar ef þið hafið áhuga. Ég er búinn að setja þá í minn bíl og það kom mjög vel út. |
Author: | bebecar [ Fri 06. Dec 2002 08:35 ] |
Post subject: | |
Er ekki Stam með þér í MK á E28 528i bílnum??? (jú ég var að tala við LORENS Gunna ![]() |
Author: | Gummi [ Sat 07. Dec 2002 00:38 ] |
Post subject: | |
Þetta er frábær hugmynd og legg ég til að við höldum stofnfund á einhverri knæpunni hér eftir áramót. Á þessum stofnfundi yrðu samþykkt lög, hlutverk skilgreind og kosin stjórn sem situr í eitt ár. Svo verður þetta að árvissum viðburði að ný stórn verður kosin. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |